Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 22
Laun en ekki styrkir
Viö umræðuna um frumvarpið tjáðu sig þrír þing-
menn um efni þess. Helgi Seljan og Kolbrún Jónsdóttir
voru fylgjandi frumvarpinu en drógu þó í efa réttmæti
þess að foreldri héldi fullum launum í fæðingarorlofi
eins og launaskiptingu í landinu væri háttað. Því svar-
aði Sigríður Dúna á þann veg að lagðar væru til grund-
vallar þær forsendur að ekkert starf sem foreldri hefði
með höndum úti á vinnumarkaðinum beri að meta
hærra til launa en það starf að annast barn fyrstu ævi-
mánuði þess. Auk þess væru konur fyrirvinnur heimila
rétt eins og karlar og fá heimili hafa efni á að missa ein-
hvers af tekjum sínum við þessar aðstæður. Þá lagði
hún áherslu á að Kvennalistinn myndi aldrei leggja til að
styðja neina þá tillögu sem gerði það að verkum að
konur lækkuðu í launum á einn eða annan máta, síst af
öllu refsa konum með launalækkunum fyrir að eignast
börn. Þær greiðslur sem konur fá í fæðingarorlofi eru
laun en ekki styrkir og liggur sú hugsun einnig til grund-
vallar því að heimavinnandi konur og konur í hlutastarfi
njóti a.m.k. fullra fæðingarorlofsgreiðslna sem lág-
marksviðurkenningu á störfum sínum. Þar með er að
nokkru leyti afnumið það óréttlæti, sem viðgengst sam-
kvæmt gildandi lögum, og í verki viðurkennd réttar-
staða heimavinnandi móður og gildi starfa hennar fyrir
þjóðfélagið í heild, þótt langur vegur sé í að þau verði
að fullu metin til fjár. Árni Johnsen hafði skoðun á mál-
inu og kom henni á framfæri þótt ómálefnaleg væri.
Hann sakaði Kvennalistakonur m.a. um að vera með
frumvarpinu „aðtryggjaeigin rétt“. Þærgetajú áttbörn
konurnar í Kvennalistanum!
meta heimilisstörf til starfsreynslu
Pegar konur fara út á vinnumarkaöinn eftir
jafnvel áratuga reynslu við heimilisstörf og
barnauppeldi œtti sú reynsla að fást viðurkennd
ekki síður en almenn reynsla fengin á vinnu-
markaðinum. Svo hefur pó alls ekki verið og
starfsreynsla við ólaunuð heimilisstörf fengist í
litlu metin.
Heimilisstörf eru þjóðhagslega mikilvæg og á ári
hverju spara heimavinnandi ríki og sveitarfélögum
mikla fjármuni. Því hlýtur að teljast eðlilegt að þessir
aðilar ríði á vaðið varðandi úrbætur á þessu sviði. í því
skyni hafa þingkonur Kvennalistans boriö fram þings-
ályktunartillögu sem er liður í endurmati á störfum
kvenna, þar sem I tillögunni er farið fram á að heimilis-
störf verði metin sem störf og að þeir sem inna þau af
hendi fái þau metin sem starfsreynslu ef viðkomandi
ræður sig til starfa hjá hinu opinbera. Tillagan felur í sér
að þeir sem hafa haft ólaunuð heimilisstörf að aðalstarfi
njóti sama réttar til starfsaldurshækkana og þeir sem
hafa fengið starfsreynslu sína við launuð störf hjá hinu
opinbera, en ein skýring á lágum launum kvenna er
fólgin í því að starfsævi þeirra úti á vinnumarkaðinum er
að jafnaði styttri en karla þar sem þær eru venjulega
bundnar yfir börnum og heimilishaldi einhvern hluta
ævinnar.
Því má segja að tillagan um að meta heimilisstörf til
starfsreynslu sé tvíþætt. Annars vegar felur hún í sér að
heimilisstörfin séu metin eins og hvert annað starf. Hins
vegar að starfsævi þeirra sem um ræðir sé metin í heild,
en ekki aðeins hluti hennar eins og nú er.
Vísir að þessu fyrirkomulagi hefur verið tekið upp
sumstaðar á landinu, t.d. hjá Akureyrarbæ og í Kópa-
vogi.
Sigríður Dúna mælti fyrir tillögunni í lok janúar og
eins og svo oft áður þegar ,,kvennamál“ hafa verið til
umræðu voru aðeins örfáir þingmenn viðstaddir og
fylgdust með. Að þessu sinni frá einum og upp í þrjá
mestan hluta umræðunnar auk þingmanna Kvenna-
listans. En félagsmálaráðherra sem var einn af áheyr-
endum, lýsti fyllsta stuðningi sínum við tillöguna og
málflutning Sigríðar Dúnu, sem að lokum óskaði þess
að afgreiðslu málsins yrði hraðað eins og kostur væri.