Vera


Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 4

Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 4
Inspírasjón sótt í bækling- inn ,,Pabbar og mömmur" fró Kennarasambandi Is- lands Hver manneskja hefur ókveðna sjdlfs- mynd og ef ég ætti að lýsa sjólfri mér þó hef ég hingað til talið mig vera víðsýna og frjólslynda manneskju. En þegar ég igrunda mdlið betur þó er ég líklega víð- sýn og íhaldssöm. Ég hef t.d. alltaf verið hólfgerð fornaldareðla á tískusviðinu, mér verður alltaf hverft við ef tískukóngarnir gjörbreyta tískunni. Og þegar mér er farið að þykja eitthvað fallegt þá er það orðið að tísku gærdagsins. Og tónlistarsmekkur minn er einnig íhaldssamur. Ég kann ekki að meta músík samda eftir 1978. Ég við- urkenni að músík Sykurmolanna höfðar ekki til mín, segir mér ekkert nema að Björk hafi fallega rödd og sé sjarmerandi. Mér finnst músík Sykurmolanna vera einn risastór brandari. Má ég frekar biðja um Marianne Faithful, Bítlana, Rollingana eða Leonard gamla Cohen, því þessari íhalds- semi minni fylgir auðvitað rómantísk árátta. En eins og ég sagði, ég taldi mig afar frjálslynda og tók það sem gott og gilt þegar konurnar í Kvennó gáfu út þá til- skipun að vinstri og hægri væru ekki til; megum við heldur biðja um jafnrétti og nýjar víddir, sögðu þær — burt með þessi karlahugtök. — En nú hef ég sem sagt komist að því að ég er íhaldssöm og að vinstri og hægri lifa enn. Ég er þriggja barna móðir og ég er svo íhaldssöm að ég vil að þau fái lýsi á hverjum morgni og fái góða menntun. Þegar ég tala um menntun þá á ég við menntun í sem víð- ustum skilningi, þ.e. öll þau áhrif sem börn verða fyrir og mótar lífsskoðanir þeirra — menntun í siðferði er ekki hvað síst mikil- væg. En lítum nú á þetta umhverfi sem við búum börnum okkar. Við lifum í barnfjandsamlegri borg og þessari borg stýrir Sjálfstæðisflokkurinn. Skólar eru margsetnir, kröfur um næga og góða dagvistun fyrir öll börn lætur Hægri flokkurinn eins og vind um eyrun þjóta. Finnst það nauðaómerkilegt. Þeir snúast eins og flautaþyrlar í kringum sjoppuna sem er verið að byggja á hitaveitutankin- um, dæla peningum í óskabarn sitt — Stöð 2. Palli á Stöð 2 fékk 4 milljónir í styrk til að halda taflmót og fyrrverandi forsætisráðherra sá sér til mikillar skelfing- ar að menningin í Hollývúdd var í stór- hættu og Stöð 2 þar með, svo að í snar- hasti var felldur niður söluskattur af mynd- lyklum Stöðvar 2 - VITUNDARIÐNAÐIN- UM var borgið (svo það er allavega ein iðngrein á grænni — þó ekki sé hún ís- lensk). Myndlyklaævintýrið er upp á rúm- lega 100 milljónir króna. I Sjálfstæðisflokknum eru bæði konur og karlar sem hafa hægrisinnuð viðhorf til lífsins og stefna þeirra er í samræmi við það. HÆGRI OG VINSTRI ERU TIL. Vissulega er þetta heimsk stefna. I þá gömlu góðu daga átti fólk mörg börn til þess að tryggja sér framfærslu í ellinni. Þá sýndi fólk fyrirhyggju. En börnum dagsins í dag, framtíðarauði okkar, er sýnd fyrirlitn- ing. Þeim er ekki boðið upp á mannsæm- andi lífsskilyrði. í stað öryggis og friðar þá eru þau mörg hver á nútíma vergangi. Þau hlaupa til og frá hinum margsetna skóla sínum í stöðugu kapphlaupi við klukkuna, sem aftur skapar stóraukna hættu í umferðinni. Foreldrar ungra barna hlaupandi í hádeginu með börnin úr leik- skóla til dagmömmu, allt innan þess hálf- tíma sem matarhléið varir. Hugsið ykkur alla umferðarhnútana þá. Forkólfar Sjálf- stæðisflokksins vilja nefnilega ekki dag- heimili, þau eru svo dýr, aúk þess sem einn varafulltrúinn í dagvistarnefnd borg- arinnar lýsti því yfir að hún væri á móti dagheimilum. Og auðvitað hlýtur þetta að sætta einstæða foreldrið, mömmu hennar Diddu í Álfheimum, betur við hlut- skipti sitt og barnsins er hún þeysist með barnið úr leikskóla til dagmömmu í hverju hádegi. Didda litla er þó alténd ekki á dagheimili — guði sé lof og prís, eða öllu heldur þökk sé Sjálfstæðisflokknum. Hinum Hægri sinnaða flokki einstaklingsins. Kannski er þetta bara allt spurning um að við foreldrar, fóstrur og kennarar kunn- um ekki að markaðssetja börnin okkar og benda á hvernig má með eðlilegum milli- færslum láta fé til framtíðarinnar, þ.e. í börnin okkar, ala upp menntaða og hæfa einstaklinga sem fá að búa við gott atlæti sem síðan skilar sér til okkar aftur, bæði í formi góðrar samvisku og rólegra og góðra elliára. Nú og með tölfræðilegum markaðsupp- lýsingum væri kannski smuga að sýna þessu skammsýna og óforsjála hægra liði fram á að þessi uppeldisskilyrði og við- horf til barna, sem nú ríkja, gætu hugsan- lega alið af sér nokkra harðduglega nagla sem lifðu þetta af, einstaklinga sem hefðu lært að bjarga sér sjálfir. Það fyrsta sem þessum einstaklingum dytti í hug er það horfði upp á alla ellibelgina (kynslóð Davíðs Oddssonar & co) væri að gefa út tilskipun þess efnis að sökum þess að allir lífeyrissjóðir væru tæmdir, fengju allir elli- belgir 65 ára og eldri tvo kosti, a) þeir fleygi sér sjálfir fyrir ætternisstapann, eða b) þeim verði hjálpað til þess. Skipulegar hópferðir frá BSI kl. 14 dag hvern. Finnst ykkur þetta fráleit tilhugsun? Ég minni á að Hannes Hólmsteinn taldi eina fyrirstöð- una á því að hann gæti selt ömmu sína vera þá að hann einfaldlega ætti hana ekki. Að öðru leyti. . . Elísabet Guðbjörnsdóttir 4

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.