Vera - 01.09.1985, Blaðsíða 19

Vera - 01.09.1985, Blaðsíða 19
líkamans fram í myndmálinu. Jeffereys sér t.d. ballerínuna rammaöa af sexstrendum rúöum svo að líkami hennar virðist eins og samansett pússluspil. í annaö skipti þegar sölumaður- inn ber út sundurhlutaða eiginkonu sína í ferðatösku sjáum við í sama mund höfuö og axlir ballerínunnar, þ.e. hluti hennar í baðglugga þar sem hún greiðir sér á erótískan hátt. Sundur- bútun kvenlíkamans, hvort sem hún kemur fram á sviði frá- sagnar eða myndmáls er því virkur þáttur í hlutgervingu karl- mannsins á konunni, og sálrænt vopn hans gagnvart þeirri ógn sem konan getur staðið fyrir. Sundurbútaöur kvenlíkami staðfestir samtímis fyrir karlmanninum hvað hann er ekki, þ.e. kona, og hvað hann er og tryggir þá sjálfsímynd hans að hann sé ósundurbútanleg heild. Þar sem líta má svo á að í gluggunum á móti endurspeglist hugarástand Jeffereys, má álykta sem svo að verknaður sölu- mannsins raungeri duldar tilhneigingar Jeffereys. Þegar leynilögreglumaðurinn efast um ásakanir hans á hendur sölu- manninum, og spyr Jeffereys hvort hann eigi ekki líka samskonar áhöld og þau sem hann hafði séð sölumanninn meðhöndla (reipi, sög og hníf), játar Jefferey því vandræða- lega en kveðst eiga þau á afviknari stað en í eldhússkápnum. ,,The Hitch of the Himalayas" Þrátt fyrir ógnina sem stafar af nærveru Lisu verður hún aldrei fyrir alvarlegri árás í myndinni. Hún lendir þó í hættu- legri aðstöðu sem gæti leitt til morðs á henni. Þessi hættu- staða er sjálfvalin af Lisu, kannski vegna þess að hún vissi að það höfðaði til Jeffereys, enda verður áhorfandinn fyrst var við virðurkenningu og aðdáun Jeffereys á henni þegar hún býðst til að leggja upp í þessa hættuför (þ.e. leit að sönnunargögn- um gegn sölumanninum.) Þetta atvik boðar lausn á sambandsvandamáli þeirra Jeffereys og Lisu sem fólst m.a. í því að hvorugt þeirra vildi gefa eftir þann heim sem hvort þeirra um sig lifði í; Jeffereys, ævintýraheim fréttaljósmyndarans og Lisa, tískuheim New York. Hér sýnir Lisa á sér nýja hliö, ekki bara með því að leggja út í hættuförina heldur líka í klæöaburði sem er orðinn frjálslegri en áður og jafnframt eru litirnir í fötum hennar, sem höfðu verið kaldir, orðnir hlýir en það undirstrikar breytingarn- ar á sambandi hennar við Jeffereys. í lokin sjáum við Lisu klædda í safari-föt (þ.e. buxur og karl- mannaskyrtu), en þar með hefur hún öðlast karlmannleg ytri einkenni og samræmist því loks heimi Jeffereys. Lisa hefur verið hlutgerð á nýjan hátt sem að þessu sinni leysir vandamál Jeffereys. Karlgerving (maskúlinisering) Lisu, forðar Jeffereys frá þeirri ógn sem stafar af kynferði hennar þar sem hún verður á þennan hátt framlenging á kynferði hans. Þessi lausn undirstrikast af sæluástandi Jeffereys þar sem hann liggur í hjólastólnum nú með báða fætur í gifsi eftir átökin við morðingjann. Þó að Lisa virðist hafa hafnaö sínum heimi fyrir heim Jeffereys, þá er tilvera (discourse) hennar ekki að öllu leyti niðurbæld. Þegar hún liggur makindalega í safarifötunum í sófanum heima hjá Jeffereys og læst lesa ,,the Hitch of the Himalayas" þá bíður hún færis til að draga fram tískublað. Það gerir hún með sigur- og ánægjubrosi, þegar Jeffereys lygnir aftur augunum í sæluástandi sínu. „Sigur" Lisu er þó aðeins sigur gagnvart tilveru Jeffereys en ekki gagnvart þeirri hugmyndafræði sem mótar hennar tilveru, þ.e. hug- myndafræði karlveldisins eins og hún birtist í kapitalísku sam- félagi. Lisa er ekki meðvituð um sína eigin hlutgervingu og sitt gildi, sem vara innan tískuheimsins. Oddný Sen og Kristín Ólafsdóttir 19

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.