Vera - 01.12.1986, Side 17
Konurfrá 12 löndum segja frá kvennasögu í sínu landi. Spænskurprófessorvid háskólann I Salamanca hefuroröiö. Á töfluna
lengst til hægri hefur veriö skrifaö: Heimur hvítra kvenna! Rasismi i kvennarannsóknum!
Hver á að skrifa söguna?
Mál er að linni í frásögn af fyrirlestrum. Ég hef ekki minnst á
nomir, tómstundir kvenna, æviskeið kvenna, nýlendukonur,
kennslukonur, sambandið milli kyns og stéttar, kvennahreyfing-
una Beguínurnar sem uppi var á miðöldum og svo ótalmargt sem
þarna var kynnt. Ég einbeitti mér að nútímasögu og sá að árin
milli stríða eru vinsælt rannsóknarefni. Mér er reyndar sagt að
frænkur okkar í Danmörku séu nú að fást við áratuginn milli 1950
og 1960.
Við íslendingarnir sáum kvikmynd um konur í Ástralíu sem rakti
sögu hvítra kvenna frá því að þær voru fluttar sem fangar til
Astralíu og til kvennahreyfingar síðustu ára sem mjög hefur látið
til sín taka þótt ekki komist það í fréttir hér á norðurslóðum. Einnig
skoðuðum við stórmerkilega sýningu um gyðingakonur, siði
þeirra og hlutverk sem hefur breyst nokkuð á seinni árum.
Þá er aðeins eftir að greina frá fundinum þar sem „málin voru
rædd“. Dagana sem ráðstefnan stóð bar öðru hverju á hópi
svartra kvenna (The Black Women's Group eins og þær kölluðu
sig). Einn morguninn heimsóttu þær alla fyrirlestra sem voru í
þangi og lásu upp yfirlýsingu um það misrétti sem þærværu beitt-
ar. Eins bar mikið á auglýsingum frá lesbíum sem greinilega
höfðu ýmislegt við hefðbundna sögu að athuga og töldu sig hafa
sérstakt sjónarhorn á fræðin. Enn varð undirrituð heldur óviðbúin
og undrandi á slíkum áherslum. Á þriðja degi var boðað til alls-
herjarfundar til að ræða samskipti svartra og hvítra innan sagn-
fræðinnar. Eins og ég nefndi hér að framan kom í Ijós að báðir
aðilar höfðu nokkuðtilsíns máls. Rannsóknir hvítra kvennaáhvít-
om konum voru í miklum meirihluta, en því svöruðu hvítar konur
Þannig: Við viljum ekki að karlar séu að skrifa um okkur og túlka
okkar sjónarmið, finnst ykkur rétt að við hvítar konur sem ekki
Þekkjum ykkar aðstæður af eigin raun séum að skrifa um kúgun
svartra kvenna? Veröið þið ekki að gera það sjálfar? Einnig kom
[ Ijós aö þarna var um togstreitu að ræöa milli skóla og stofnana
' Arnsterdam og vandræði í samskiptum. Konur af annarri og
Þnðju kynslóð innflytjenda frá fyrrverandi nýlendum Hollendinga
hnnst þær vera utangarðs og að í þjóðfélagsmynd þeirri sem
drogin er upp af hvítum konum gleymist þær þúsundir kvenna
sem löngu eru orðnar hluti af hollensku samfélagi þótt uppruninn
só annar. Því var hvíslað af sárum hvítum konum að þær svörtu
hefðu verið svo uppteknar við að ræða vanda sinn að þær hefðu
®kki látið sjá sig á þeim fyrirlestrum sem þó fjölluðu um konur í
oýlendum Hollendinga og konur þriðja heimsins. Andrúmsloftið
hreinsaðist eftir fundinn og vonandi verður þessi umræða til að
V|kka sjóndeildarhring þeirra sem fást við sögu í löndum þar sem
ólík þjóðarbrot mætast.
þess skal að endingu getið að Þórunn Magnúsdóttir flutti fyrir-
estur um sjókonur á Islandi og vakti efnið forvitni kvenna frá Eng-
ar>di og Skotlandi sem aldrei höfðu leitt hugann að því hvort kon-
Ur hefðu gripið í ár eða lagt net við strendur Bretlands. Þannig
9eta ráöstefnur sem þessi opnað nýja sýn, komið hugmyndum á
reik og miðlað reynslu frá einu landi til annars.
Kristin Ástgeirsdóttir
Kvennarannsóknir
í Háskóla íslands
Ráðstefnan um kvenna-
rannsóknir i Háskóla íslands í
lok kvennaáratugar S.Þ. 1985
er eflaust mörgum í fersku
minni enda tókst hún einstak-
legavel. Fráhenni varsagt lítil-
lega í VERU, 4. árg. 6/1985.
Áhugahópurinn sem stóð að
undirbúningi ráðstefnunnar lét
ekki þar við sitja heldur boðaði
hann til fundar í Skólabæ,
félagsheimili háskólakennara
við Suðurgötu. Á þeim fundi
var kosin framkvæmdanefnd
sem sá um fundi það sem eftir
var vetrar. Þar að auki voru
stofnaðir starfshópar. Á fund-
inum voru ýmist fræðandi er-
indi og umræður eða rætt um
aðstæður íslenskra kvenna til
kvennarannsókna. Það er Ijóst
að þær eru miklu verri en gerist
meðal nágrannaþjóðanna þar
sem kvennafræði hafa unnið
sér sess í háskólum bæöi inn-
an kennslu og í rannsóknum.
Þess vegna var sérstakur
starfshópur kjörinn á síðasta
fundi fyrir sumarfrí til þess að
koma með tillögur um skipulag
kvennafræða við Háskóla ís-
lands, bæði rannsókna og
kennslu.
Þessi nefnd sem skipuð er
bæði kennurum og nemend-
um við Háskólann sagði frá
störfum sínum á fyrsta fundi
vetrarins í okt. s.l. Það er henn-
ar megintillaga að boðið verði
upp á kvennafræði sem auka-
grein í félagsvísindadeild og
verði hún opin nemendum úr
öðrum deildum, enda verði
boðið upp á valgreinar í ýms-
um greinum bæði innan
félagsvísindadeildar og
annarra deilda. Það eru góðar
líkur á að koma þessu nýmæli
í kring þegar á næsta ári. Hitt
verður eflaust þyngri róður að
koma upp rannsóknarstofnun í
kvennafræðum, eins og hópur-
inn vill stefna að.
Fundarhöldum verður hald-
ið áfram í vetur og er í ráði að fá
einhverja konu eða konur til að
segja frá rannsóknum sinum á
hverjum fundi. Fundirnir, sem
verða auglýstir í útvarpi, eru
opnir öllum þeim sem áhuga
hafa.
í ráði er að gefa aftur út ráð-
stefnubókina frá ráðstefnunni
haustið 1985 en hún seldist
upp á ráðstefnunni.
G.Ó.
AUGLÝSINGASTJÓRI
Vera óskar eftir að ráða auglýsingastjóra sem allra fyrst.
Upplýsingar gefur Ragnhildur í síma 651679 og 22188.
17