Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 21

Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 21
 BÖRN BÖNNUÐ Á ALÞINGI! Ljósmynd Einar ÓL Fæðingarorlof á dagskrá Yfirleitt er heldur fámennt á svölum Al- þingis, en þó ber viö að áhuga- og hags- munahóþarfjölmenni á þallana þegar rœdd eru mál sem þeim tengjast, eins og t.d. líf- fræðingar og annað áhugafólk um umhverf- ismál og náttúruverndþegar lífríki Mývatns og áhrif kísilvinnslu þar á var til umrœðu. Einnig má nefna að kennarar hafa að und- anförnu verið tíðir gestirþegar staða þeirra og kjör hafa verið á dagskrá. Eins og vera ber hefur þetta fólk alltaf mætt kurteislegu viðmóti. En svo hefur því miður ekki verið um alla gesti sem heimsótt hafa hið háa Al- þingi. Þegar frumvarp um lengingu fæðingarorlofs var á dagskrá 11. des. kom á annan tug ungra mæðra til að fylgjast með umræðunni um það mál. Mörg börn voru þar eins og liggur í augum uppi, því ekki verða korna- börn skilin eftir ein heima. Þótti þingmönnum sem nokkur ókyrrð hlytist af börnunum og forseti efri deildar gerði athugasemdir í þá veru. Sigríður Dúna benti þá á að mæður með ungabörn hlytu að hafa sama rétt og aörir til að fylgjast með umræöum á Alþingi og sagði jafnframt aö umgangur þingmanna í salnum truflaði sig meira en börnin. Mæðumar fengu heldur kaldar kveðj- ur af hálfu þingvarða og nokkrum var meinaöur að- gangur að húsinu. Síðan hefur spurst að börnum sé ekki lengur heimill aðgangur að þingsvölum, sem úti- lokar þar með stóran hóp þjóðfélagsþegna frá því að fylgjast beint með framgangi mála, þ.e. mæður barn- anna. Úr þremur mánuðum í sex Frumvarp um lengingu fæðingarorlofs var áður flutt á síðasta löggjafarþingi en náði þá ekki fram að ganga og var nú endurflutt óbreytt í öllum helstu atriðum. Meg- inmarkmið þess er að koma til móts við breyttar þjóðfé- lagsaðstæður hér á landi og tryggja velferð barna og foreldra þeirra eftir fæðingu barns. Helstu breytingar frá núgildandi lögum eru þær að í fyrsta lagi miðar það að lengingu fæðingarorlofs úr þremur mánuðum í sex fyrir allar konur. í öðru lagi að fæðingarorlofsgreiðslur miðist við full laun foreldris þannig að foreldri verði ekki fyrir fjárhagslegu tapi vegna fæðingar barns. [ þriðja lagi að allar konur fái a.m.k. óskert lágmarksfæðingar- orlof, nú 18.333 kr., án tillits til atvinnuþátttöku. í fjórða lagi að faðir eigi þess kost að taka fæðingarorlof í tvo mánuði með samþykki móður. í fimmta lagi að orlofið lengist um tvo mánuði sé um tvíburafæðingu að ræða og um allt að fjóra eignist kona fleiri en tvö börn. í sjötta lagi miðar frumvarpið aö því að fæðingarorlof verði aldrei skemmra en þrír mánuðir ef móðir lætur barn frá sér vegna ættleiðingar, uppeldis eða fósturs, svo og ef barn fæðist andvana.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.