Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 16

Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 16
1 > Gharb er fiað sveitahérað í Marokko þar sem mest áhersla hefur verið lögð á aðfæra atvinnuhœtti í nú- tímalegra horf. Síðan í byrjun aldarinnár hafa stjórnvöld, fyrst nýlendustjórn, og síðan innlend stjórn landsins reynt að vélvæða landbúnaðinn sem mest og tengja hann heimsmarkaðinum. Stjórnvöld, þróunarsérfræðingar, skipuleggjendur og aðrir sem staðið hafa aðþróunaráætluninni eru mjög ánægð- ir með árangurinn. Marokkanskur félagsfræð- ingur, kona að nafni Fatima Mernissi, hefur komist að því að viðhorf bændakvennanna í héraðinu er allt annað en ofan- nefndra stjórnenda og sér- fræðinga, sem auðvitað eru næstum eingöngu karlar. Kon- urnar í þessari paradís tækni og fjármagns eru sammála um að líf kvennanna í dag sé mun erfiðara en líf mæðra þeirra og formæðra. Bænda- Við gefum Aicha Bent Ahmed orðið. Hún er 35 ára bændakona með fjögur börn. Maður hennar á tveggja hekt- ara landskika. ,,Áöur fyrr voru störf kvenn- anna mikilvæg og mikils metin. Hver bóndi átti eigin jörð og konan vann ýmist á jörð föður síns eða eiginmanns. Hún sá um kúa- og fjárhjarðir sem voru nógu stórar til að sjá fjölskyldu hennar fyrir mjólk, smjöri og ull. Núerujarðirnarsvolitlarað þær nægja ekki til framfærslu. Við verðum að leita að vinnu meðal ókunnugra — og til að kóróna niðurlæginguna — það er engin heiðvirð störf að fá. Það er einungis um að ræða konur í Marokko árstíðabundna, óvissa vinnu. Ríkið á nokkur mjög stór bú, en fáir hafa þar stöðuga vinnu, og það eru allt karlmenn. Við er- um aðeins ráðnar þegar þeir þarfnast mjög mikils vinnuafls í stuttan tíma. Að öðru leyti kom- ast þeir mjög vel af án kvenna. Það er engin þörf fyrir okkur. Fjölskyldan á ekki lengur jörð til að yrkja og fyrirtækin hafa ekki vinnu. Konur i rikum fjöl- skyldum vinna á jöröum eigin- manna sinna. Þær sem hafa menntun, hafa stöðuga vinnu eins og karlmennirnir. Þær þurfa ekki að betla um illa laun- uð og lítils virt störf, eins og ég. Aö standa fyrir framan ein- hvern „teknókratinn" á ríkis- búunum, skítug og þreytt og biðja um vinnu. — Hann er vel menntaöur, vel klæddur. Hann kann að skrifa, kann á tölvu. Hann talar hægt. Allt er skipu- lagt. Það ert bara þú sem ekki passar neins staðar. Þegar hann hikar, finnst mér ég vera minna en ekki neitt. Á þeirri stundu er maður tilbúinn að selja hvað sem er. Skilurðu hvað ég á við? Mæður okkar höfðu það betra. Þær áttu að vísu ekki jarðirnar. Þær rifust við feður sína, bræður og eiginmenn, en þær voru þó á eigin heimili. Mæöur okkar þurftu ekki að betla á meðal ókunnugra.“ S.E. Þaðerengin fiörffyrir okkur. Ijölskyldan á ekki lengur jörð íii að yrkja og fvrirtœkin hafa ekki vinnu. * *

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.