Vera - 01.09.1985, Blaðsíða 22

Vera - 01.09.1985, Blaðsíða 22
vaknaði viö hliö manns á hverjum degi, stundum bara af því að sólin skein. Þetta andlit átti ekki heima í þeirri birtu. Þá hefði það ekki vakið slíkan ótta í brjósti mér. Þegar ég loksins staul- aðist í rúmið undir morgun var ég engu nær bara örmagna af þreytu. Ég svaf illa og órólega, mig dreymdi, ekki andlitið held- ur sjálfa mig, sjálfa mig þegar ég var barn. Ég stóð í flæðarmál- inu í rósóttum kjól og svuntan mín var blettótt því að í henni geymdi ég fullt af kuðungum og skeljum og allt voru þetta ómetanlegir dýrgripir, heill fjársjóður, og ég vissi að ég mátti ekki fyrir nokkurn mun glata þessum dýrgripum, því aö þá glat- aði ég sjálfri mér, lífi mínu. Ég stiklaði á steinunum í fjöruborð- inu, en þeir voru hálir og erfitt að fóta sig á þeim. Smátt og smátt missti ég alla dýrgripina mína, einn af öðrum glutruðust þeir úr svuntunni minni og hurfu í sjóinn eða svartan fjöru- sandinn. Ég stóð þarna í fjörunni og grét horfna fjársjóöinn minn. Ég vaknaði grátandi, maðurinn minn spurði hvort ég væri veik, en ég sagöi honum að mig heföi bara dreymt illa. Ég var óstyrk á fótunum þegar ég lagaði morgunmatinn fyrir fjölskylduna, hendurnar titruðu óvenju mikið, en sem betur fór, tók enginn eftir því, allir voru með hugann við jólin og það sem þurfti að gera. Þegar allir voru farnir reyndi ég að klæða mig, ég varð að fara út og kaupa þær jólagjafir, sem enn vant- aði. Tilhugsunin um að fara út um dyrnar og sjá andlitið aftur setti kaldann hroll niður eftir bakinu á mér. Ég leit flóttalega í kring um mig þegar ég kom út, en allt var ofur eðlilegt. í fyrstu versluninni, sem ég kom inn í fannst mér afgreiðslustúlkan horfa yfir öxlina á mér, ég snéri mér snöggt við en þar var ekkert að sjá. Ég flýtti mér að versla og hálf hljóp út. Þegar ég var búin að gera það sem ég ætlaöi mér og var komin heim aft- ur gat ég loks andað léttara. Enn hafði andlitið ekki birst mér innan dyra og meðan það gerði þaö ekki fannst mér ég örugg inni í húsinu, en ekki gæti ég lokað mig inni, einhvern tíma yrði ég að fara út. Mér datt í hug að látast vera veik og leggjast í rúmið, en það var ekki sanngjarnt gagnvart fjölskyldunni, ekki á jólunum. Það sem eftir lifði Þorláksmessu gekk fyrir sig á eðlilegan hátt. Ég reyndi að lesa í bók þegar ég kom uþþ í rúm. Maðurinn minn horfði undrandi á mig. ,,Hvað ertu að lesa?“ spurði hann. „Þú lest aldrei,“ bætti hann síðan við. „Nei, ég er vanalega svo þreytt,“ svaraði ég afsakandi. „En ekki núna“ spurði hann? „Jú, jú, en mér datt bara í hug að reyna, samt.“ Hann horfði þegjandi á mig litla stund, snéri sér síðan til veggj- ar. „Þú slekkur fljótlega" sagði hann svo og lagði frá sér bók- ina, sem hann var að lesa. „Já, ég skal slökkva strax.“ Ég lá í myrkrinu og reyndi að hugsa um eitthvað annað en andlitið. Ég hlýt að hafa sofnað fljótlega, kannski var ég þreytt. Að- fangadagur, aðfangadagur, hefur alltaf verið uppáhaldsdag- urinn minn. Hátíðin er komin en samt ekki komin. Ég lagði síð- ustu hönd á undirbúning jólanna, setti steikina í ofninn, sem ég myndi kveikja á klukkan þrjú. Ég tók fram spariföt barn- anna og eiginmannsins. Ég hafði alveg gleymt, alveg gjör- samlega gleymt kirkjugarðinum, þegar maðurinn minn sagði allt í einu. „Ertu til?“ „Til?" hváði ég, „til hvers?" „Láttu ekki svona manneskja, tilbúin að fara upp í garð?“ Við förum að leiði foreldra hans á hverjum aðfangadegi með krans og kerti. * Ég er utan af landi og foreldrar mínir báðir á lífi. „Ég get ekki fariðmeðþér“stundiég. “ „Égásvo margt ógert.“ „Auðvitað kemurðu með, hvaða dyntir eru þetta." „Drífðu þig í kápuna, ég bíð út í bíl.“ Ég fann hvernig tárin runnu niður kinnar mínar meðan ég fór í kápuna. Ég reyndi að flýta mér en fæturnir vildu ekki hlýða. Ég gat ekki farið út, ég fann allt í einu að allt valt á því að ég færi ekki út. Ég leit í kringum mig, kannski gæti ég falið mig einhvers staðar. Ég hrökk við þegar ég heyrði i bíl- flautunni. Ég varð að fara, maðurinn minn var orðinn ergileg- ur, ég hafði eyðilagt fyrir honum jólaskapið. Ég skjögraði út í bílinn. Börnin voru aö rífast um hvert þeirra ætti aö halda á kransinum og maðurinn minn öskraöi eitthvað á þau. „Mikið var,“ hreytti hann út úr sér, þegar ég settist inn í bílinn. Það ríkti ógnvænleg þögn í bílnum á leiðinni upp í kirkjugarð. Snjórinn lá yfir öllu og ég vissi að við yrðum í óratíma að finna leiðið. Á sumrin gekk ég beint að því, en í snjónum breytti allt um svip, varð óraunverulegra. Ég dróst aftur úr, mér fannst fæturnir vera úr blýi. „Reyndu að komast úr sporunum mann- eskja,“ kallaði maðurinn minn ergilegur, „ég nenni ekki að bíða eftir þér í allan dag," svo strunsaði hann af stað meö krakkana á eftir sér. Ég stóð kyrr eins og ég væri mætt á stefnumótsstaðinn og þyrfti ekki að fara lengra. Þegar ég leit í kringum mig var ég í rauninni að leita að andlitinu og það und- arlega var, að skyndilega varð ég hrædd um aö ég mundi ekki finna það. En þarna var það, rétt viö hlið mér yfir einum leg- steininum. Ég stóð grafkyrr eins og ég væri hrædd um að hrekja það burt með því einu að hreyfa mig. Innra með mér fylltist ég einskonar sælu, fullnægingu. Þau hljóta að hafa komið aftur eftir að þau fundu leiðið, því þau voru hvorki með kransinn eða kertið, en allt í einu voru þau þarna, hávaðasöm og tillitslaus, en það var eins og ég væri í dvala, ég heyrði til þeirra eins og úr fjarska og þau komu mér ekki lengur við. Allt þeirra bardús og áhyggjur komu mér ekki við. Þau voru eins og ókunnugt fólk. Það eina sem kom mér við var andlitið. And- litið mitt, því loksins þekkti ég það aftur, þetta var mitt eigið andlit. Ég þorði ekki að hafa af (dví augun á leiðinni út úr garð- inum. Ég hrasaði í öðru hverju spori, en það skipti ekki máli, meðan andlitið fylgdi mér. Einhvern veginn hljótum við að hafa komist heim. Mig rámar í hvassar athugasemdir manns- ins míns um undarlega framkomu sem hlýtur að hafa verið mín. Maðurinn minn, maðurinn minn, hvað kom þessi maður mér eiginlega við? Þetta var einhver ókunnugur maður, ergi- legur og úrillur sem ekkert skildi og ekkert sá. Þegar við kom- um heim fór ég beint upp í rúm. Andlitið hafði fylgt mér eftir inn í húsið og ég lá í rúminu mínu og horfði á andlitið og mundi, mundi allt. Eitthvað hlýtur að hafa gengið á, því svona hagar maður sér ekki á jólunum eins og einhver sagði. En allt þetta var hætt aö skipta mig máli, ég bara lá í rúminu hvað sem hver sagði og horfði á andlitið. Ég býst við að skömmu seinna hafi ég verið flutt hingað. Þaðer gott að vera hér, rólegt og friðsælt. Það eina sem mér líkar ekki hér, er að allir eru að reyna að taka frá mér andlitiö, en það þýðir ekkert, þau vita nefnilega ekki að það er löngu runnið saman við mitt. 22

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.