Vera - 01.12.1986, Page 16
eru til af þeim dansandi nöktum úti í náttúrunni (konur Viktoríutím-
ans með alla sína siðavendni hljóta að hafa snúið sér við í gröf-
inni). Dansmeyjan Isadora Duncan sem var mjög fræg á árunum
fyrir fyrra stríð var grein af sama meiði, en hún dansaði í slæðum
einum klæða, eins og hugarflugið bauð henni hverju sinni. Þarna
var fyrirlesari á höttunum eftir breyttum kvenimyndum og hlut
kvenna í þessari merku hreyfingu. Þess má geta að ungmenna-
félagshreyfingin á íslandi var af sama toga spunnin með sína
ættjarðarást, glímur og Mullersæfingar. Fregnir af náttúrudansi
hér á landi hef ég þó engar nema ef vera skyldi frásögn meistara
Þórbergs af meintum engladansi Hjálpræðishersins sem greint
er frá í Ofvitanum.
Samtökin World League for Sexual Reform sem störfuðu á
fyrstu áratugum aldarinnar fengu nokkra umfjöllun og var verið
að skoða hvaða viðhorf ríktu í samtökunum varðandi samkyn-
hneigð, fóstureyðingar, takmarkanir barneigna og kynbótastefn-
una en allt þetta kom til umræðu á fundum þeirra.
Sagnfræðingurinn Michelet sem er einn af feðrum sagnfræð-
innar og gerði garðinn frægann á 19. öldinni var tekinn til bæna.
Hann skrifaöi bók um konur í frönsku byltingunni 1789 sem varð
mjög fræg. En þegar grannt er skoðað kemur í Ijós að gamli mað-
urinn hafði býsna hefðbundnar skoðanir á konum, fordómar og
kvenfyrirlitning blasa við, konur byltingarinnar fóru langt út fyrir
sitt verksvið að hans dómi.
Einn fyrirlestranna fjallaði um skilin milli hins opinbera lífs og
heimavallar kvenna í Englandi 19. aldar og hvenær þau skil tóku
að verða ógreinilegri (þ.e. konur að sækja út í atvinnulífið). Niður-
staða höfundar var sú að skilin hafi byrjað að dofna mun fyrr en
menn áður töldu, fjöldi kvenna hefði stundað ýmis konar störf ut-
an heimilis og átti þá einkum við konur í efri lögum þjóðfélagsins,
konurnar sem áttu að vera heima. Ekki þær konur sem urðu að
sjá heimilum sinum farborða og unnu hörðum höndum. Fyrirles-
ari var prófessor við háskólann í Warwick í Englandi, fullorðin
kona og afar sjarmerandi. Hún byrjaði á að vekja athygli á því að
hún væri klædd í liti gömlu kvenréttindahreyfingarinnar grænt og
fjólublátt (green and purple) en mér var ókunnugt um að þær
hefðu átt sér baráttuliti og þótti þetta merkilegt.
Enn vil ég nefna fyrirlestur um konur í frelsishreyfingu Króata
á 19. öld, en karlmenn með logandi frelsisþrá gerðu þá kröfu til
kvenna sem þeir umgengust að þær væru frelsissinnar og eru til
mörg skemmtileg dæmi um umræður þeirra á milli í bréfum. Þeg-
ar þessi fyrirlestur var fluttur, hringdu bjöllur í kolli mínum og mér
varð hugsað til þeirra kvenna hér á íslandi sem tóku þátt í sjálf-
stæðisbaráttunni. Enginn hefur minnst á þær. Mér varð líka hugs-
að til frásagnar Þórbergs í Ofvitanum þar sem hann velti því fyrir
sér hvort ,,elskan“ hans væri með eða á móti Uppkastinu sem var
hitamál ársins 1908 (Uppkast að sambandslagasáttmála íslands
og Danmerkur).
Rádstefnan sett.
Þórunn Magnús-
dóttir situr á ödr-
um bekk og ef
grannt er skodad
má sjá Guörúnu
Ólafsdóttur og
greinarhöfund aft-
arlega til hægri i
salnum.
Kvennasamstaðan
Hugmyndir og aðferir Súfragettanna í Englandi eru enn á dag-
skrá og sú spurning hvers vegna þær leiddust út í mun harðari að-
geröir en konur annars staðar. Niðurstaða fyrirlesara var sú að
þar hefði verið um samspil stjórnmála, hugmyndafræði, and-
stöðu og persónuleika innan „hreyfingarinnar" að ræða.
Þýska kvenréttindahreyfingin var líka til umræðu og þá einkum
ráðstefna þeirra árið 1896. Þar voru komnar konur úr kvenrétt-
indahreyfingunni og konur úr sósíaldemokratahreyfingunni t.d.
hin fræga Klara Zetkin, en sósíalistar voru heldur neikvæðir í garð
kvenréttindahreyfingarinnar. Á þessum fundi var til umræðu
kvennasamstaðan, hve langt hún næði, hvort allar konur ættu
samleið í ákveðnum málum eða hvort samstaðan gæti yfirleitt
nokkur orðið.
Loks vil ég nefna fyrirlestur um samskipti kvenna og slúður inn-
an gömlu kvenréttindahreyfingarinnar. í baráttunni fyrir kosn-
ingarétti var myndað alheimssamband sem hélt nokkrar ráð-
stefnur m.a. í Kaupmannahöfn 1906 og í Búdapest 1913. Náin
kynni tókust með konum og er mikið til af bréfum sem fóru á milli
þeirra. Þess má geta að Bríet Bjarnhéðinsdóttir sótti báðar áður-
nefndar ráðstefnur og átti í bréfaskriftum við nokkrar þeirra
kvenna sem komu við sögu í þessum fyrirlestri. Bréfin veita inn-
sýn í líf þessara kvenna og sýna okkur að vandamálin eru enn hin
sömu. Togstreitan milli fjölskyldunnar og ,,hreyfingarinnar“,
milli þess sem ætlast er til af konum og þess sem þær vilja sjálfar.
Ýmsar sögur voru á kreiki og erfiðleikar í samskiptum. Ein þeirra
sagði eitthvað á þá leið að það væri ákveðin lífsstefna að vera
kvenréttindakona, þegar sú stefna hefði einu sinni verið tekin yrði
ekki aftur snúið.
16