Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 13
Konan er dýrmæt. Karlar eru lítils viröi af því að konan
fæðir af sér fólkið í landinu. Hvað getur karlmaður gert?
Kona elur barn, síðan tekur hún haka fer út á akurinn og
vinnur þar. Hún fæðir barnið með afrakstri vinnu sinnar.
Karlrnaður kaupir bara pálmaolíu. Karlmenn byggja aðeins
hús.
Þetta var haft eftir konu af Tíkar-ættbálki í Kamerún á 5.
áratugnum þegar hún var spurð um það hvers vegna konur
væru syrgðar í 4 daga en karlar væru syrgðir aðeins í þrjá
daga.
i Afríku er það að gefa fæðu nátengt því að framleiða hana
og víða litið á það sem óaðskiljanlegan hlut móðurhlut-
verksins. Móðir — sú sem fæðir — matmóðir.
land undan sameiginlegu landi
og gera það að einkaeign.
Þegar land er sameign þorps,
ættar eða ættbálks er afnota-
réttur bundinn við stofnun fjöl-
skyldu og á að tryggja fjöl-
skyldunni lífsviðurværi. Vel-
megun hennar fer eftir gæðum
landsins og dugnaði og útsjón-
arsemi fjölskyldunnar, ekki síst
konunnar. Þegar karlarnir ná
sér í skika til að rækta afurðir til
sölu eru þeir ekki lengur háðir
konum sínum og þær eiga ekk-
ert hefðbundið tilkall til pening-
anna, sem þeir þéna, nema
þær hafi unnið við framleiösl-
una. Konurnar hafa hins vegar
fengið afnotarétt af landi þegar
þær giftust og á þeirra herðum
hvílir framfærsla barnanna.
Það hefur verið öryggi þeirra
og styrkur. Þær gátu með
dugnaði aflað meira en fjöl-
skyldan þurfti. Með því varð sá
hlutur sem þær skiluðu eigin-
manni stærri og þær voru hon-
um mikilvæg stoð og stytta, og
þær gátu selt eigin hlut á
markaöi og tryggt sér með því
nokkurt fjárhagslegt sjálfstæði.
Þessir möguleikar eru að vísu
enn fyrir hendi en eftir því sem
nútímalegir framleiðsluhættir
ryðja sér til rúms þrengir að
kostum kvennanna.
Ekki hefur það bætt úr skák,
að allt frá því að Evrópuþjóðir
fóru að seilast eftir auðlindum
Afríku á nýlendutímabilinu hef-
ur verið skipulega unnið að því
að lokka vinnufæra karlmenn
úr sveitunum í námurnar, á
plantekrurnar og í verksmiðjur
í stórborgunum. Konurnar
hafa verið skildar eftir í sveitun-
um með börn og gamalmenni.
Það er einmitt í þeim héruðum
sem þessi þróun hefur gengið
lengst að sárustu fátæktina er
að finna.
Hverjir
njóta
góðs
0/1
Hverjir njóta góðs af? Ekki
karlarnir. Þegar til borganna er
komið búa þeir yfirleitt við lé-
legar aðstæður og bág kjör.
Jafnvel þótt þeir fái vinnu, sem
er að veröa æ erfiðara eru
launin hraksmánarlega lág svo
að lítið verður til skiptanna til
að senda heim.
í þróunarlöndum virðist fyrir-
vinnuhugtakið, sem er notað til
að halda niðri launum kvenna
á Vesturlöndum, ekki hafa
slegið í gegn almennt, enda
ekki að ófyrirsynju. Það er ekki
þörf á þvi að reikna með fram-
færslulaunum, vegna þess að
verulegur hluti af framfærsl-
unni er í höndum kvenna. Þær
greiða í raun réttri niður launin.
[ Afríku sjá konur, börn og
gamalmenni um sig sjálf í
sveitum landsins og senda
jafnvel þó nokkuð til karlanna í
borginni. Þegarþeirsnúaheim
í sveitina af því að þeir hafa
misst vinnuna, eða orðið
óvinnufærir taka konurnar við
þeim. Það er ekki þörf á frekari
tryggingum.
í borgunum í öllum heims-
hlutum gildir það sama. Kon-
urnar sjá um verulegan hluta af
uppihaldi fjölskyldunnar með
því að rækta grænmeti í ofur-
lítilli garðholu heima við hús
sín, með því að ala svín eða
hænsni, með því að selja smá-
rétti, sem þær framleiða í eld-
húsum sínum, með bjórbrugg-
un o.m.fl.
Ungu stúlkurnar sem á und-
anförnum tveimur áratugum
hafa fengið vinnu hundruð
þúsundum saman í verksmiðj-
um fjölþjóðafyrirtækja frá
Seoul til Mexíkóborgar, af því
að þær eru fingurfimar og hafa
góða sjón, eru traust vinnuafl
og gera litlar kröfur, verða oftar
en ekki að skila meginhluta
tekna sinna til fjölskyldunnar.
Það er algengt aö þær séu einu
fjölskyldumeðlimirnir með
fasta vinnu og það veldur því
að á þeim er oft gífurleg pressa
að standa sig í vinnunni. Þær
eru nánast neyddar til að sætta
sig við hvað sem er.
Þessir vinnustaðir eru flestir
í löndum sem kennd eru við
„efnahagsundur", lönd eins
og Suður-Kórea, Taiwan, borg-
ríkin Singapore og Hong Kong,
lönd sem farið er að kalla ,,Ný-
lega-iðnvædd ríki“. [ þessum
löndum, eins og í Englandi
forðum, gegna konur veiga-
miklu hlutverki í iðnbyltingunni
með vinnuframlagi sínu. Um
framvinduna hafa þær ekkert
að segja. Kannski hefði hún
orðið skaplegri og kostað
minna í mannlegum þjáning-
um ef konur hefðu mátt ráða
meiru.
Enn er ósvarað spurning-
unni, hverjir njóta góðs af? Það
eru þeir sem eiga fyrirtækin
sem vinna málma, eiga plant-
ekrurnar, verksmiðjurnar, fjöl-
þjóðafyrirtækin — hluthafarn-
ir, sem flesta er að finna á Vest-
urlöndum. Það eru kaupendur
ódýrrar vöru, sem er í raun seld
undirframleiðslukostnaði. Það
erum við.
Þetta ættum við að íhuga,
þegar við ræðum um þróunar-
aðstoð. G.Ó.