Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 18

Vera - 01.03.1985, Blaðsíða 18
Unglingaathvarf Tillaga okkar um aö borgin kæmi á fót neyöarathvarfi fyrir unglinga og veröi til þess 3.6 milljónum á árinu var felld viö endanlega afgreiðslu fjárhagsáætlunar í borg- arstjórn. Bækur í Gerðuberg Tillaga okkar um að bókasafnið í Geröubergi fengi 5.5 milljónum króna meira en gert var ráð fyrir í tillögum meirihlutans, þ.e. alls 15 milljónir til bókakaupa var felld, fékk níu atkvæði. Þetta þýöir að safnið mun ekki uppfylla staðla um bókakost (60 þús. bindi) þegar það opnar árið 1986, sjálft afmælisárið. Launahækkun umfram aðra Það var sem sagt fátt um undirtektir við okkar tillögur alveg sama hvað þær voru sanngjarnar og skynsam- legar! (Allar tillögur Kvennaframboðsins varðandi fjár- hagsáætlun liggja frammi í Kvennahúsinu). Yfirleitt fengu þær öll atkvæði minnihlutans, þ.e. níu atkvæði en þó brá svo við að ekki allir þeim megin gátu tekið undir með okkur. Svo fór t.d. þegar greidd voru atkvæði um það hvort borgarfulltrúar ættu að fá launahækkun umfram aðra launþegar. Kvennaframboðið lagði fram tillögu sem fól í sér að hækkun launa borgarfulltrúa, borgarráðsmanna og annarra fulltrúa í nefndum borg- arinnar væri í samræmi við almenna kjarasamninga, en ekki í samræmi við Kjaradóm sem ákvað 37% hækkun á laun þingmanna og þar með borgarfulltrúa. í tillög- unni var einnig gert ráð fyrir að niður féllu greiðslur bif- reiðastyrkja til sömu manna. Þrír borgarfulltrúar greiddu atkvæði með: Okkar stelpur í borgarstjórn, Guðrún og Ingibjörg Sólrún og svo Guðrún Ágústsdótt- ir, Alþýðubandalagi. Tveir borgarfulltrúar úr minnihlut- anum greiddu atkvæði gegn tillögunni, þeir Sigurjón Pétursson, Alþýðubandalagi og Kristján Benediktsson, Framsóknarflokki. Sjálfstæðismeirihlutinn greiddi sömuleiðis atkvæði gegn tillögunni en aðrir fulltrúar úr minnihlutanum, þ.e. Sigurður E. Guðmundsson, Al- þýðuflokki, Adda Bára Sigfúsdóttir og Guðmundur Þ. Jónsson, Alþýðubandalagi og Gerður Steinþórsdóttir, Framsóknarflokki sátu hjá. Ókeypis matur Kvennaframboðið flutti raunar líka tillögu þess efnis að borgarfulltrúar greiddu sjálfir fyrir kaffi og mat á fundum og töldu kostnað fyrir þessu ekki eiga koma úr borgarsjóði. Pólitískt kjörnir fulltrúar sætu þá við sama borð og aðrir starfsmenn borgarinnar hvað þetta varð- ar. En þessi tillaga var felld og hlaut aðeins atkvæði sjö minnihlutafulltrúanna. ÁFENGISVARNIR úr höndum borgarinnar Reykjavíkurborg hefur afsalað sér starfsemi áfengisvarnadeildar Heilsu- verndarstöðvarinnar í hendur SÁÁ. Drög að samningi borgarinnar við sam- tökin voru samþykkt með atkvœðum meirihlutans á borgarstjórnarfundiþ. 7. mars. Allir fulltrúar minnihlutans greiddu atkvœði gegn þessari ráðstöfun og rökstuddu þá afstöðu sína í umrœð- um, sem voru langar. Það var Páll Gíslason fulltrúi í Heilbrigðisráði sem kynnti samningsdrögin fyrir borgarstjórn. Hann rakti til- drög umræðnanna um að afhenda SÁÁ áfengis- varnardeildina og kom m.a. fram í máli hans að leitað hafi verið álits heilbrigðisráðuneytisins á útboðum á sviði heilbrigðisþjónustu enda gera lög ráð fyrir, að heilsu- gæslustöðvar sveitarfélaganna hafi m.a. áfengisvarnir með höndum. Páll taldi kostina við aö láta SÁÁ eftir deildina þá, aö þjónustan yrði betri og samræmdari, fjármunir myndu nýtast betur, starfsfólk myndi samnýt- ast og skilyrðin fyrir þróun á fjölskyldumeðferð myndu verða betri. Páll lagði áherslu á að ekki væri verið að leggja áfengisvarnadeildina niður heldur tryggja betur störf hennar. Adda Bára Sigfúsdóttir (Alþýðubandalagi), Guðrún Jónsdóttir (okkar fulltrúi), Jósteinn Kristjánsson (Fram- sókn) og Sigurður E. Guðmundsson (Alþýðuflokki) töl- uðu öll gegn samningnum. Vakin var athygli á þessum atriðum m.a.: — Oft var þörf en sjaldan meiri nauðsyn en nú að rækja áfengis- og fíkniefnavarnir. — Borgin er með þessu móti að greiða öðrum fyrir að inna af hendi skyldustörf, sem landslög leggja henni á herðar. — í samningnum er ekkert aö finna um varnaðarstarf eða upplýsingaþjónustu, aðeins er tekið fram að starf- semin skuli fólgin ,,í ráðgjöf, leiðbeiningum og ráðgjöf fyrir aðstandendur áfengissjúklinga" (1. gr.). — Heilbrigðisráö Reykjavíkur hefur skv. samningnum aðeins einn fulltrúa í yfirstjórn deildarinnar þannig að SÁÁ er veitt eindæmi í málefnum hennar (3. gr). — Borgin greiðir SÁÁ nákvæmlega sömu upphæð fyrir árið 1985 og gert var ráð fyrir að rynni til áfengis- varnardeildarinnar (með óbreyttu fyrirkomulagi) á fjár- hagsáætlun. í hverju felst þá sparnaðurinn? (5. gr). — Sérfræðingar innan heilbrigðiskerfisins hafa ekki treyst sér til að mæla með því að SÁÁ sé falin starfsemin. Guðrún Jónsdóttir reifaði ný viðhorf sem uppi eru um meðferð áfengissýkinnar og minnti m.a. á að nú væri víðast viðurkennt að konum farnast verr en körlum í meðferð og að verið væri að leita nýrra skilgreininga og leiöa hvað þessi mál varða hjá konum. SÁÁ heföi ekki sýnt af sér viðleitni til að fylgjast með þróun af þessu tagi og með því að láta samtökunum þetta starf eftir, væri Reykjavíkurborg og heilbrigðisráð að afsala sér hlutdeild í stefnumótun, sem byggði á nýjum viðhorfum til áfengissjúkdómsins. Guðrún sagðist ekki sjá að í samningnum væri nein trygging fyrir faglegum vinnu- brögðum. Þá sagðist Guðrún ekki sjá hvar fjárhagslegi ávinn- ingurinn, sem Páll Gíslason gerði að umræðuefni, ætti að koma fram, borgin greiddi sömu upphæð til SÁÁ og áætlað hafði veriö hvort eð var. Síðan gerði Guðrún réttarstöðu starfsfólksins að um- ræðuefni (4. gr.) en um er að ræða níu starfsmenn í sex stöðugildum. Þrátt fyrir ákvæði í samningnum, væri allt óljóst um lífeyrissjóðsréttindi, veikindaorlof, endur-

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.