Vera - 01.09.1985, Blaðsíða 28

Vera - 01.09.1985, Blaðsíða 28
höfum ekki rekist á neina Konur og arkitektúr, er eitthvaö sérstakt viö það? Eru t.d. verk kvenarkitekta öðruvísi á einhvern hátt en verk karlarkitekta? Spurningar af þessu tagi koma upp í hugann þegar fréttist af sýningum nokkurra kvenarkitekta á Listahátíð kvenna. Til að svara þessum spurningum og kynna fyrir lesendum Veru sýningarnar tók- um við tali þær Valdísi Bjarnadóttur og Sigríði Sigþórsdóttur arkitekta. Arkitektarnir Valdís og Sigriður ísólinni fyrir utan skrifstofu Arki- tektafélagsins á Freyjugötu. Ljósmynd: Hrefna Róbertsdóttir. veggi“ Fyrsta spurningin var um það hvort þær teldu að munur væri á verkum kven- og karlarkitekta? Valdís: Nei, ég held ekki að þaö sé hægt að greina mun á verkum karla og kvenna, a.m.k. ekki sjáanlegan. Líklega er frekar hægt að greina mun á verkum arkitekta eftir því í hvaða landi þeir hafa lært. Ég efast um að hægt sé að benda á ein- hverja byggingu og segja að hún sé örugglega teiknuð af konu. Að sjálfsögðu leggja konur mikla áherslu á vinnuað- stöðu t.d. í íbúðarhúsnæði svoog á aðstöðu barna inná heimil- inu og utan þess. Ég vil samt ekki fullyrða að karlar geri það ekki líka. Sigríður: Já, ég held að þetta sé rétt, það eru líklega skól- arnir og löndin sem ráða einna mestu um stíl hvers og eins. Ég held ekki að það kæmi fram grundvallarmunur þó konur tækju sig saman og ynnu í einum hóp og karlar í öðrum. Sem sagt ekki munur á verkum kynjanna að því er þær telja. En hvað þá með laun og verkefnaval er einhver munur þar á milli kynja? Valdís: Launamismunur milli kynja þekktist ekki innan stétt- arinnar. Við höfum öll farið í gegnum langt og strangt nám og viljum fá laun í samræmi við það. Konurnar vita hvaða kröfur eru gerðar til þeirra, reyna að uppfylla þær og tekst það vel í 28

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.