Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 6

Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 6
*- 4 leyfa barninu aö uppgötva heiminn, tekur mamman að sér miðilshlutverk og færir því heiminn á disk. Allt og sumt sem barnið lærir er að aðlagast viðbrögðum, vænting- um móður sinnar. Byrði barnsins Það hlýtur að vera hægt að endurskoða hvaö það er að vera gott foreldri án þess að vera of neikvæður. Germaine Greer lét í það skína í bók sinni Kvengeldingurinn að það þurfi ekki að ala börn upp, þau sjái um sig sjálf svo fremi sem líkamlegum þörfum þeirra sé fullnægt. En það er auð- vitað öllum Ijóst að börn þarfnast virkrar þátttöku fullorðinna á þroskaskeiði sínu. En fullorðna fólkið þarf að draga sig í hlé og gefa barninu svigrúm til að mynda eigin sambönd, fikra sig sjálft áfram. Barnið þyrfti að vera án þeirrar byrðar, sem ,,vel- uppalið” barn þarf að bera, svo sem þeirr- ar að uppfylla óskir foreldra sinna fremur en sínar eigin og þeirrar að þurfa að endur- gjalda botnlausa ást og fórnfýsi — þá byrði að vera uppbót í lífi annarra. í stað þess að vera öðrum til sóma, fengi barnið að vera sjálfu sér til sóma. Þeir foreldrar sem trúa á goðsögur, trúa því að barn þarfnist ástar, skilnings, hand- leiðslu og umfram allt öryggis og að engir utan þeir sjálfir séu þess umkomnir að veita barninu þetta. Svona foreldrar eru seint reiðubúnir til að viðurkenna að þeir sýni barninu of miklaathygli. í nafni örygg- is (umfram allt má barnið ekki finna til óöryggis!) má barnið ekki reyna að klifra í stiga, fá áður óséða barnapíu eða sofa annars staðar en heima hjá sér. í nafni öryggis er barninu neitað um hornstein allrar þekkingar, hið óvænta. Og til að auka öryggistilfinningu barns síns, telja foreldrar sig þurfa að vera yfirvegaðir, skaplausir og sjálfum sér samkvæmir fram í rauðan dauðann. Dæmi um slíka for- eldraeru þeir sem ekki sýna reiði þótt upp- áhaldsbókin þeirra sé rifin í tætlur heldur setjast niður með barninu og útskýra hvers vegna sumt sé leyft og annað ekki, rétf eins og barnið væri fullþroska einstak- lingur. Þessir foreldrar skipta ekki skapi, þeir rífast t.d. aldrei svo barnið heyri til. í stað þess að sýna einlægar tilfinningar, mannlega hegðun, snúa þeir snurfusaðri sparihlið að barninu. i nafni öryggistilfinn- ingar barnsins eða til að upphefja sjálf sig og fegra? Er ástin ofbeldi? Eftirfarandi tilvitnun lýsir vel þeirri teg- und ástar, sem hér er verið að lýsa og end- urskoða: „Mikilvægasta verkefni okkar er að veita barninu móðurást og hlýju. . . við verðumalltafaðveratilstaðar. . .efviðer- um ekki sá öxull, sem líf barnsins okkar snýst um, þá hefur okkur mistekist.” Þessi tilvitnun kemur frá alheimsráðstefnu um velferð bana, sem haldin var árið 1958 og er því nærri aldafjórðungs gömul. Við myndum flestar taka undir hana. En er það ást að gera sjálfa sig að miðpunkti tilver- unnar, þeim „öxli, sem allt snýst um”? Er þaö í raun og veru ást, sem kemur foreldr- um til að verja barn sitt öllum áföllum, smá- um sem stórum í stað þess að leyfa þeim að takast á við þau sjálf? Er ekki flest þaö sem fellur undir „umhyggju” foreldra bara virðulegt nafn á kröfu um eignarrétt? Bestu foreldrarnir eiga þægustu börnin. Þýðir ekki þessi setning aðeins það, að þeim foreldrum hefur tekist best upp, sem hafa aðlagað barnið rækilega að eigin skoðunum og kröfum? Sálfræðingurinn R. D. Laing hefur haldið því fram að ást af þessu tagi ætti meira skylt við ofbeldi en , kærleika: „Allt frá fæðingu verður barnið V að þolaofbeldi sem nefnt er ást, alveg eins og foreldrar þess, ömmur og afar urðu að gera. Þetta ofbeldi beinist fyrst og fremst að því að eyðileggja þá eiginleika sem I barninu kunnu að búa. Eyðileggingin tekst oftast nær. U.þ.b. sem barnið hefur náð fimmtán ára aldri er það orðið eins og hin- ir, hálfrugluð mannvera sem hefur aðlag- ast hálfruglaðri veröld, þetta er það sem við köllum að vera normal. Ást og ofbeldi ættu að vera andstæður. Ofbeldi heftir frelsi, þvingar aðra til að gera það sem þeim er á móti skapi án tillits til tilveruréttar eðaeiginleika. Ástin hins vegar lætur ífriði hlýlega og af tillitssemi. Viö erum að eyöi- leggja hvort annað með ofbeldi grímu- klæddu sem ást.” (The Politics of Experi- ence”) Ef við einhvern tíma lærum að gefa börnum okkar svigrúm og frelsum þau undan þeirri kúgun sem þau búa viö í nafni móðurástar, þá fyrst getum við sagt að við elskum án ofbeldis. Þeirra frelsun yrði um leið okkar frelsun undan oki goðsagn- anna. (Þessi pistill er stytt endursögn á grein- inni The Myth of Motherhood, eftir Lee Comer, enska kvenfrelsiskonu, sem á þrjú börn. Ms) 6

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.