Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 37

Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 37
Nám í flugumferðarstjórn Flugmálastjórn hyggst taka nokkra nemendur til náms í flugumferðarstjórn í vor. Skilyrði fyrir inntöku og námi í flugumferðarstjórn er að um- sækjandi hafi lokið stúdentsprófi, tali skýrt mál, riti greini- lega hönd, hafi gott vald á íslensku og enskri tungu og full- nægi tilskildum heilbrigðiskröfum. Námið fer að mestu leyti fram við erlendar menntastofnanir og að hluta sem starfsþjálfun á vinnustöðum hérlendis. Þeir sem áhuga hafa á slíku námi og starfa vilja viö flug- umferðarstjórn sæki umsóknareyðublöð, útfylli og skili ásamt staðfestu stúdentsprófsskírteini og sakavottorði til flugmálastjórnar á Reykjavíkurflugvelli fyrir 23. þ.m. Umsóknareyðublöð liggja frammi á símaafgreiðslu flug- málastjórnar á 2. hæð í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli og á skrifstofu flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli. 6. mars 1985, flugmálastjóri. Laust starf Rafmagnsveita Reykjavíkur auglýsir laust til umsóknar starf deildarstjóra Tölvudeildar. Deildarstjórinn er ábyrgur fyrir rekstri deildarinnar, mótar starfsemi hennar og tekur þátt í stefnumótun í tölvumálum. Tölvudeild hefur nú m.a. yfir að ráða VAX 11/780 með 8Mb minni, ca. 700 Mb diskarými og annast um 60 jarðartæki. Viðamikil notendaforrit eru í notkun sem byggja á gagna- grunni (DBMS) frá Digital, Fortran, FMS, Datatrive, Flow- calc og ritvinnslukerfi. Tölvudeildin er í örri þróun og vinnuumhverfi er eins og best verður á kosið. Verkfræðimenntun og/eða háskólamenntun í kerfisfræði (tölvufræði) er áskilin. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 686222. Þessir aðilar styrktu útgáfu Veru: Ðókaútgáfan Þjóðsaga Þingholtsstræti 27 sími: 13510 Félag vinstrisinnaðra stúdenta í Háskóla íslands. » Kýmdu kaffi! Laugardagskaffin í Kvennahúsinu hafa lukkast stór- kostlega enda verða þau œ fjörugri og fjölsóttari. Um- rœðuefnin eru marghreytt svo allar œtti að langa einhvern tímann! Hér er listi yfir gesti og dagskrá nœstu vikuna. HVAÐ GERÐIST 30. MARS 1949? 30. MARS Pennan dag gekk ísland í Atlantshafsbandalagiá Nokkrar kon- urrifja upp atburði dagsins, m.a. átökin fyrir framan Alþingis- húsið AÐ VERÐA GAMALL íREYKJAVÍK, 13. apríl Hvernig er búið að gamla fólkinu núna, hvað bíður okk- ar sjálfra? Guðrún Jónsdóttir leggur spilin á borðið! HVERNIG MIÐBÆR? 20. apríl Góð spurning! Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fer með okk- ur ískoðunarferð í nokkrar erlendar miðborgir, þ.e. í mynd- um og máli. UMHVERFISMÁL, 27. apríl Hvers vegna skipta umhverfismálin konur svo miklu? Hverju myndum við viljabreyta? Guðrún Ólafsdóttir opnar umrœðuna. GÖNGUFERÐ UM KVOSINA, 4. maí Guðný Gerður Guðmundsdóttir verður leiðsögumaður í gönguferð um gamla miðbœinn, segir frá húsum og hátt- um. Þá verður komið glampandi vor og aldrei betra að leggja götur undir fót. Laugardagskaffin byrja hvern laugardag kl. 13 (nema laugardaginn fyrirpáska, þ. 6. apríl) og varasvo lengisem við viljum. Allir eru velkomnir í Kvennahúsið rétt eins og aðra daga, en við viljum minna á að einmitt þessar óform- legu rabb-samkomur eru ekki síst upplagðar fyrir ykkur, sem viljið forvitnast og kynnast nýju fólki en hafið ekki gert gangskör í að drífa ykkur í Kvennahúsið enn sem kom- ið er. Kvennahúsið er rekið af ýmsum kvennasamtökum og er opið öllum konum. Það er opið virka daga kL 14 til kl 18 og þar er alltaf heitt á könnunnL Símar hússins eru 21500 og 13725. Verið velkomnar í Kvennahúsið. 37

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.