Vera - 01.09.1985, Blaðsíða 17

Vera - 01.09.1985, Blaðsíða 17
GLUGGINN A BAKHLIÐINNI FEMINISK GREINING Á MYND HITCHCOCK Aukinna áhrifa kvennahreyfingarinnar í hinum vestræna heimi hefur gætt innan kvikmyndalist- arinnar sem og annars staöar. Konur hafa í auk- num mæli haslað sér völl á þessu sviði, hvort sem það hefur verið við gerð kvikmynda eða umfjöllun um þær. Endurskoðun kvenna á kvikmyndasögunni hefur verið mikilvægur þáttur í þessu framlagi kvenna. Þessi endurskoðun hefur annars vegar dregið fram í dagsljósið kvenleikstjóra sem sagan hafði ekki skráð og hins vegar vakið athygli á hlutverki konunnar og framsetningu á því í kvikmyndum karla. Sú umfjöllun sem hér fer á eftir er framlag til þessarar endurskoðunar, en hér verður athuguð klassísk kvikmynd, Glugginn á bakhliðinni eftir Alfreð Hitchcock. Sú grpiningaraðferð sem hér verður beitt er aðeins eln af fjölmörgum aðferð- um sem konur hafa notað, en vissulega ríkir ágreiningur meðal kvenna um hvaða aðferðum skuli beitt við slíka greiningu.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.