Vera - 01.09.1985, Blaðsíða 35
— Ég byrjaöi á aö spyrja Karólínu um stöðu tónlistarkvenna.
„Ég held aö staða íslenskra tónlistarkvenna sé ekki svo
slæm miðað við stöðu kvenna í öðrum löndum og á fyrri tím-
um. Til dæmis eiga konur núna fullan aðgang að menntun en
þeim var meinaður aðgangur að tónlistarskólum allt fram á
síðustu öld. Konur eru farnar að starfa meira sem hljóðfæra-
leikarar en það var ekki fyrr en á þessari öld að þær byrjuöu
að spila í sinfóníuhljómsveitum. Ég held að konur hafi mögu-
leika ef þær drífa sig áfram, þó þær eigi erfiðara með að ná
eins langt og karlar. Þær eru til dæmis sjaldnast í ráðastöðum,
s.s. stjórn Sinfóníunnar, í útvarpinu eða skólastjórar tónlist-
arskóla."
— Af hverju ekki?
„Konur eru sennilega ekki eins metnaðargjarnar og karlar
og ef fólk á t.d. börn þá er eins og það skipti minna máli fyrir
karlmenn, þeir geti jafnframt unnið óskiptir að sínum frama.
Og vilji fólk öðlast alþjóðlegan frama þá krefst það mikillar
vinnu og óskiptrar einbeitingar. Hjá konum virðist málið vera
annað hvort að eignast börn ellegar öðlast frama. Þær geta
ekki gert hvoru tveggja. Það er svo skrýtið að þegar maður sér
hljómsveitir í útlöndum er næstum því undantekning að sjá
konur í þeim þótt hljómsveitir séu ekki beinlínis lokaðar kon-
um. í fínustu hljómsveitunum eru hvorki konur né blökku-
menn. Konur eru oftar frægar sem söngkonur og svona ein og
ein sem hljóðfærðaleikari, oft einhvers konar undrastúlkur."
. . . meira að segja Clara Schumann. . .
tvær konur útskrifast og hvorug þeirra leggur stund á tónsmíð-
ar á meðan allir strákarnir utan einn eru á kafi í tónsmíðum."
— Eiga kventónskáld erfitt uppdráttar?
„Nei, ekki finnst mér það en það er ekki að marka neitt hér
á íslandi. ísland er svo lítið. En þeir karlmenn sem ég hef verið
að vinna með og fyrir hafa verið mjög víðsýnir. En ég veit að
t.d. kventónskáld erlendis og meira aö segja á Noröurlöndum
kvarta sáran undan því að þeim sé haldið niðri. Kona ein,
blökkumaður, sem er tónskáld, sagði eitt sinn að hún hefði
alltaf haldið að til að vera tónskáld þyrfti maður að vera hvítur,
karlkyns og þar að auki dauður. Ég held að það skipti miklu
máli að hafa sér einhverja fyrirmynd."
— Af hverju eru svona fá kventónskáld?
„Það hefur allt hjálpað til að halda sköpun kvenna niðri og
reyndar virtust konur trúa því sjálfar að þær hefðu enga hæfi-
leika til sköpunar. Meira aö segja segir sjálf Clara Schumann
um eigin tónsmíðar að hún hafi veriö haldin þeirri firru að hún
heföi sköpunargáfu og gæti samið tónlist en svo hafi hún gert
sér grein fyrir því að konur hefðu aldrei haft sköpunargáfu og
hefðu ekki og því þá hún? Sjö árum seinna segir hún að tónlist-
in sem hún sé aö búa til sé nú bara svona konutónlist, ekkert
alvarleg heldur einungis dútl og leikur. Á 19. öld var konum
ekki hleypt inn í tónsmíðadeildir og svo held ég að þeim hafi
hreinlega ekki dottiö í hug að reyna að semja vegna þess aö
þær skorti fyrirmyndir."
Hvítur, karlkyns, dauöur. . .
— En hvernig datt þér í hug að gerast tónskáld?
„Þetta er góö spurning. Þorkell Sigurbjörnsson var með
óformlega tónsmíðatíma í Tónlistarskólanum í Reykjavík sem
ég sótti. Þegar ég fór til náms til Ameríku þá fór ég til að læra
tónlistarfræöi og teoríu sem kemur sér auðvitaö vel við tón-
smíðar, en tónsmíðatímana tók ég í fyrstu bara til gamans, því
mér datt ekki í hug að veröa tónskáld að atvinnu.
Mér finnst það dálítið merkilegt að í þau fjögur ár sem tón-
fræðideildinhefurstarfaöíTónlistarskólanumíReykjavíkhafa
Erfitt að hafa upp á nótum
— Hver er ástæöan fyrir að þið skipuleggið tónlistarhátíð
kvenna sérstaklega?
„Við viljum láta fólk vita að konur hafa samið tónlist og
semja enn. Það reyndist mjög erfitt aö hafa upp á nótum aö
verkum eftir konur, meira að segja tónlist eftir konur eins og
Clöru Schumann. Ég held það sé nauðsynlegt að sýna að
þessi tónlist er til, að konur hafi þrátt fyrir allt lagt stund á svo
abstrakt listform sem tónsmíðar eru. Við höldum þrenna til
ferna tónleika í lok september og byrjun október og þetta verð-
ur tónlist allt frá barok timanum og til okkar daga. Það er svo
merkilegt að frá klassíska tímabilinu þegar stóru formin eru
allsráðandi finnst svo til ekkert eftir konur, en svo aftur á
rómantíska tímabilinu taka þær við sér.“
— Aðeins um tónleikana?
„Anna Málfríður Sigurðardóttir, píanóleikari heldur ein-
leikstónleika, Guðrún Sigríöur Birgisdóttir, flautuleikari, og
Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari, bjóða upp á tón-
leika með franskri tónlist. Síðan veröa blandaðir kammertón-
leikar þar sem Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari, leik-
ur nokkur verk auk annarra. Auk þess verða tónleikar meö
verkum Jórunnar Viðar og aðrir meö verkum eftir Mist Þorkels-
dóttur og mig.“
Jóhanna Þórhalls.