Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 32

Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 32
jósmynd: Ms dálknum „Mér er spurn? ef ég man rétt, og var tekin mjög óstinnt upp af mörgum. Já, iá þaö varö allt vitlaust upp á Þjóð- vilja. Eg var blaðamaður þar þetta sumar og ég varpaði þeirri spurningu til Helgu Kress hvort til væri eitthvað sem héti kvennamenning. Og þar með fór umræð- an af stað. Það glóðu símalínurnar á Þjóð- viljanum og mér var sagt að „þeir“ væru alveg vitlausir og hótuðu að segja blaðinu upp í stórum stfl. — Heldur þú að ein af ástœðunum fyrir viðbrögðunum hafi kannski verið sú að með kvennamenningunni kom fram hugmynda- frœði sem konur gátu byggt á pólitískt afl? Auðvitað. Umræðan um kvennamenn- ingu og kvennaframboð kom upp þegar fór að líða að kosningum og menn voru auðvitað hræddir um atkvæðin. — Á árunum l kringum ’81 var kvenna- menningin efst á baugi í kvennarannsókn- um. En núna? Það eru rannsóknir á karlveldinu. Á upp- hafi þess, tilurð og þróun. Konur eru nú að reyna að skilgreina það fræðilega og átta sig á því í öllum þess ólíkum myndum. Við erum að byrja að skilja þessa menningu og það valdakerfi sem við lifum í. — En svo við víkjum að öðru. Efþú lítur til baka, finnst þér þá staða kvenna hafa breyst mikið á s.l. 10—15 árum? Að mörgu leyti finnst mér konur í erfiðari aðstöðu nú en oft áður. Það er nefnilega bakhliðájafnréttinu, einsog Berit Ás hefur réttilega bent á. Konur hafa meðtekið „jafnréttið" og tekið á sig þær auknu skyldur sem því fylgja en fengið fátt í staö- inn. Við getum tekið mjög áþreifanlegt dæmi sem er fjárhagsstaða kvenna. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að bilið milli kvenna og karla hafi breikkað, þ.e.a.s. laun karla eru hlutfallslega hærri, miðuð viö laun kvenna, nú en fyrir 15 árum. Og þetta er ekkert einsdæmi hér á landi. Þetta Ik. X 'lfcl gerist þrátt fyrir mjög aukna menntun kvenna. Við sem stóðum í kvennabaráttu fyrir 10—15 árum höfðum mikla trú á auk- inni menntun og atvinnuþátttöku kvenna en hvorugt hefur skilað þeim árangri sem vonir stóðu til. — Ertu kannski þeirrar skoðunar að jafnréttishugmyndafrœðin breiði yfir þá staðreynd að karlar og konur standa ekki jöfn að vígi? Það eru tveir aðilar sem eigast við, kon- ur og karlar. Karlar eru sterkari aðilinn og konur hinn veikari. Þetta var opinberlega viðurkennt allt fram til 1970 og konur höfðu þá vissa vernd sem þær hafa nú misst. Þegar fólki er veittur einhver form- legur réttur, þá er það alltaf hinn sterkari sem tekur til sín stærsta hlutann. Þetta hefur t.d. verið að gerast í jafnréttismálum því að þar eru það karlar sem draga lengsta stráið. Samkvæmt bókstafnum eru kynin jöfn en það er langt frá því að svo sé í raun. Undir yfirskini jafnréttis hafa nú allar flóðgáttir verið opnaðar fyrir karla. í nafni jafnréttis ekki aðeins mega heldur eiga giftar konur og smábarnamæður að vinna utan heimilis. Það er líka í nafni jafn- réttis að feður krefjast nú æ oftar forræðis yfir börnum sínum við sambúðaslit. Er kannski ekki líka talað um jafnrétti þegar fátækar mæður standa einar uppi með börnin sín og lifa við sult og seyru meðan feðurnir lifa kannski í vellystingum? Hvað ætli þeir séu að burðast með vonda sam- visku? Það er jafnrétti, konurnar vinna úti, þær geta þetta allt saman. Ég fæ ekki bet- ur séð en að eftir þvi sem formlegt jafnrétti kemst ofar á dagskrá, þá aukist vinna og ábyrgð kvenna en skyldur karla minnka að sama skapi. — En er ekki hœgt að segja sem svo að konur geti sjáfum sér um kennt? Þœr hafi krafist jafnréttis? Nei, það er óréttlátt að segja: „Þetta ið varð til, fannst þér það ekkert dapurlegt sem gamalli Rauðsokku? Nei, ég harma ekki að Rauðsokkahreyf- ingin er niðurlögð, ég er í rauninni ánægð með það. Dauði Rauðsokkahreyfingarinn- ar er einmitt dæmi um „dynamík" kvenna- baráttunnar. Hugsaðu þér hvað það hefði verið hörmulegt ef hún hefði lifað áfram sem hálfdauð stofnun. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda. En það er mjög nauð- synlegt að skrifa sögu hennar, og þá á ég ekki bara við atburðasögu heldur líka póli- tíska sögu hennar. — En þú telur sem sagt að þróun Rauð- sokkahreyfingarinnar hafi verið nauðsyn- legur liður í þróun kvennabaráttunnar? Já, en því er ekki að neita að það hefði auðvitað verið mjög spennandi ef hún hefði orðið vinstrisinnuð á forsendum kvenna. Ógæfa Rauðsokkahreyfingarinn- ar fólst í því að við vorum ekki nógu sterkar síðari árin til að verja hana. Ég vona að ég særi enga þó ég segi að hún varð í raun- inni vettvangur róttækra stráka. Ég veit að ýmsar konur eru mér mjög ósammála, en mér fannst öfgafullir strákar vera að ráðsk- ast með hreyfinguna meö því að beita fyrir sig stelpum. Þú mannst nú hvernig þetta var? Eilífar deilur um það með hverjum ætti að ganga á 1. maí o.s.frv. — Það hefur kannski haft sitt að segja fyrir Rauðsokkahreyfinguna að hún var opin karlmönnum? Já, þeir voru með allt frá upphafi og þeir vildu alltaf vera kennarar okkar. Einn úr þeirra hópi sagði einmitt við mig þegar Kvennaframboðið var að fara af stað. „Þetta er ekki rétt. Við þurfum að vera með, við getum kennt ykkur svo mikið“. Þeir eru víst alltaf að leika Arnald og við eigum að leika Sölku Völku endalaust. — En svo við víkjum aðeins aftur að kvennamenningunni. Nú byrjaði umrœðan um hana í Þjóðviljanum sumarið ’81 í 4 ' í i 32

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.