Vera - 01.12.1986, Page 31

Vera - 01.12.1986, Page 31
Aðalstræti 4, 7 og 16. Tjarnargata 11. Vallarstræti 4 og Sigtún við Austurvöll. Kirkjustræti 8,8b og 10 (sem reyndar eiga að víkja sam- kvæmt ákvörðun Alþingis). Flest þessara húsa skipta verulegu máli fyrir svipmót Kvosarinnar og því mikilvægt að þau fái að standa áfram á sínum stað. Eitt þeirra, Aðalstræti 8 eða ísafold- arhúsið, er þó orðið svo aðþrengt af háum steinhúsum að það nýtur sín engan veginn. í umræðum um skipu- lagstillöguna hef ég m.a. bent á að vel mætti flytja það á lóðina Aðalstræti 12 og veita þannig elsta húsi borgar- innar, Aðalstræti 10, einhvern stuðning gegn þeirri steinsteypubyggð sem mun einkennagötuna. Þó borg- in eigi ekki lóðina í dag þá gæti hún vel stefnt að þvf að eiganst hanat.d. með makaskiptum. Þessari hugmynd hefur enginn gaumur verið gefinn af skipulagsyfirvöld- um í Reykjavík. Talsmenn niðurrifsstefnu í skipulagsmálum halda því 9jarnan fram að varðveislufólk vilji frysta byggðina og stilla klukkuna aftur á bak. Þetta er auðvitað ekki rétt og Þeir sem slíku halda fram gera það annað hvort fyrir fá- visku sakir eða í beinu áróðursskyni. I nágrannalöndum okkar er s.k. varðveisluskipulag alþekkt fyrirbæri þegar varðveita á bæjarhverfi eða bæjarhluta. Slíkt skipulag bannar ekki breytingar á húsum heldur kveður einungis á um að tiltekin hús skuli varðveitt án umtalsverðra breytinga. Slfkt skipulag er þannig úr garði gert að eig- Adalstræti séð til norðurs. endur húsanna hagnast ekki á niðurrifi menningarverð- mæta eins og oftast er raunin hér á landi. Með varð- veisluskipulagi er fyrst og fremst verið að tryggja að ákveðið svipmót byggðar haldi sér. Framandi götumyndir Og það er einmitt þetta sem er svo mikilvægt í Kvos- inni, þ.e. að svipmót hennar og sérkenni fái að halda sér. Það er enginn vafi á því að þær útlitsteikningar sem gerðar hafa verið af nýju skipulagstillögunni eru mjög

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.