Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 28

Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 28
Ljósmynd: Sigríður Dúna áhrif á mig. Að horfa upp á þessa ógnvekjandi fátækt og deyjandi börnin, meðan þeir sem höfðu það sæmilegt óku um á lúxusbílum. Ég læröi ein- hvern veginn að lifa við hliðina á fátæktinni og sætti mig við að reyna að leggja mitt af mörkum með mínu starfi, en ég gat aldrei komið því heim og sam- an hvernig hægt var að lifa í lúxus innan um alla fátæktina án þess að hafast að. — Áður en við snúum okkur að konunum á Grœnhöfðaeyj- um, viltu segja frá því í hverju starf ykkar Gísla var fólgið? Rannsóknin var tvenns kon- ar. Annars vegar athugun á ís- lenskaþróunarverkefninu með það í huga að gera tillögur til úrbóta ef með þyrfti. Mann- fræðin getur brúað bilið milli utanaðkomandi aðstoðar og þess samfélags sem fyrir er og þannig lagt ýmislegt af mörk- um til þess að aðstoðin komi að raunverulegu gagni. Hins vegar athuguðum við menn- ingu og samfélag á eyjunum almennt. Gísli einbeitti sér að sjómönnunum, en ég snéri mér að konunum, lífi þeirra og hugsunarhætti. Annars vegar fiskisölukonunum í Mindelo, sem er 40 þúsund manna bær á eyjunni Sao Vicente þar sem við vorum, og hins vegar kon- unum í litlu fiskimannaþorpi suður með sjó á eyjunni, sem heitir San Pedro. San Pedro er 500 manna þorp, þar er lífið fiskur og hvergi stingandi strá í sjónmáli. — Hvernig er staða kvenna á Grœnhöfðaeyjum? Hún er slæm, og virðist fara versnandi þar sem þróunin sem þar á sér stað gengur í ýmsu þvert á hagsmuni kvenna. Það er gríðarlegt at- vinnuleysi á eyjunum, mun meira meðal kvenna en karla og aðgerðir sem ríkisvaldið hefur gripið til hafa komið harkalega niður á konunum. Eftir því sem konurnar segja sjálfar var það þeirra hlutverk að taka allar ákvarðanir varð- andi fjárhag heimilisins, þær áttu og eiga enn að sjá til þess að hver og einn fái sinn mat, þær sáu um fisksöluna, karl- arnir veiddu en þær komu afl- anum í verð. Ég hef sjaldan kynnst öðrum eins reiknings- meisturum og þessum konum, sem unnu við að bjóða í og selja fiskinn á markaðinum í Mindelo. Með sölumennsk- unni sjá þær sjálfum sér og fjöl- skyldu sinni farboða. Mjög margar þeirra eru einstæðar mæður með allt að 11 börn á framfæri auk foreldra sinna, þannig að fyrir þær er ekki lítið í húfi. Það virðist vera þannig á Grænhöfðaeyjum eins og reyndar víðar í Vestur-Afríku að fjölskyldutengslin eru sterk- ust á milli móður og dóttur og það er dótturinnar að sjá fyrir foreldrum sínum í ellinni. Karl- arnir eru meira á faraldsfæti, endasagði ein gömul konavið mig: Konur biðja þess að þær eignist dætur, því synirnir, þeir bara gufa upp. Konurnar eru kyrrar á sínum stað, þær eru kjölfestan og á þeirra herðum hvílir oftast ábyrgðin á velferð fjölskyldunnar. En svo gerðist það 1977 að ríkið stofnaði fisk- sölufyrirtæki, sem kaupir afl- ann af sjómönnunum á ákveðnu lágmarksverði. Þar með var fjárhagsgrunninum kippt undan fjölda kvenna. Þær voru komnar í beina sam- keppni við ríkið í fisksölunni, sjómennirnir þurftu ekki lengur að treysta á þær til að selja fiskinn og þar með fór hagur þeirra versnandi. Þar að auki var þeim gert að hafa sérstakt leyfi til að selja fisk að viðbættu heilbrigðisvottorði. Hvort tveggja kostar peninga og þá eiga konurnar ekki til. Þær eru því margar að selja ólöglega og eiga í höggi við lögregluna sem heldur uppi eftirliti á fisk- markaðinum. Þetta er dæmi um þróun sem kemur niður á konunum og gerir vanda þeirra enn meiri en hann þegar er. — Einstœðar mœður með allt að 11 börn, hvemig kemur slíkt til? Konurnar segja sjálfar að hjúskaparstaða þeirra hafi versnað, allt sé orðið lausara í reipunum en það áður var. í þorpinu San Pedro hefur t.d. ekki verið haldið brúðkaup í 9 ár. Syndin er þar ríkjandi, eins og kaþólski presturinn á eyj- unni orðaði það og hann bætti því við að þetta væri það sem konurnar vildu. Þær eru hins vegar óhressar með ástandið en fá litla rönd við reist. Eftir að fisksalan var tekin frá þeim sjá karlarnir síður ástæðu til að bindast þeim. Þær eru bundn- ar heima hjá börnunum og gamla fólkinu, en karlarnir eru á flakki, fara á milli kvenna, milli þorpa, milli eyja og milli landa í leit að vinnu. Þurrkarnir hafa ýtt undir flakk þeirra, þeir fara þangað sem von er um launaða vinnu. Og eftir sitja konurnar áhorfendur að sínum eigin harmleik. Þær horfa upp á aðgerðir stjórnvalda og breytingar á samfélaginu en geta lítið gert. — Hvernig er það, eru ekki kvennasamtök á eyjunum? Jú en þau virðast vera valda- og áhrifalaus. Þau eru hluti af þessum eina stjórnmálaflokki sem leyfður er og þeim er uppálagt aö vekja konur til vit- undar um sjálfstæði þjóöarinn- ar og hvetja þær til dáða í upp- byggingu efnahagslífsins, jafn kyndugt og það kann að virö- ast miðað við hvaö hin svokall- aða uppbygging efnahagslífs- ins hefur haft í för með sér fyrir 28

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.