Vera - 01.12.1986, Page 27

Vera - 01.12.1986, Page 27
 f* BEINT LÝÐRÆÐI María Jóhanna Lárusdóttir hélt jómfrúar- ræðu sína þann 29. október s.l. Þá mælti hún fyrir breytingu á lögum nr 8 frá 1986, um sveitarstjórnir, eins og það heitir á þingskjalinu. í frumvarpinu er lagt til að íbúar sveitarfélaga verði gerðir virkari þátt- takendur í afgreiðslu sveitarstjórnarmála. Oft er langt á milli kjósenda og fulltrúa þeirra sem sitja í sveitarstjórninni og vafasamt aö fulltrúarnir taki alltaf afstööu í samræmi viö vilja umbjóðenda sinna enda ekki bundnir af því skv. lögum. María Jóhanna benti á að úr þessu mætti bæta ef íbúar sveitarfélaga yröu virkari þátttkendur í afgreiðslu mála. Sveitarfélag- ið getur efnt til almennra borgarafunda um málefni sveitarfélagsins og skv. frumvapinu er sveitarstjórn skylt aö efna til atkvæðagreiðslu um einstök mál, ef tíundi hluti kjósenda eða þriðjungur sveitarstjórnar óskar þess. í sveitarfélögum með færri (búa en 1000 nægir að fjórðungur atkvæðisbærra íbúa óski eftir al- mennri atkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan skal fara fram samhliða næstu almennum kosningum í sveitar- félaginu til þess að hafa kostnað í lágmarki og er sveit- arstjórninni skylt að fresta framkvæmdum varðandi þau mál er íbúar óska atkvæðagreiðslu um. Óvenjuleg ræða Þegar María Jóhanna hafði lokið máli sínu komu þingmenn upp hver af öðrum og þökkuðu henni fyrir vandaða, athyglisverða, fróðlega, skemmtilega ræðu sem var holl lesning, ánægjuleg hugvekja, ágæt grein- argerð svo vitnað sé beint í ummæli nokkurra þing- manna. Ræða Maríu Jóhönnu var óvenjuleg, fróðleg og ekki síst mjög kvenleg. Hún byrjaði með því að vitna í goðafræðina og leiddi okkur í gegnum tíðina til leiðtoga- f undarins sem allir voru nýbúnir að vera vitni að þar sem tveir menn sátu bak við luktar dyr og ræddu saman. Tveir menn með fjöregg alls mannkynsins í höndum sér eins og hún komst að orði. Ljóst er að þörfin fyrir beint opið lýðræði er mjög brýn og þetta frumvarp er skref í rétta átt þar sem það leitast við að efla áhrif fólks á um- hverfi sitt og daglegt líf. ÞJÓÐARATKVÆÐI Ekki er einungis þörf fyrir beint/opið lýðræði í sveitar- félögum, það sama á við um Alþingi. Alþingismenn virð- ast oft vera langt frá umbjóðendum sínum og úr tengslum við brauðstrit fólksins. Er skemmst að minn- ast þegar þingmenn Bandalags Jafnaðarmanna gengu í aðra þingflokka og skildu 9489 kjósendur eftir án full- trúaáAlþingi. í lýðræðishugtakinufelst aðæðstavaldið sé hjá þjóðinni og hér áður voru mikilvægar ákvarðanir teknar á opnum þjóðþingum en vegna þess hve þau eru þung í vöfum var fulltrúalýðræði tekið upp. Þetta kom fram í ræðu Maríu Jóhönnu þegar hún mælti fyrir þings- ályktunartillögu um þjóðaratkvæði þar sem lagt er til að tíundi hluti kosningabærra manna eða þriðjungur þing- manna geti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.