Vera - 01.12.1986, Síða 14

Vera - 01.12.1986, Síða 14
i í byrjun dimbilviku sl. vor tóku konur að tínast til borgarinnar Amsterdam í Hollandi. Hundruð sagnfræðinga kvenkyns söfnuðust saman í gamalli háskólabyggingu í borginni til að bera saman bækur sínar í kvennasögu. Reyndar slæddust nokkrir félagsfræðingar með (og að minnsta kosti einn þjóðháttafræðingur) enda skilin milli sögu og félagsfræði oft býsna ógreinileg. Ungar konur og gamlar, hvítar og svartar, kennarar og nemendur, öllu ægði saman á alþjóðlegri kvennasöguráðstefnu sem skipulögð var af hollenskum konum með fjárstuðningi háskóla og borgarinnar. SAGA KVENNA rædd á ráðstefnu í Amsterdam Við mættum fjórar til leiks héðan af klakanum, Guðrún Ólafs- dóttir dósent, Guðný Gerður Gunnarsdóttir þjóðháttafræðingur, Þórunn Magnúsdóttir sagnfræðingur og undirrituð. Við vorum þarna mættar til að fræðast um það hver viðfangsefni kvennasög- unnar væru þessa stundina og hvort eitthvað nýtt væri að gerast í fræðunum, eitthvað sem gæti orðið konum nýtt vopn í kvenna- baráttunni. Ráðstefnan hófst mánudaginn 24. mars meö ávarpi í geysistór- um fyrirlestrasal. Hann var þéttsetinn konum en inn á milli mátti greinaeinn og einn karlmann. Eftir formlegheitin settust konur frá 12 löndum upp á pall til að greina frá stöðu kvennarannsókna í sínu landi. Konum frá V.-Evrópu bar saman um að ýmislegt væri að gerast, nýjar rannsóknir, nýjar bækur, en þó væri róðurinn að þyngjast. Erfiðara væri aö fá peninga til rannsókna og karlveldið greinilega búið að missa umburðarlyndisgrímuna og hið rétta andlit komið í Ijós. Konur frá Mið- og Suður-Ameríku sögðu sínar farir ekki sléttar — kvennarannsóknir væru þar tæpast til og mjög erfitt fyrir konur að hasla sér völl í menntakerfinu. Þarna var kona frá Chile sem lýsti hörmungum sinnar þjóðar undir herforingja- stjórn, sagði frá mótmælum kvennaog því hve menning og rann- sóknir væru aðkreppt. Bjartara var yfir oröum konu frá Egypta- landi sem sagði frá framfaraskrefum í landi Nílarfljótsins. Kona frá Júgóslavíu greindi frá fyrstu skrefum kvennarannsókna þar í landi og var henni fagnað sérstaklega þar sem ráðstefnugestum fannst mikill fengur að því að sjá í hópnum konu frá Austur-Evr- ópu. Þegar frásögnum á pallinum lauk gerðust óvænt tíðindi, i það minnsta fyrir okkur norðankonur. Upp stóð kona ættuð austan úr Asíu og spurði hvernig í ósköpunum stæði á þvi að engin kona frá stærstu álfu heims væri þar á pallinum? Seinna kom í Ijós að kon- ur þær sem buðu upp á fyrirlestur voru jafnframt beðnar um frá- sögn af ástandi kvennarannsókna í landi þeirra, en því miður höfðu ekki fleiri en fulltrúar 12 landa sinnt því. Þegar sú asíska var sest geystist ung kona upp tröppur og hóf að lesa yfirlýsingu frá svörtum konum sem þarna voru staddar. Hún mótmælti því að ráðstefnan snérist nær eingöngu um hvítar konur og sagði hvítar konur ekkert fjalla um systur sínar af öðrum kynþáttum, þær væru ekkert betri en karlarnir, sem sagt rasistar! Konurnar sem skipulögðu ráðstefnuna svöruðu þessu engu að sinni, en síðar mun ég segja frá fundi sem haldinn var um málið. Svartar konur 14

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.