Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 27

Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 27
Blátt haf, hvítur sandur, eldhrunnin fjöll, mistur og hiti í lofti. Hnarreistar dökkar konur standa ífjöruborðinu og horfa út á hafið. Það er beðið eftir bátum ogfiski. Þarna eru ekki túristar að flatmaga ísólinni, engin Grand hotel, íssölur eða barir við ströndina. Við erum stödd á Grœnhöfðaeyjum, vestur af strönd Vest- ur-Afríku. Hér ríkir fátœktin, hungrið og barnadauðmn. Þurrkar hafa sviðið landið í hálfan annan áratug. Landsmenn verða aðfá um helmingþess sem þeir þurfa sér til framfœrslu frá hjálþarstofnunum og þróunaraðstoð hinna ríkari í heiminum. Á þessum eyjum langt suður í höfum hafa íslendingar lagt hönd á þlóginn meðþví að senda landsmönnum skiþ og kenna þeim nýjar veiðiaðferðir. Fisksölukonurnar á markaðinum í Mindeio. (Ljósmynd: Sigrlður Dúna) Eitt meginverkefni Sigríðar Dúnu og Gísla á Grænhöföa- eyjum var aö spyrja þeirrar spurningar hvernig best mætti styöja landsmenn til sjálfs- hjálpar án þess að raska um of því samfélagi sem fyrir er. Sig- ríður Dúna segir okkur sitthvaö um Grænhöföaeyjar, konurnar þar og það sem hún sá og heyrði. — Grænhöföaeyjar rísa úr sæ sunnarlega í Atlantshafinu, vestur af Senegal nánar tiltek- iö. Portúgalir fundu eyjarnar 1460, óbyggðar eftir því sem þeir sjálfir segja, og settust þar að. Undiryfirráðum þeirra uröu eyjarnar fljótlega miðstöð þrælaverslunar og voru það um langan aldur. Portúgalir fluttu fólkið á skipum frá meg- inlandi Afríku og á eyjunum var fólkinu skipaö yfir I galeiðurnar sem flutti það áfram annað hvort yfir Atlantshafið eða norður til Evrópu. Portúgalir stunduðu líka landbúnað á eyj- unum, þrælar voru uppistaða vinnuaflsins og þarna reis svo samfélag sem var nokkurs konar sambland af evrópskum og afrlskum menningaráhrif- um. Svo dæmi sé tekið, þá er þjóðartunga Grænhöfðaeyja- manna, kreólska, sambland af gamalli Portúgölsku og vest- ur-afrískum tungumálum. Sama er að segja um trúar- brögðin, kaþólskan sem Portú- galir fluttu með sér blandaðist afrískum trúarhugmyndum, sem kemur m.a. fram í því að á kaþólskum dýrlingahátíðum dansa Grænhöfðaeyjamenn frjósemisdans, sem er hefö- bundinn afrískur trúarsiður. Arið 1975 fengu eyjarnar síðan sjálfstæði sitt frá Portú- gal og þá hófust heimamenn handa við að reyna að koma einhverju lagi á bágborinn efnahag landsins. Eyjarnar eru í þurrkabeltinu svokallaða, þurrkar herja þar reglulega, en þurrkatímabiliö sem nú hefur staðið í 15 ár er þaö lengsta sem vitað er um. Efnahags- ástandið er að vonum slæmt, landbúnaðurinn sem var þeirra aðalatvinnuvegur er nánast í rúst vegna þurrkanna. Þeir fá um helming þjóðartekna sinna gegnum þróunaraðstoö, sem er með meira móti m.a. vegna þess að eyjarnar eru hernaðar- lega mikilvægar og þeim hefur tekist aö vega salt á milli stór- veldanna og þiggja aðstoö úr báðum áttum. — Hvernig var fyrir þig, hvíta konu, að koma til þessa lands? Þetta var [ fyrsta sinn sem ég dvaldist í landi þarsem ibúarn- ir eru velflestir öðruvísi á litinn en ég. Því var þaö ég sem var öðruvísi í útliti og ætli þaö hafi ekki verið dálítið holl reynsla. Þetta kom ágætlega fram þeg- ar túlkurinn hans Gísla sagði við mig að ég væri að missa lit- inn þegar óg fór að roöna og flagna í sólarbrælunni. Viö töl- um um það að fá lit, en þarna heitir það að missa litinn og segir það sína sögu. En það var fátæktin sem hafði mest 27

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.