Vera - 01.09.1985, Blaðsíða 6

Vera - 01.09.1985, Blaðsíða 6
Önnur krafa sem gera verður er að rannsóknirnar tengist reynslu kvenna sjálfra. Með öörum orðum, það verður að gera þá kröfu til rannsóknanna að þær einblíni ekki á þá ytri þætti sem móta líf kvenna heldurskoði jafnframt hvaða augum kon- ur líta líf sitt og samtíð hverju sinni. Heimildaskortur getur auð- vitað sett þessum þætti ákveöin takmörk en nauðsynlegt er að hafa hann að leiöarljósi þar sem því verður við komiö. I þessu sambandi er mjög mikilvægt að ekki sé litið á konur sem hvert annað viðfangsefni sem sé skoðað og skilgreint og síðan lagt til hliðar. Allar þær konur sem rannsóknin varðar, þ.e. viðfangsefnið, rannsakandinn og neytandinn (lesandinn), þurfa að hafa það sterkt á tilfinningunni að rannsóknin sé unn- in fyrir þær sjálfar og þeim til hagsbóta. ,,Þverfaglegt“ eöli kvennarannsókna Það þarf ekki að stunda kvennarannsóknir lengi til að kom- ast að því að konur tilheyra þeim undirokuðu í þjóöfélaginu. Orsakirnar fyrir því liggja hins vegar ekki á borðinu og þegar þeirra er leitað duga ekki einfaldar útskýringar. Slík leit út- heimtir að könnuð séu öll svið mannlegrar tilveru og unniö með þá víxlverkun sem er milli stöðu í atvinnulífinu og fjöl- skyldunni, milli upplifaðrar reynslu og ytri lögmála. Ef kvenna- rannsóknir vilja leita þessara orsaka þá hljóta þær aö sprengja landamæri fræðigreinanna og leita fanga hjá fleiri en einni fræðigrein. Þetta „þverfaglega" eðli kvennarannsókna kom m.a. fram á nýafstaðinni ráöstefnu um kvennarannsóknir (Háskólanum, en þar notaði bókmenntafræðingurinn, Dagný Kristjánsdóttir, m.a. kenningar úr sálarfræðinni og mannfræðingurinn, Inga Dóra Björnsdóttir, studdist við bókmenntir í sinni rannsókn. Einangrun eöa sambræðsla Allar nýjar hugmyndir og aðferðir í rannsóknum sem fela í sér uppgjör við ríkjandi strauma, hljóta óhjákvæmilega að eiga í erfiðleikum með að ná í gegn og lifa því í útjaðri fræð- anna. Þetta á m.a. við um kvennarannsóknir. Þær sem slíkar rannsóknir stunda geta líka auðveldlega lent í mjög mót- sagnakenndri aðstöðu. Annars vegar stunda þær rannsóknir í anda vísindalegra hefða og vilja að sjálfsögðu að þeirra rann- sóknir séu metnar að verðleikum. Þær hafa sömu þörf og aðrir á að sanna sig og gildi sinna rannsókna. Hins vegar vilja þær gjarnan breyta heföinni og stunda rannsóknir sem hafa nota- gildi fyrir baráttu kvenna. Slíkar rannsóknir eru hins vegar ekki líklegar til að eiga upp á pallborðið hjá stofnunum þjóðfélags- ins. Bæði einangrun kvennarannsókna sem og það aö bræöa þær saman viö hefðbundnar rannsóknir getur markað kvennarannsóknum örlög. Til lengri tíma litið hlýtur markmiðið þó að vera að gera sjónarmið kvenna að óaðskiljanlegum hluta allra rannsókna og kennslu. Að öðrum kosti gæti farið svo að bæði fræðimenn og námsmenn kæmust með öllu hjá því að kynnast þessum sjónarmiðum og þeim rannsóknum sem taka mið af þeim. Þessi sambræðsla gæti þó haft það f för með sér aö mesti broddurinn yrði dreginn úr kvennarann- sóknum og notagildi þeirra fyrir kvennahreyfinguna myndi minnka. Gagnvart því verða konur að vera á varðbergi. Það sem mestu máli skiptir í sambandi við kvennarann- sóknirer þólíklega aö komatil móts við þá kröfu, sem kvenna- hreyfingin víða um heim hefur gert, um að þær sem þessar rannsóknir stunda skili af sér niöurstöðum á skiljanlegu máli og á einhverjum þeim vettvangi sem er konum aðgengilegur. Þessar rannsóknir mega aldrei lokast inni í musteri fræðanna víðsfjarri þeim sem blésu í þær lífinu í upphafi. — isg. M.a. byggt á greininni „Kvindestudier. Hvortor. Hvordan?" ettir Susanne Knud- sen og Bente Rosenbeck. Greinin birtist i Symposium, Tidsskrift for filosofi nr. 4 1978. SÝmNG í BOGASAL WÓÐMINJASAFMS ÍSLAMDS JÚLÍ —OKTÓBER 1985 MEÐ SILFURBJARTA OAL ÍSLEriSKAR LIAHNYRÐAKOnUR OG HAHDAVERK ÞEIRRA 6

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.