Vera - 01.09.1985, Blaðsíða 30

Vera - 01.09.1985, Blaðsíða 30
KONU „Óvæntar túlkanir" Það var mikið kvennaval sem fyllti sali og ganga í Odda, hugvísindahúsi Háskólans dag- ana 29. ágúst til 1. september. Þar stóð yfir ráð- stefna um kvennarannsóknir og mátti heyra hvers kyns fróðleik um efni eins og það hvernig fjallað var um íslenskar konur í tygjum við enska og bandaríska hermenn á stríðsárunum í bók- menntum og hvernig sú lýsing kom heim og saman við reynslu þessara kvenna. Efni eins og jafnréttislög, kvennabarátta nútímans og brjósta- gjöf kvenna í Reykjavík voru til umræðu og ótal- margt fleira. Þarna á göngunum tókst útsendara VERU að króa af Dagnýju Kristjánsdóttur bók- menntafræðing eina örskotsstund. Dagný kom heim til að flytja erindi á ráðstefnunni, en hún er nú lektor í íslensku við háskólann í Osló. Þeim sem ekki kannast við konuna skal sagt að hún var á árum áður einn af máttarstólpum Rauð- sokkahreyfingarinnar. Dagný var fyrst spurö aö því hvort hugtakið „kvennabók- menntir" væri ennþá gott og gilt eöa hvort gagnrýni hefði kom- ið fram á notkun þess (spurningin var fram sett vegna þess aö þaö vakti athygli spyrjanda aö norrænar skáldkonur sem hafa látið í sér heyra í sjónvarpinu undanfarnar vikur hafa sumar beðist undan því aö vera taldar til þeirra höfunda sem semja ,,kvennabókmenntir“.) Dagný: Á undanförnum árum hefur fariö fram mikil umræða um kvennabókmenntahugtakið, þaö hefur verið stokkað upp í rannsóknum og áherslur hafa tareyst. Þaö er einkum rithöf- undar (konur) sem gagnrýna þetta hugtak og segja sem svo aö þegar það kom fram um 1970 hafi þaö uppfyllt pólitíska þörf. Þá voru konur aö draga reynslu sína fram í dagsljósið og fjölluðu um vandamál kvenna. Á því tímabili kom út mikiö af bókum eftir konur, bæði góðar og vondar sem komu reynslu og oft reiði kvenna á framfæri. Nú segja sumir rithöfundar að ,,reynslubókmenntirnar“ hafi runnið sitt skeið á enda og ann- ars konar bókmenntir tekið við. Höfundar fjalla nú meira um ýmis konar tilvistarspurningar. Þessir kvenrithöfundar vilja ekki láta draga sig í dilka. Eftir stendur þó að hugtakið kvenna- bókmenntir er vel nothæft yfir bókmenntir kvenna og sérkenni þeirra. Telji konur að hugtakið sem slíkt standi þeim fyrir þrif- um má það svo sem fjúka mín vegna, það eitt út af fyrir sig breytir engu um bókmenntir kvenna og rannsóknir á þeim. — Hvernig er hljóðið I þeim konum sem eru aö fást við rann- sóknir á kvennabókmenntum og hvað er að gerast í þeim fræðum? Dagný: Á Norðurlöndunum er nokkurn uppgjafatón og von- brigði að finna meðal þeirra kvenna sem stunda bókmennta- rannsóknir. Ég las grein fyrir skömmu í dönsku blaði þar sem rætt var um að í raun hefði konum mistekist ætlunarverk sitt. Það hefði ekki tekist að gera bókmenntir kvenna að hluta námsefnis í skólum og að afla kvennarannsóknum viðurkenn- ingar eins og hverjum öðrum rannsóknum, heldur hefðu þær lent á sérstökum bás, eins og aðrar kvennarannsóknir. Þær eru utan við kerfið og karlar í röðum bókmenntafræðinga kynna sér lítt það sem konurnar eru að fást við þótt það sé bæði frumlegt og merkilegt. Það er heldur dauft í þeim hljóðið, enda bitnar niðurskurðurinn í menntakerfinu fyrst á því sem ekki tilheyrir hefðbundinni kennslu og rannsóknum þar með kvennarannsóknum. Maður spyr sig hvort þetta sé ekki allt tímanna tákn, vottur um hægri sveiflu og bakslag í kvennabaráttunni? Hins vegar veröur að viðurkennast að matið á kvennabókmenntunum var oft allt of þröngt, þaö var einblínt á innihaldið og það sem konurnar voru að segja, en ekkert lagt upp úr fagurfræði og þeirri vinnu og alúð sem höfundarnir lögðu I verk sín. Það er því að vonum að mörgum kvenrithöfundum líki ekki sá bás sem þeim er ætlaður. Það er hins vegar engin deyfð yfir konum I Frakklandi og Bandaríkjunum, þar er hasarinn í bókmenntarannsóknum kvenna, mikill kraftur og frumleiki. Bókmenntafræðingar hafa gefist upp á aö smíða einhvers konar kvennabókmennta- aðferð, jDess ístaðergengið út frásjónarhorni kvenna. Konur setja fram sína túlkun á verkum, iðulega mjög djarfar og óvæntar. Þær stefnur sem eru hvað mest áberandi eru sál- greiningin, strúktúralisminn, aðferðir málvísindanna og mannfélagsfræðinnar. Bókmenntafræðingar sækja hug- myndir og aðferðafræði til annarra fræðigreina eða kannski væri réttara að segja að aðrar greinar hafi áhrif á bókmennta- rannsóknir. Sem dæmi má nefna það hvernig mannfélags- fræðin er notuð. í bókinni „Writing and sexual difference" er að finna grein um konur í villta vestrinu. Við þekkjum úr sögum og kvikmyndum hetjur vestursins, en hvernig ætli lífið hafi komið konum fyrir sjónir? Hvernig ætli þær hafi lýst því og hvernig mynd er dregin upp af þeim? Það hefur einnig verið stuðst við mannfélagsfræðina í kenn- ingu sem nú er ofarlega á baugi í bókmenntarannsóknum þar sem greinar frá heimum karla og kvenna. Þeim má líkja við tvo hringa sem skarast. Öðrum meginn er heimur karla nokkuð vel þekktur enda gorta þeir óspart af honum, ákveðinn hluti hringanna er sameiginlegur konum og körlum, en þar ríkir menning karlanna, menning kvenna síast þar inn eins og í gegnum filter og fer gegnum mörg lög. Loks er svo heimur kvenna sem að mestu er ósýnilegur. Þessi mynd hefur verið notuð til að skoða bókmenntir, með skemmtilegum árangri. — Hvaða rannsóknarefni eru vinsælust um þessar mundir, eru það einstakir höfundar, tímabil eða stefnur? Dagný: Það fara alltaf jafnhliða fram rannsóknir á einstök- um höfundum og fyrirbærum í bókmenntum. Athygli kvenna beinist mjög að 19. öldinni t.d. á Norðurlöndunum þar sem „det moderne gennembrud“ eða tilkoma nútímabókmennta er vinsælt rannsóknarefni. Ég get t.d. nefnt doktorsritgerð Phil

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.