Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 11
»
*
Hin
ósýnilega
veröld
Það undarlega við þessa
veröld — ja er það nú annars
svo undarlegt? — veröld
kvenna i þróunarlöndum er
það, að hún hefur til skamms
tíma verið ósýnileg.
Fyrstu áratugina eftir síðari
heimsstyrjöldina, þegar ný-
lenduþjóðir Asíu og Afríku
hlutu sjálfstæði, átti að byggja
upp nýja fagra veröld velsæld-
ar. Það var ekkert mál. Það
þurfti bara að auka frelsi í við-
skiptum og efla þau, gera áætl-
anir, veita styrki og lán og þró-
unaraðstoð, senda út vest-
ræna sérfræðinga, mennta al-
þýðu manna og þá myndi allt
koma af sjálfu sér með tíð og
tíma. Þróun var lausnarorðið
og með þróun var átt við fram-
þróun, öfugþróun eða afturför
var í raun óhugsandi. Reyndin
varö líka sú að víðast hvar urðu
nokkrar framfarir mældar í
hagvexti. Skýrslur sýndu að
tekjur á mann jukust í flestum
löndum, en skýrslurnar sýndu
líka að hagvöxtur og almenn
velmegun jókst mun meira á
Vesturlöndum og að bilið á
milli rikra þjóða og snauðra
breikkaði. Þeir sem ráða ráð-
um heimsins urðu að læra þá
bitru lexíu, að hagvöxtur er
engin trygging fyrir almennri
velmegun og að aukin fæðu-
framleiðsla í heiminum kemur
ekki af sjálfu sér í veg fyrir
hungurog næringarskort. Þeir
urðu að horfast í augu viö það
að hin fagra nýja veröld lætur
standa á sér, eymd og hungur
eru enn örlög milljóna jarðar-
búa. Þótt þjóðir heims hafi
flestar orðið ríkari eru fátæk-
lingar sem ekki eiga fyrir brýn-
ustu nauðsynjum fleiri en
nokkru sinni fyrr.
Þetta varð til þess að vest-
rænar ríkisstjórnir og alþjóða-
stofnanir með Alþjóðabank-
ann í broddi fylkingar ventu
sínu kvæöi í kross — nú skyldi
tekin upp ný stefna — nú skyldi
stefnt að því að sjá öllum jarð-
arbúum fyrir undirstöðu þörf-
um, fæðu, klæði, hreinu
neysluvatni, húsaskjóli og
öryggi. Slagorðið var Basic
Needs — undirstöðuþarfir!
En þá brá svo við að þessi
veröld, veröld kvenna í þróun-
arlöndum, kom í Ijós, þegar
sjónum var beint að hinum fá-
tækustu!
Úr
skúmaz
skotinu
við
eldstóna
Sú kona, sem mestan þátt
átti í því að leiða konuna í þró-
unarlöndum úr skúmaskotinu
við eldstóna, þar sem hug-
myndaheimur karlasamfélags-
ins hafði fundið henni stað,
fram á svið líðandi atburða var
danski félags- og hagfræðing-
urinn Ester Boserup, sem hef-
ur stundað merkilegar rann-
sóknir í þróunarlöndum og
starfað lengi hjá Sameinuðu
þjóðunum. í bók sinni
Women’s Role in Economic
Development (Hlutverk
kvenna i efnahagsþróuninni),
sem kom út 1970 og hefurver-
ið þýdd á fjölda tungumála,
m.a. á dönsku og sænsku
(Kvinna í u-land), sýnir hún
fram á að alls staðar í þróunar-
löndum gegna konur veiga-
miklu hlutverki í framleiðslu-
störfum, þótt lítið fari fyrir þeim
í opinberum skýrslum, enda
eru þau oftast ólaunuð land-
búnaöarstörf, sala eigin afurða
eða handavinna á mörkuðum
og tilfallandi störf af ýmsu tagi.
Rannsókn Esterar Boserup
leiddi ekki aðeins I Ijós að störf
kvennanna eru mikil að vöxt-
um heldur einnig að verulegur
munur^er á hlutverkum kvenna
í framleiðslunni eftir heimshlut-
um. Hún komst að þeirri at-
hyglisverðu niðurstöðu að
verkaskipting milli kynjanna í
landbúnaði ráðist ekki fyrst og
fremst af hinum menningar-
bundnu hugmyndum um hvað
sé rétt og eðlilegt út frá líffræði-
legum hlutverkum þeirra, held-
ur skipti eignarfyrirkomulag á
jörðum og samsetning vinnu-
aflsins meginmáli. Þannig
Verkaskipting í landbúnaði í Afríku
Störf Hlutfall af heildar- vinnustundum Karlar Konur
Fella tré og stika út akra 95 5
Bylta jaröveginum 70 30
Sá og setja niður græðlinga 50 50
Losa um jarðveginn og reyta illgresi 30 70
Skera upp 40 60
Flytja uppskeruna heim af örkunum 20 80
Koma uppskerunni fyrir til geymslu 20 80
Vinna úr uppskerunni 10 90
Flytja og selja umframbirgðir á markaði 40 60
Klippa og snyrta ávaxtatré og runna 90 10
Sækja vatn og eldiviö 10 90
Brynna búsmalanum og hreinsa kvíar 50 50
Veiða 90 10
Fæða oa annast börn. karla oa aldraða 5 95
Eftir: UNCA: Women of Africa, Today and Tomorrow. 1975.
11