Vera - 01.12.1986, Side 33
ráð fyrir verulegri uppbyggingu bílageymsluhúsa. Um
1100 stæði verða í bílageymsluhúsum samkvæmt til-
lögunni en hvert slíkt stæði kostar um 450.000 kr. sam-
kvæmt nýjum tölum frá borgarverkfræðisembættinu.
Þessi framkvæmd ein og sér mun því ekki kosta undir
hálfum milljarði króna. Þá er ótalinn kostnaður við
Geirsgötu sem tengjast mun Sætúni og liggja eftir
hafnarbakkanum, sem og kostnaður við breikkun Frí-
kirkjuvegar og Sóleyjargötu. Allt þjónar þetta einka-
bílismanum sem er að verða óheyrilega dýr menningar-
sjúkdómur í samfélagi okkar. Því miður hafa borgaryfir-
völd ekki vilja til að berjast gegn þessum sjúkdómi með
þvi að stórauka og bæta almenningsvagnaþjónustuna.
Nýtið rétt ykkar
Ég hef hér að framan aðeins drepið á stærstu galla
skipulagstillögunnar en ekki fjallað um einstök atriði
hennar. Það segir sig líka sjálft að það er mjög erfitt að
vera með ábendingar varðandi uppbyggingu á ein-
stökum lóðum ef maður er á móti því niðurrifi sem er
forsenda uppbyggingar. Þessi skipulagstillaga er hins
vegar alls ekki alvond. Hún er vel unnin og öll umhverf-
ismótun á götum, göngustígum og útivistarsvæðum hin
ágætasta. Má í því sambandi sérstaklega nefna að
göngugötum fjölgar verulega. Þá er til mikilla bóta að
gera ráð fyrir nýrri skiptistöð fyrir SVR á milli Hafnar-
strætis og Tryggvagötu. Það dregur verulega úr slysa-
hættu að hafa alla vagnana á einum stað en ekki dreifða
um alla Lækjargötu eins og nú er. En þrátt fyrir þessa
kosti þá er skipulagstillagan þess eðilis að ekki er með
nokkru móti hægt að samþykkja hana.
Skipulagstillagan að Kvosinni hefur víða verið höfð
frammi til kynningar á undanförnum misserum en hins
vegar hefur engin opinber umræða farið fram um hana.
Það er segin saga með borgaryfirvöld, þau vilja mata
borgarbúa á því sem þeim hentar í hvert eitt sinn en ekki
standa reiknisskil gerða sinna á opinberum vettvangi.
Þess vegna neitaði meirihluti borgarráðs að veröa við
þeirri tillögu minni að halda almennan borgarafund um
Kvosarskipulagið. En þrátt fyrir þetta er engin ástæða
til að verða úrkula vonar um að hægt sé að hafa áhrif.
í upphafi þessarar greinar vék ég aö þeim reglum sem
gilda um framlagningu skipulagstillagna. Vil ég ein-
dregið hvetja fólk til að nýta sér þann rétt sem því er
tryggður í skipulagslögum og gera athugasemdir við
það sem því mislíkar í skipulagstillögunni. Þannig
getum við m.a. sýnt borgaryfirvöldum hug okkar til
Kvosarinnar. Skipulagstillagan ásamt fylgigögnum
liggur frammi á Hótel Vík og er öllum velkomið að kynna
sér hana þar.
— isg.
Leiðrétting
i síðasta tbl. af Veru læddust tvær villur inn á borgarmálasíðurnar. i
grein um nýja stefnu í dagvistarmálum féll niöur nafn Framsóknar-
flokksins, i upptalningu á þeim sem greiddu atkvæði gegn tillögu Sjálf-
stæðismanna um aö sveitarfélögin fái „algert forræöi" um skipan innri
málefna dagvistarstofnana. Er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins,
Sigrún Magnúsdóttir beðin velviröingar á þessu.
í upptalningu á fulltrúum Kvennalistans i nefndum og ráðum borgar-
innar voru Hulda Ólafsdóttir og Borghildur Maack taldar vera i félags-
málaráði en hið rétta er aö þær eru i heilbrigðisráði. Fulltrúar Kvenna-
listans i félagsmálaráði eru Ingibjörg Sólrún Gisladóttir og Elin Ólafs-
dóttir.
KONUR
Samtök íslenskra námsmanna
erlendis SÍNE, veitir upplýsingar um
námsmöguleika og val erlendis. Opn-
unartími skrifstofu í Félagsstofnun
stúdenta er: mánud., miövikud.,
fimmtud., og föstud., frá kl. 10—12
f.h.
Velkomnar
1.-2. TÖLUBLAÐ 8. ÁRGANGUR 1986
Tímaritið HOLLEFNI OG HEILSURÆKT
miðlar þekkingu eftir kunna manneldisfröm-
uði, einnig fróðleik eftir mikilhæfa vísinda-
menn svo og alþýðumenntaða karla og konur.
Pósthólf 10147 — 130 Reykjavík.
Sími 84118 milli kl. 20—22 virka daga.
33