Vera - 01.12.1986, Page 7
listi, sem hún merkti kross á daglega, einn fyrir hvert það verk, sem
hún lauk við þann daginn. í kvöld hafði hún krossað við smáköku-
bakstur, og með því mátti eiginlega heita, að jólabaksturinn væri frá.
>.Já“, heyrði hún sjálfa sig segja, ,,það er á morgun". ,,Hvað stendur
til á morgun væna mín?“ „Æ, ég ætla að drífa mig til læknis — ég
9et ekki dregist svona áfram lengur — verð að fá eitthvað við svefn-
leysinu'! „Alltaf sofna ég“ sagði Mundi, og færði sig um leið varlega
nær henni og nú heyrðist naumast, þegar hann hvíslaði: ,,En ég>
neita því nú ekki, að alltaf langar mig nú i þig elskan'!
„Ekki núna Mundi" — stundi hún — ,,ég er svo þreytt'! „Þú berð
allt of oft fyrir þig þreytu nú orðið — heldurðu, að allt þetta streð þitt
kvöld eftir kvöld sé til góðs fyrir okkur? Það mætti halda, að þú ættir
von á her manr^ um jólin, eins og þú lætur, og mér finnst satt að
segja ekkert gera til, þótt ég bendi þér á, að haldirðu svona áfram,
þá gefst égiipp.f'Ha|n þagnaði og sneri sér frá henni og stuttu
seinna benti andardráttur hans til þess, að hann væri sofnaður.
Grímu fannst þessi síðustu orð hans vera eins og kjaftshögg —
hún, sem lagði sig svo fram við að vera myndarleg húsmóðir —
hann gat nú verið ögn þakklátari.
Og nú kom upp í henni beiskja og biturleiki og ekki var það nú til
að bæta svefnleysiö. Hugurinn reikaði aftur til aðfangadagskvölds-
ins síðastliðið ár. Hún hafði sofnað, meðan fólkið hennar var að taka
uppgjafirnar sínar. Hún vaknaði við þaö, að Mundi var á leiðinni með
hana í fanginu inn í rúm. ,,Hvað kom fyrir‘7 — „Svona Gríma mín,
nú skaltu sofnaaftur og sofa vel — gleðileg jól". Svo hafði hann læðst
út úr herberginu aftur. Hún var afskaplega leið — lá þarna og hlust-
aði á börnin og Munda — alveg eyðilögð yfir, að geta ekki tekið þátt
í gleði þeirra. Og hún grét eins og barn, og fannst hún hafa verið
svikin. Hún.sem hafði nánast lagtnótt viðdag, síðustu dagafyrir jól,
svo fjölskyldan gæti notið jólanna saman, notið góða matarins og
bakkelsins í nýjum heimasaumuðum fötum. íbúðg eins og ný — öll
nyhr^gerð. V
Hún hrökk upp úr þessum hugsunum og strauk sér um tárvot
augun. Ætlaði sama sagan aðendurtakasig um þessi jól f-lástand-
ið bara öllu verra núna — þessi ógleði og svimaköst voru henni
áhyggjuefni.
Börnin vöknuðu snemma næsta morgun — eins og alltaf — og
Gríma stökk framúr, dauðhrædd um, að þau hefðu kannski komist
i smákökurnar. „Mamma, ég er svöng". . . „mamma, hvar% hinn
ikkurinn minn?“. . . „mamma, flýttu þér, ég er að verða of seinn i
,Já, svona nú, stillið ykkur nú, þetta er alveg að korna"