Vera


Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 40

Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 40
Utandagskrárumræða um utanríkismál Föstudaginn 11. nóvembersl. fórfram utandagskrárumræða á Alþingi um utanríkismál. Ástæðan var, eins og öllum mun kunnugt, ákvörðun utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibaissonar, um að ísland sæti hjá við atkvæðagreiðslu um þrjár merkar tillögur hjá Sameinuðu þjóðunum. Annars vegar var um að ræða tvær tillögur um frystingu kjarna- vopna og hins vegar fordæmingu á mannréttindabrotum ísraelsmanna á herteknum svæðum Palestínu. Tvær þingkonur Kvennalistans, þær Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Einarsdóttir, tóku til máls við þessa umræðu og mótmæltu afstöðu utanríkisráðherrans. VERU datt í hug að spyrja Kristínu, sem er fulltrúi Kvennalistans í utanríkismálanefnd, nánar út í málin. — I ræðu sinni á Alþingi hélt Jón Baldvin því fram aö i fyrra hafi veriö borin upp tillaga hjá S.Þ. um hernáms- svædi ísraelsmanna, sem hafi verid eðlisskyld þeirri sem hann tók afstöóu til, og þá hafi íslendingar líka setið hjá. Hvað er hæft í þessu? ,,Það hefur aldrei áður verið tekin afstaða til nákvæm- lega eins tillögu en við höfum áður greitt atkvæöi með svipuðum tillögum þó þær hafi kannski ekki verið eins harðorðar í garð ísraelsmanna. Ástandið á herteknu svæðunurn hefur hins vegar breyst verulega frá þvi í fyrra og það eitt gefur tilefni til að endurskoða afstöðu ís- lendinga. Það sem fer fyrir brjóstið á Jóni Baldvin og fleirum er að ísrael er einhliða fordæmt fyrir ofbeldis- verk gegn óbreyttum borgurum. Mér finnst aftur á móti fyllsta ástæða til að fordæma þá fyrir aðfarir þeirra sem koma fyrst og fremst niður á ungu fólki — unglingum sem kastagrjóti. Þarnaer um að ræöafullvalda riki sem brýtur mannréttindi á fólki sem er undir yfirráðum þess. Palestínumenn eru hins vegar í baráttu gegn innrásar- liði og því fáránlegt að leggja þessar tvær þjóðir að jöfnu eíns og Jón Baldvin vill gera. í þessu sambandi má geta þess að Palestínumenn eru ekki bara beittir pólitískum heldur líka efnahagslegum þvingunum. Fólkið á her- teknu svæðunum má t.d. ekki selja sína vöru nema í gegnum ísrael sem sér til þess að það fær lágt verð fyrir hana. Það hefur verið notað sem réttlæting fyrir hjáset- unni aö Gyðingar hafi verið kúgaðir og ofsóttir um aldir og því eigi Evrópumenn þeim skuld að gjalda. En þess heldur ættu ísraelsmenn að fara með friði gagnvart öðr- um þjóðum sem eiga í vök að verjast.“ — En svo við vikjum að frystingartillögunum þá hélt Jón Baldvin því fram að þær væru afturhaldssamar. Þær frystu vígbúnaðinn á því stigi sem hann er hverju sinni. ,,Það er vægast sagt furðuleg túlkun að halda því fram að frysting komi í veg fyrir fækkun kjarnavopna. Frysting er kannski villandi hugtak en hún gengur út á það að hætta framleiðslu og tilraunum með kjarnavoþn. Hún kemur í veg fyrir það að búin séu til ný og jafnvel öflugri vopn en þau sem fyrir hendi eru. Þá er lagt bann við allri frekari uppsetningu kjarnavopna og því væri t.d. ekki hægt að setja vopn í hafið hér í kringum okkur. Að auki leggja frystingartillögur áherslu á frekari afvopnun en lita ekki á kjarnavopn sem fornminjar sem þurfi að vernda.“ — Aö hvaða leyti eru frystingartillögurnar frábrugðn- ar þvi samkomulagi sem risaveldin gerðu með sér í Washington á síðasta ári? „Samkomulagið í Washington tekur fyrst og fremst á fækkun ákveðinna tegunda vopna eða ,,fjölskyldna“ einsog þaðerstundumsvo nöturlegaorðað. Það kemur hins vegar ekki í veg fyrir framleiðslu nýrra og tekur þar af leiðandi ekki á vopnabúrinu sem slíku. Einmitt þess vegna eru frystingartillögurnar svo mikilvægar." — Jón Baldvin bar við tímaleysi. En eru tillögur hjá S. Þ. ekki lagðar fram löngu áður en þær eru afgreiddar? „Þetta er hreinn og klár fyrirsláttur hjá Jóni Baldvin og ómerkilegt að kenna starfsmönnum ráðuneytisins um þó að hann hafi ekki haft tíma til að kynna sér málin. Til- lögurnar um frystingu hafa marg sinnis komið fram áður á þingum S.Þ. og þar að auki má nefna að það var ekki búið að afgreiða þær þegar utandagsskrárumræðan fór fram á Alþingi. Þeim var frestað þann sama dag, skellt saman í eina og breytt lítillega þannig að utanríkisráð- herra hafði nægan tíma til að endurskoöa afstöðu sína. Það má að vísu segja að hann hafi haft lítinn tíma til að taka afstöðu til tillögunnar um að fordæma mannrétt- indabrot ísraelsmanna því hún var lögð fram í allsherjar- þinginu 2. nóvember og borin undir atkvæði þann þriðja. En það ætti að taka sama tíma að taka jákvæða afstöðu eins og það tekur að velja hjásetu." — Nú tók utanrikisráðherra ákvörðun í þessum mál- um upp á eigin spýtur þ.e. án samráðs við utanríkis- málanefnd eða rikisstjórn. Hvað finnst þér um þau vinnubrögð? „Utanríkisráðherra hefur formlegt vald til þessa en mér finnst hrikalegt að horfa upp á hvernig hann misnot- ar það. Það vekur auðvitað upp spurningar um það hvernig við í Kvennalistanum gætum nokkurn tíman tek- ið þátt í samvinnu við menn sem fara svona með vald sitt. Væru það svona vinnubrögð sem við ættum von á ef við færum í ríkisstjórn? Það sem er ekki síður alvar- legt er að utanríkisráðherra telur greinilega að hann þurfi ekki að taka tillit til vilja mikils meirihluta þjóðarinn- ar sem er algerlega andvígur kjarnorkuvopnum. Þaö hefur m.a. komið fram í skoðanakönnun að um 90% þjóðarinnar er fylgjandi kjarnorkuvoþnalausu svæði á Norðurlöndum. En Jón Baldvin hefursvo miklaþörf fyrir að skapa sér sérstöðu og virðist telja það sitt aðals- merki. Það vekur hins vegar athygli manns að sérstaða hans virðist alltaf vera í því fólgin að ganga aftur á bak.“ — En hvernig er hægt að túlka utanríkisstefnu núver- andi ríkisstjórnar félagshyggju I Ijósi þessara atburða? „Það má náttúrlega segja að afstaða utanríkisráð- herra samræmist ekki málefnasamningi ríkisstjórnar- innar sem segir manni aftur þaö að falleg orð á blaði skipta afskaplega litlu máli. Það eru verkin sem segja til um það hvort ríkisstjórn er félagshyggjustjórn eða ekki.“ —isg. 40

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.