Vera - 01.09.1985, Blaðsíða 33

Vera - 01.09.1985, Blaðsíða 33
Hún: (fer og sækir fleiri servíéttur) Svona og kláraðu svo kökuna þína. (við Hann) Já, hvað ætlaðirðu að spyrja? Hann: Já bíddu hvar var ég nú aftur. . . Hún: Þú varst að tala um Kvennaathvarf og Kvenna- framboðið. Hann: Já og öllu þessu kvenna. . . það eru komin sér- stök Kvennahús. Er þetta ekki orðið of mikið hjá ykkur? Hún: En þetta er nú bara 3 hús af öllum húsum í borg- inni. Hann: Nei ég er nú ekki bara að tala um þau, heldur það eroröiðsvomikiðumþettakvenna. . .séraðfólk erorðið ansi þreytt á þessu sífellda kvennatali að þetta getur bara spillt fyrir. . . Hún: (kallar) Halldór, viltu fara niður af stólnum! Viltu fara niður strax, annars verður mamma reið! (snýr sér að honum) Já? Hann: Þið eyðileggið bara fyrir ykkur með þessu. Hún: Já eruð þið að verða þreyttir á þessu kvennatali. Hann: Já voða margir sem ég hef talað viö. Margir sem voru hlynntir ykkur í upphafi finnst þetta orðið of mikið. Hún: Hvað meigum við þá segja? Hann: Þið? Hún: JÁ? HELDURÐU AÐ VIÐ SÉUM EKKI orðnar þreyttar á þessu sífellda karlatali. Hann: Hvað meinarðu? Hún: Nú það er alveg sama hvert þú lítur, t.d. dagblöð- in allir ritstjórar eru karlmenn. . . Barnið: (kallar) Mamma, ég þarf að pissa! Hún: Fyrirgeföu, ég þarf aðeins að skreppa meö hann á klósettið. (tekur barnið með sér) Komdu þá! Hann: (stendur upp og fer og sækir ábót á kaffið) Hún: (kemur aftur að borðinu) Já nú eða í leikhúsinu. Flest leikrit eru skrifuð af körlum, 4 hlutverk af hverjum 5 eru karlhlut- verk. . . Hann: Já en þetta er nú mikið að breytast. Hún: Finnst þér það? Hann: Já, allar þessar kvennasýningar, það er orðið voða mikið af þeim. Hún: (kallar) Halldór! Ég var búin að biðja þig að fara niður af stólnum. Það endar með því aö þú dett- ur. (við hann) Já það voru reyndar nokkrar síðasta vetur. Al- þýðuleikhúsið var með Klassapíur, sem fjallaði reyndar um konu sem varð að fórna barninu sínu fyrir frama í karlasamfélagi. Sástu þá sýningu? Hann: Nei. Hún: Og Petra von Kant, sú sýning sýndi okkur að kon- ur kúga aðrar konur líkt og karlar ef þannig stend- ur á. Sásu hana? Hann; Nei reyndar ekki. Hún: Nú Þjóðleikhúsið sýndi í vetur Gertrud Stein, sem reyndar er skrifað af karlmanni og var leik- stýrt af karlmanni. Hann: Gertrud Stein. Gertrud Stein var kona, var það ekki? Hún: Jú jú og leikin af konu. En það hefur sjálfsagt ver- iö tilviljun. Hann: (hissa) Tilviljun! Hún: Já (hlær) Hann: (hlær ekki) Hún: Hvernig fannst þér sýningin? Hann: Nei ég sá hana ekki. (DYNKUR HEYRIST) Hún: ALMÁTTUGURI!!! Barnið: (Grætur kröftuglega) Hún: (rýkur á fætur og hleypur til barnsins) Það kom að því. Ég sagði þér aö þú myndir detta! (huggar barnið I fanginu) Hann: Meiddi hann sig mikið? Hún: Nei nei en hann fær sjálfsagt kúlu á enniö. (viö barnið) Svona, svona. (Við Hann) Svo þú ferð ekki mikið í leikhús? Hann: Nei ég fer alltof sjaldan. Maður ætlar alltaf að drífa sig. Konan var einmitt að tala um hvort viö ættum ekki að kaupa okkur kort í vetur til þess að maður færi nú örugglega. Hún: Já. En þú tekur samt aö þér að skrifa um konur og leikhús? (dálítið reið) Hann: Já nei sko sá sem átti að taka þetta að sér er ekki kominn úr fríi svo ég var sendur I þetta. Ég skrifa nú aðallega um íþróttir. Hún: (stendur upp, byrjar að klæða organdi barnið íúlp- una) Heyrðu vinur, viltu ekki skila til þeirra á ritstjórn- inni að ég verði voða upptekin á næstunni. (Hún rýkur út með organdi barnið í fanginu) Hann: (sigur eftir smá stund, hristir höfuðið) Þetta kvenfólk! (tekur saman dótið sitt og fer) Eldri konurnar tvær eru farnar. Eftir sitja á sviðinu útgerðar- mennirnir enn aö ræða vanda útgeröarinnar. T J A L D I Ð EKKIVERA

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.