Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 7
QQQQQQQQQQQQIQQQQQQ QQQQQQQ Q
-7T
Skrafskjóðan
~R3S^
f
/
-------------------------------------
Hálfslompuö og úrill lem ég vekjarann og magna upp I
mér eínhvern þann lífskraft sem getur dregiö mig á lappir.
-Hvaðan hann kemur veit ég ekki, en einhvernveginn tekst
mér aöjfehna upp skjáina og finna það sem til þarf; illa
“lyktandi íshúsgallann frá deginum áður. Ég læöist út, til aö
vekjaekki dóttur mína, hún sefur ein í 1—2 klukkutímaeftir
að eg ér farin. Þaö er þaö versta, því ég veit hún er myrk-
-fælin og þó stutt sé í næsta hús, þar sem hún hefur athvarf,
er þaö nógu langt fyrir myrkfælinn 6 ára telpuhnokka.
- Stimpilklukkan skellir þrykki á miðann merktan mér og
jiokkrar álíka syfjulegar konur bjóöa góöan dag. Verkstjór-
inn skipar mér til borðs númer 19, þar sem ég verð ein með
-blessuðum, elsku fiskinum næstu fimm klukkutímana.
r
Seremóníur upphafs vinnudagsins eru í fullum gangi allt í
----kringum mig, bökkum snúiö við, stólar teknir niöur, vatni
sprautað yfir borð, og biðröð hefur myndast við heitavatns
kranann. Ég tek fram bleika dollu, líklega undan þvotta-
____eða mýkingarefni (þeir eru makalaust nýtnir hérna) og stilli
mér upp í röðina. Þar hlera ég hvað er títt, hvar flotinn held-
----ur sig, hvernig aflast og eitt og annað markvert. Ég príla
upp á stól og tekst á við fyrsta flakið.
Æ, drottinn minn dýri. Þetta er nú meira ruslið. Fiskurinn
____er tættur og ormétinn. Þetta þýðir; engin nýting, enginn
bónus, lægra kaup. Ég reyni að gleyma og held áfram, um
----að gera að reyna, bara þrauka milli hléa og viti menn ég
ranka við mér þegar bjallan glymur 08.20; pása í 8 mínútur.
“Allflestar konurnar taka á rás fram í kaffi og sígarettur, sem
____uppnefnt hefur verið verkamannaspeed. Ég með.
Síðan tekur það sama við, en ein tilbreytingin og jafnvel
——mest spennandi augnablik dagsins er þegar annar verk-
stjórinn kemur svífandi í salinn með hvíta/gula og brúna
miða sem tjá þér afrakstur gærdagsins. í þetta sinn var
____það bara harla gott, 345 krónur. Ég held það sé metið hjá
mér. 345 krónur aukalega fyrir 5 klukkutíma leiðindapúl. O
----jæja. Verra hefur það verið. Fyrstu vikurnar var ég oftast
innan viö 100 krónur á dag.
Þegar bjallan öskrar aftur; kaffi kl. 09.40 hleyp ég sem
____fætur toga heim, til að gá að barninu. Hún er þá farin yfir
og ég læt undan freistingunni og dembi mér líka inn hjá
——grannkonu minni. Þar eru þær allar saman þessar elskur
og mér hlýnar lítillega um hjartaræturnar. Lítillega? Já, það
þarf svo óskaplega mikið til að hlýja fiskverkunarkonu eins
og mér um hjartarætur, þær eru allt að því botnfreðnar á
köflum. Kl. 10.00 er síöan aftur gjallað. Ég er löngu hætt að
——þola þetta skerandi hljóð, sem hringir mig út og inn. Það er
ég viss um að forstjórinn hefur ekki svona bjöllu yfir sér,
----sem segir honum hvenær hann á að drekka kaffi, hvenær
hann á að slaka á með fæturna teygða frá sér, hvenær
Ég djöflast af stað. Lifnar nú aðeins yfir mér, kannski fæ
ég eitthvaö fyrir þetta stríð. Ég næ að Ijúka þessu á met-
tíma, skólpa af borðinu og kem mátulega heim til að taka—
á móti stelpunni úr skólanum, rennblaut og fisklyktin alveg
að drepa alla. Aldrei myndi ég éta fiskborgarana sem unnir~
eru úr blokkinni sem við vinnum. Aldrei. Fyrr æti ég skóinn
minn, hann er ekki eldri, eða verr lyktandi.
Dásamlegt er að vera kominn heim. Raunar er hellingur_
að gera hjá mér í dag og næstu daga, en það er ég sem ræð
ferðinni. Enginn bjalla sem orgar á mig. Ég fæ mér kaffr-
þegar ég vil og held mínu striki þrátt fyrir það.
Klukkan fjögur fer ég aftur á vinnustaðinn. Og það ef
alltaf jafneinkennilegt að koma þangað á betri buxunum_
Launaumslagið bíður þarna merkt mér og ég opna það
titrandi höndum. Eins og ég búist við því að út velti einhver-
summasem orð er á gerandi. En það er alltaf samasjokkið.
Að þessu sinni fæ ég greiddar krónur 2.542,10 fyrir vikuna.-
Ég var búin að gleyma að í síðustu viku byrjuðum við_
tvisvar klukkan 8 og unnum ekki laugardaginn, það munar
5 næturvinnutímum eða 674,45 krónum. Auk ögn meirh-
bónuss.
Og ég spyr sjálfa mig. Hvernig? Hvers vegna? Hvað?~
Hvernig á ég nú að fara aö, (og þó á ég mann sem þénar_
alveg sæmilega þessa stundina, a.m.k.?)
Hvers vegna er þetta starf svona hrásmánarlega illa—
launað?
Var ekki talað um undirstöðuatvinnuveg einhvern tíma?-
Hvernig fara þær einu, — einstæðu mæðurnar að? _
Hvernig geta þær sumar verið í þessu allan daginn, alla
daga? -
Hvers vegna láta konur bjóða sér þetta?
Hvers vegna er ekkert gert? Hver á að gera það?
Og mitt í allri spurninni verð ég svo reið. Svo ill og voncL
og gufubrjáluð að ég snýst á hæli og storma út. Ég æði af
stað í gönguferð til að gleyma mér smátíma.
En meðan mér rennur reiðin hugsa ég: Einhvern tíma,
einhvern tíma, sjáið þið til, verður þetta öðruvísi. Það skair
Og ef ekki, þá ábyrgist ég ekki gerðir mínar.
Ég ferheim, býtil mat, háttamigog barnið, lesgóða bók
og fer að sofa til að takast á við næsta dag.
Mín síðasta hugsun er að nú þarf ég virkilega að drífa í
því að skrifa Veru. Hvað á ég að skrifa, á ég ekki að reyna-
að vera soldiö fyndin og skemmtileg?
Andskotinn sjálfur!
Þegar ég er í þessu hugarástandi er það bara ekki hægtÞ
Enda sé það í lagi. Ég er reið, ung kona. Einu sinni þótti þaö
fínt, en það er það kannski ekki lengur?
hann á að líta uþþ, ef hann vill ekki missatekjurnar. Enginn
Jætur bjóða sér svona nema kona. Kona úr verkamanna^-
stétt.
- Stundum reyni ég að fitja upp á þessu við hinar konurn'-
ar. Þær eru jafn gramar mér útaf kaupinu, en. . .
Æ, hvað er til ráða?
_ í þessum svartnættishugleiðingum átta ég mig á því að_
nú hef ég aftur orðið of sein að reikna út hvað ég eigi að
-taka mikinn fisk í viðbót. Þarna er þá nýbúið að demba full—
um bakka á borðið og klukkan orðin þetta margt. Og ég ein
~á borði og þarf að þrífa það vel, því ég kem ekki eftir mat.-
_ „Þetta er gert fyrir þig svo þú fáir örlítiö meiri bónus“ er_
vanaviðkvæðið hjá verkstjóranum. Takk! takk! Ég kemst af
-án þess. -
Hanna Lára Gunnarsdóttir
7