Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 12
sýndi þaö sig að í Afríku sunn-
an Sahara og í hlutum Suö-
austur-Asíu þar sem land er
sameign ættbálksins, er lítið
um launaða landbúnaðar-
verkamenn og þar hafa konur
úrslitaþýðingu í landbúnaðar-
framleiðslunni. Hins vegar er
hlutur þeirra mun minni í bein-
um landbúnaðarstörfum í
Arabalöndum og í Rómönsku
Ameríku þar sem land er í
einkaeign og landbúnaðar-
verkamenn fjölmennir. En jafn-
vel þar er vinna kvennanna við
akuryrkjuna mikilvæg einkum
meðal hinna fátækari fjöl-
skyldna og skiptir þá engu máli
þótt strangt sé tekiö á að konur
gangi með blæjur og sýni ekki
ásjónu sína utan veggja heim-
ilisins. Nauðsyn brýtur lög,
jafnvel siðferðislög og það er
gömul viska og ný að sumir eru
of fátækir til þess að geta verið
siðsamir!
En hvort sem hlutur kvenna
er stór eða lítill í akuryrkjunni
þá leggja þær mikið af mörkum
úr matjurtagörðum sínum
heima við bæ og víðast er vinn-
an við að koma uppskerunni í
neysluhæft og geymsluhæft
form eftir aö hún er komin í hús
í höndum kvenna og álitin hluti
af heimilisstörfunum.
Ester Boserup beindi líka
sjónum sínum að borgunum
og störfum og stöðu kvenna
þar. Einnig þar er munur á milli
heimshluta. í Suður- og Miö-
Ameríku liggur stríður straum-
ur kvenna úr sveitunum í borg-
irnar. Þar eiga þær tiltölulega
auðveldar með að sjá sér og
sínum farborða með ýmis kon-
ar þjónustustörfum á heimilum
hjá fjölskyldum sem eru nokk-
urn veginn bjargálna. í Afríku
hins vegar eru það fyrst og
fremst vinnufærir karlmenn
sem flytjast til borganna enda
minni möguleikar fyrir konur
að komast í vist af því að fátækt
er svo almenn og útbreidd og
millistéttin svo fámenn.
Alls staðar á það við að skrif-
stofustörf sem á Vesturlöndum
eru yfirleitt láglaunuð kvenna-
störf eru í þróunarlöndum
karlastörf vegna þess hve
almenn menntun kvenna er
bágborin. Hins vegar eru til-
tölulega fleiri konur í störfum
sem krefjast æðri menntunar
vegna þess að framboð af hæf-
um karlmönnum hefur verið
takmarkað og all margar konur
úr hástéttum hafa komist til
mennta. Það er að sínu leyti
sama tilhneigingin og í stjórn-
málunum en þar er ekki
óalgengt að konur sitji í æðstu
stöðum þótt réttindaleysi
þeirra virðist algjört. Til að
mynda voru þrjár konur ráð-
herrar I fyrstu ríkisstjórn Ind-
lands.
Dagur í lífi afrískrar sveitakonu
Þróunin
Qg-
konurnar
Niðurstaða bókarinnar
„Hlutverk kvenna í efnahags-
þróuninni" er sú að þótt konur
hafi átt verulegan þátt í þeim
efnahagsbreytingum sem hafa
átt sér staö í þróunarlöndum
þá hafa kjör þeirra víðast
versnað og staða þeirra orðið
lakari.
Rannsóknir, sem fylgt hafa í
kjölfarið og eru orðnar miklar
að vöxtum og fjölbreyttar, ekki
síst eftir að viöfangsefnið fékk
opinbera viðurkenningu með
kvennaráðstefnunni í Mexíkó
1975, hafa flestar staðfest
þessar niöurstöður, þótt finna
megi ýmsar gleðilegar undan-
tekningar. Það hefurorðið Ijóst
að ef að skilja á framvinduna
og ef á aö gera þróunaráætlan-
ir og meta árangur af slíkum
áætlunum er nauösynlegt að
átta sig á hlutverki kvenna í
efnahagsþróuninni. Það er
ekki hægt að ganga út frá því
að það sé þaö sama og á Vest-
urlöndum og heldur ekki að
það sé það sama í öllum þróun-
arlöndum. Eitt er þó víst, það
skiptir miklu máli alls staðar.
Til að mynda er þaö ekki jafn
dularfullt lengur að framleiðsla
matvæla til neyslu innanlands
hefur víöa dregist saman í
Afríkulöndum, þrátt fyrir miklar
fjárfestingar og mikið leiðbein-
ingarstarf sérfræðinga frá Vest-
urlöndum. Þaö hefur sýnt sig
að fjárfestingarnar og leiðbein-
ingarnar hafa oftar en ekki far-
ið fyrir ofan garð og neðan, af
því að sérfræðingarnir hafa
farið kynjavillt. Þeir beindu
spjótum sínum að karlmönn-
unum eins og þeir höföu vanist
á Vesturlöndum og áttuðu sig
ekki á því að þaö eru konurnar
sem sjá að mestu um akuryrkj-
una í Afríku. Árangurinn varð
annaö hvort lítill eöa enginn,
eða sá að karlarnir læröu að
rækta nýjar afurðir, sem eru
eftirsóttar á heimsmarkaðinum
með nútímalegum vinnu-
brögöum. Konurnar hafa setiö
eftir með gömlu, hefðbundnu
aðferðirnar viö matvælaöflun
til heimilisins.
Við þetta skapaðist sam-
keppni bæöi um vinnuafl og
land til ræktunar. Víða hefur
dregið úr vinnuframlagi karla í
hefðbundnum landbúnaði og
hefðbundið tilkall til lands riðl-
ast, af því aö meö tilkomu sölu-
afurða og þar af leiðandi mark-
aðsbúskapar hefur gætt vax-
andi tilhneigingar til aö draga
Dagleg störf
Tími (kl.st.)
Vaknar (kl. 5 f.h.)
Gengur út á akurinn, 1—1Vi km ganga —
oft með barn á bakinu 0:50
Plægir, plantar, hreinsar (til um kl. 3 e.h.) 9:50
Safnar eldiviði á leiðinni heim 1:00
Malar eða steytir korn 1:50
Sækir vatn — oft langar leiðir 1:25
Kveikir undir pottinum og eldar handa fjölskyldunni 1:00
Framreiðir matinn og borðar 1:00
Þvær börnunum og þvær föt 1:00
Fer í rúmið (kl. 9 e.h.) _______
17:55
Samantekt:
Vinna
Matartfmi
Hvíldartími
Svefntími
Alls
18 stundir
1 stundir
0 stundir
6 stundir
24 stundir
Eftir: UNECA: Women in Africa, Today and Tomorrow. 1975.
12