Vera - 01.12.1988, Síða 21

Vera - 01.12.1988, Síða 21
1 ^ \pj k X— M i V l fannst mjög spennandi aö gera tilraun til aö halda úti áhuga- mannaleikhúsi innan um öll atvinnuleikhúsin hér i Reykjavík. Viö ákváöum aö vera meö öðruvísi verk en önnur áhugaleikhús, og eitthvað nýtt. Því var eðlilegast að semja bara verkið sjálfar og við fengum til liðs við okkur Unni Guttormsdóttur. Leikritið hlaut nafn- ið „Sálir Jónanna“. Þettaerekkiskopstæling á Gullnahliöi Davíðs Stefánssonar eins og margir kynnu að halda, heldur studdumst við við sömu þjóðsögu og Davíð gerði, þ.e.a.s. „Sálina hans Jóns míns“. Þettavar heljarmikiðdraugaverkmeð þjóðlegu ívafi. Bjarni Ingvarsson leikstýröi og varsýningin haldin áGaldraloftinu í Hafn- arstræti, og höfum við haft aðsetur þar síðan. Vorið á eftir sýndum viö leikritið ,,Ó þú“, sem viö þessar sömu sömdum, en þetta er ástarsaga pilts og stúlku. Eftir það bættist Hjördís Hjartardóttir við skáldahópinn og sl. vor sýndum við ,,Hið dularfulla hvarf ungu brúðhjónanna, Indriða og Sigríðar, daginn eftir brúðkaupið og leit- in af þeim“. Við þetta leikrit var einnig frumsamin tónlist eftir Árna Hjartarson. Þetta er sakamálaleikrit með söngívafi. Sigrún Val- bergsdóttir leikstýrði báðum þessum verkum. Nú hafið þið lagt heilmikla vinnu i öll þessi leikrit. — Hafa önnur félög getað tekið þau upp til sýninga? — Þessi verk okkar eru frekar mannmörg því við höfum skrifað þau meö ákveðinn hóp í huga, en það er mjög ánægjulegt að flest þessi leikrit hafa verið tekin upp í hinum ýmsu áhugaleikfélögum víðast hvar um landið, þó að stundum hafi reynst erfitt að manna hlutverkin. Við höfum reynt að sjá sem flestar uppfærslur, og mæt- ir þá gjarnan allt leikfélagið í rútu og með tilheyrandi tilstandi. Hlutverk fyrir alla sem mæta á æfingarnar Geta allir fengið hlutverk i Hugleiki? — Hingað til höfum við skrifað hlutverk fyrir alla þá sem mæta -§ tD .<0 <5 ■2 ■o iT ra c c "a c E <0 á æfingarnar. En áhuginn og eftirspurnin er orðin svo mikil að það er óvíst hvort við getum haldið því áfram. Hver er skýringin á þessum mikla áhuga? — Það er auðvitað draumurinn um að ,,slá í gegn“, þekkjast á götu, og allt þetta sem fylgir frægðinni. — Þannig er það að sjálf- sögðu með okkur. Hvernig hópur er það sem myndar Hugleik? — Stjórnmálamenn, bakarar, háskólarektorar, félagsráðgjafar, smiðir, manngæskufólk, hundar, svo eitthvað sé nefnt. Sem sagt þverskurður af öllu því besta í borgarlífinu. Peningar? — Uss — litlir peningastyrkir, en ómældir styrkir frá hinu opin- bera og einkaframtakinu í formi efnis(taka) s.s. orgel, hjólastóll, lík- klæði og þvíumlíkt. (Svo við Veru-konur förum nú að haga okkur eins og alvöru blaðamenn, var þvi eðlilegast að spyrja:) Hvað eruð þið með i prjónavélinni? — Nú erum við með tilraunastarfsemi í gangi sem er talsvert frá- brugðin fyrri aðferðum okkar. Við erum að semja sögu, að þessu sinni bara við tvær, um Ingveldi á Iðavöllum — og mennina í lífi hennar. Við höfum þann háttinn á að leikhópurinn hittist einu sinni í viku. Þar komum við fram með kafla og kafla sem síðan er unninn með spunaaðferð út frá þeim hugmyndum sem við komum með. Á milli æfinga endurvinnum viö það sem fram fór, og á næstu æf- ingu komum við með nýjan kafla. Svona verður haldið áfram þar til verkið er fullmótað, og þá er hægt að ganga frá eiginlegu hand- riti. í þessari vinnu er með okkur leikstjórinn sem setja mun leikrit- ið upp, en það er Hanna María Karlsdóttir. Við reiknum með að handritið verði tilbúið fyrir jól og hinar eiginlegu æfingar hefjast eftir áramótin. Ekki óalgengt að stökkva frá kartöflupottunum Nú eruð þið báðar i fullu starfi og auk þess með heimili. — Hve- nær hafið þið tíma til að sinna þessu þriðja starfi ykkar? — Við erum svo heppnar að búa í sama húsi og getum því hist hvenær sem er eftir vinnu — um leið og hugmynd kviknar. Það er ekki óalgengt að stökkva frá kartöflupottunum til þess að koma á framfæri góðum hugmyndum, eða ræða saman yfir stórþvottin- um. Við notum allan þann tíma sem viö getum fengið. Vinnslan er alltaf í gangi — þó verið sé að gutla í ýmsu öðru. Nú svo gerum við það sem allir aðrir alvöru rithöfundar gera — hverfum af sjón- arsviðinu með tölvuna í farteskinu, i einhvern alþýðubústaöinn. Ætli að við flytjum ekki þangað stuttu áður en handritið á að vera klárt. Er eitthvað eftir í prjónavélinni að þessu sögðu? Já, að sjálfsögðu, — t.d. útvarpsleikrit og sjónvarpsleikrit, að ógleymdri bók sem berst með einhverju flóöinu. Með þessum orðum kveðjum við þessar kátu konur og vitum að verðlaunin bíða þeirra — ef ekki í þessu lífi þá í hinu næsta, — eins og í sannri þjóðsögu. S.H./G.Ö. 21

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.