Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 31
— Þessar nýju hugmyndir sem Ingibjörg
talar um, eru það ekki hugmyndirnar um
kvennamenninguna?
Jú, og þaö er rétt sem Ingibjörg segir aö
þær vöktu strax í upphafi mikla athygli og
deilur, bæði meöal hægri og vinstri
kvenna. Vinstri konunum fannst þarna
hróflaö viö grundvallarskoðunum sínum í
pólitík og þá líka kvennapólitík. Sam-
kvæmt sósíalisma eru konur flokkaðar í
borgaralegar konur og verkakonur. Þessir
tveir hópar eiga aöeins fátt sameiginlegt.
Hins vegar er margt sem skilur þá aö. Sér-
staklega ólík séttarstaða sem veldur því
raunar aö hóparnir eiga að vera andstæð-
ingar. Rauðsokkahreyfingin hafði þessa
skoðun að leiðarljósi eftir 1974 þegar hún
tókuppkjörorðið, „Kvennabaráttaerstétt-
abarátta og stéttabarátta er kvenna-
barátta". Margar konur sem stóðu að hug-
myndinni um kvennaframboð 1981 voru úr
Rauðsokkahreyfingunni. Hreyfingin var
þá orðin þröngur marxískur hópur en eins
og þú veist, leggja harðir marxistar mikla
áherslu á að útmála hversu borgaralegar
konur séu vondar og heimskar. Mér finnst
þeir hafa tileinkað sér hráar hugmyndir
Halldórs Laxness um borgaralegar konur.
Hann lýsir þeim m.a. svo í Alþýðubókinni:
,,þær kunnaekki neitt, getaekki neitt, vilja
ekki neitt, vita ekki neitt, hugsa ekki
neitt. . ." Mér finnst enn áberandi svipuð
viðhorf hjá mörgum sósíalistum. Sjálft orð-
ið kvennamenning varð líka mjög viö-
kvæmt mál hjá mörgum. Svo mjög aö þaö
mátti ekki heyrast í stefnuskrá Kvenna-
framboðsins. Ég held að það sé ekki kom-
ið þar á blaö ennþá.
— Var það kannski þess vegna sem þú
hcettir þátttöku í Kvennaframboðinu?
Fannst þér við ekki ganga nógu langt?
Ja, ég varð afar hissa á þessu öllu sam-
an og það varð til þess að ég ákvað að
koma ekki nálægt þessum málum í nein-
um samtökum eöa hópum. Starf mitt þar
myndi bara vekja deilur og það vildi ég síst
af öllu. Ég var búin aö sjá nóg af ósam-
komulagi og deilum í kvennahópum allt frá
stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar 1970.
Þess vegna dró ég mig í hlé og fór að
skrifa um kvennapólitík. Tilfinning mín fyrir
þessu sumri er þess vegna ekki í þá veru
sem Ingibjörg talar um. Mér fannst miklu
fremur að enn einu sinni hefði ég brotlent.
— Hvað áttu við með því?
Nokkrum árum áður fór ég aö starfa í
Alþýðubandalaginu í Kópavogi og var kos-
in bæjarfulltrúi vorið 1974. Það var þegar
stóru karlarnir á þeim bæ litu hýru auga til
Rauðsokkahreyfingarinnar og sóttu þang-
að „heppilegar" konur. Ég var ein þeirra
og lét tilleiðast aö fara í framboð, hélt eins
og konur í stjórnmálum gera yfirleitt að
þær ættu að verða til nokkurs gagns. Láta
gott af sér leiða. Óðar en varði komst ég aö
öðru, þó ekki fyrr en ég hafði rekist harka-
lega á veldi „Stóra bróöur". Þá loksins
skildi ég leikreglurnar í flokkapólitíkinni,
tók sósíalismann til rækilegrar endurskoð-
unar m.a. með tilliti til kvenna, sagði af mér
bæjarfulltrúaembættinu 1979 og sagði
mig úr flokknum. Allt var þetta meiriháttar
brotlending en um leið mikil frelsun. Það
var eins og Esjunni hefði verið létt af herð-
um mér.
— Hvencer kynntist þú hugmyndunum um
kvennamenningu?
Um þetta sama leyti. Haustið 1978 fór
ég að starfa í kvennahópi í Norræna sum-
arháskólanum og þar bar þessar hug-
myndir mjög á góma. Margar konur í
Skandinavíu voru þá sem óðast að endur-
skoða kvennabaráttuna. Margar vinstri
konur höfðu lent í svipuðum árekstrum og
ég við karlana og karlveldi vinstri flokk-
anna. Ég hreifst strax af þessum hug-
myndum, mér fannst ég finna í þeim e.k.
týndan hlekk. Veturinn 1980—'81 sökkti
ég mér enn betur ofan í þessa hluti og
kvennapólitík yfirleitt. Ég dvaldist þá í
Sviþjóð og las kvennasögu við Háskólann
í Gautaborg og starfaði í Forum för kvinno-
forskning. Allt var þetta eins og heljar-
mikil vítamínsprauta, mjög kærkomin eftir
hina þrúgandi og þröngsýnu pólitík sem
ég hafði tekið þátt í heima.
— Þó hugmyndafræði kvennamenning-
arinnar hafi fengið töluverðan hljómgrunn
hin síðari ár þá er hún í sjálfu sér ekki ný,
eða er það?
Nei, þessar kvennamenningarhug-
myndir eru síöur en svo nýjar af nálinni.
Mér sýnist að konur á fyrra skeiði kvenna-
baráttunnar hafi verið að velta fyrir sér
svipuöum hlutum um 1920—30 og leng-
ur. Þaö sést þegar fariö er að skrifa um
þessar konur og hvað þær voru aö gera.
Ein þeirra var sænska skáldkonan og
kvenréttindakonan Elin Wágner. Hún lifði
frá 1882 til 1949. 1941 kom út eftir hana
bókin Váckarklocka sem er um mæðra-
veldi og kvennamenningu. Alveg yndisleg
bók, hugljúf og full af lífsvisku enda er þar
skynsöm og reynd kona að útskýra fyrir
öðrum yngri og óreyndari hin eilífu og ein-
földu lífssannindi. Þar gegnir konan og
móðirin miklu hlutverki. Elinu verður tíð-
rætt um „hinn kvenlega kraft (dynamik)"
og ekki að ástæðulausu. Helsti talsmaður
kvennamenningar á Noröurlöndum núna
mun vera félagsfræðingurinn Berit As.
Hún notaði fyrst þetta orö árið 1973 og
segist hafa valið þaö eftir langa umhugsun
af því að það skýri best að til séu verð-
mæti, lífssýn og heimsmynd sem konur
eiga sameiginlega en sem körlum er ill-
skiljanleg eða ósýnileg meö öllu.
— Voru þessar hugmyndir um kvenna-
menningu ekki mikil umskipti fyrirþig? Þú
hafðir jú tekið þátt í því að ýta Rauðsokka-
hreyfingunni úr vör og varst íþeim hópi sem
tók þá afstöðu á Skógum árið 1974, að
kvennabarátta væri stéttabarátta og stétta-
barátta kvennabarátta.
Jú, en eins og ég sagði áðan hafði ég
verið að komast aö því smám saman, að í
því sem Alþýðubandalagið og aörir vinstri
hópar kalla sósíalisma er ekki allt gull sem
glóir. Við konurnar þar festumst líka um
sinn í gömlu byltingar „lausnunum" á
vandamálum kvenna. Ég á við það að
flytja sem mest af heimilisstörfunum út af
heimilinu. Sameiginleg þvottahús, mötu-
neyti o.s.frv. Lengra náði umræðan ekki í
Rauðsokkahreyfingunni, ekki meöan ég
var virk þar fram til 1976, og ég held aö
hún hafi staðið í stað aö þessu leyti þar til
hún lognaðist útaf 1982. Mér fannst ég
komin I blindgötu og leið illa. Þar var eitt-
hvað mikiö að og stundum eins og hol-
hljómur í öllu saman. Ég veit að ég var ekki
ein um þessa tilfinningu, þar vorum við
margar ásama báti. Það var hins vegar við
ramman reip að draga þar sem var Flokk-
urinn. Frjáls hugsun — í kvennapólitík
sem öðru — var ekki ævinlega vel séð.
Hollustan við Flokkinn viröist mér hafa
orðið kvennapólitíkinni yfirsterkari hjá
mörgum vinstri konum.
— Þú ert þó ekki þeirrar skoðunar að
Rauðsokkatímabilið sé glataður tími?
Nei, alls ekki og engin ástæða til aö
afsakasig fyrir hann. Fyrir mig og áreiöan-
lega margar aðrar konur var nauðsynlegt
að fara í gegnum þetta stig í kvennapólitík
og kvennabaráttu og Rauðsokkahreyfing-
in var virkilegt hreyfiafl og kvennavakning
sem hefur skilað miklum og góöum
árangri. Nú er aftur á móti eins og þessi
hreyfing sé eitthvert feimnismál. Ég tel
þetta afar varhugavert. Mér viröist að enn
sé verið, meövitað og ómeðvitaö, að
þurrka út ákveðinn þátt í kvennasögunni.
Ungum konum nú sé sagt aö þessar Rauö-
sokkur hafi bara veriö hálfvitlausar kelling-
ar. Best að vita ekkert af þeim. Allt annað
sé uppi á teningnum í dag. Nú er allt svo
nýtt og ferskt, kvennaframboö, kvenna-
menning o.s.frv. Þetta héldum við líka fyrir
15 árum. Þá fannst okkur kvenréttinda-
konurnar fyrr á öldinni ekkert spennandi.
Viö, þaö var nú eitthvaö annað. Viö vorum
svo frumlegar og skemmtilegar. Við vor-
um aö koma fram meö eitthvaö glænýtt.
Annars man ég að mér brá í brún á stofn-
fundi Rauðsokkahreyfingarinnar í
Norræna húsinu 1970 þegar Anná Sigurð-
ardóttir sagði eitthvað á þessa leið: „Já,
en stúlkur, af hverju komuð þiö ekki til
okkar, við erum búnar að segja þetta allt
áður". Ég mundi þetta alltaf síðan. Mér
fannst mjög mikilvægt að konur í kvenna-
baráttu viti, skilji og kunni að meta hvað
hefur gerst áður því aö annars eru þær
alltaf að byrja upp á nýtt. Það sem er að
gerast núna, — kvennaframboð, kvenna-
menning, kvennarannsóknir — er rökrétt
framhald af starfi Rauösokka og annarra
kvenfrelsiskvenna og samtaka. Mér sýnist
að þaö megi stikla á nokkrum meginvið-
burðum sem hver verður í framhaldi af
þeim næstaáundan. 1970er Rauðsokka-
hreyfingin stofnuð, 1975 næst, fyrir frum-
kvæði þeirra, samstaða um kvennaverk-
fallið eöa kvennafríið. Þaö varö mörgum
konum lyftistöng og átti áreiðanlega mik-
inn þátt í að við fengum Vigdísi fyrir for-
seta. Það aftur hefur vafalítiö stuölaö aö
því aö konur fóru aö hugsa sér til hreyfings
fimm árum síðar að bjóöa fram sérstaka
kvennalista. Og nú hefur það gerst.
— En nú var Rauðsokkahreyfingin lögð
niður á svipuðum tíma og Kvennaframboð-
31