Vera - 01.12.1988, Page 17

Vera - 01.12.1988, Page 17
þess aö stofnkostnaður viö byggingu íbúðanna er mikill, miöaö viö rekstrarkostnað þeirra þegar þær eru tilbúnar og komnar í notkun. Ef hætt væri að taka vexti þá gæti meirihluti fólks oröið tvöfalt ríkara en þaö er eöa unnið aöeins helming þess sem þaö nú gerir og samt haldið sömu lífskjörum. 3. Núgildandi peningakerfi meðhöndlar alla á sama hátt. Aö þessi staðhæfing er röng sést best á 3. mynd. Þýskum fjölskyldum var skipt eftir tekjum í 10 jafnstóra hópa og fundið út hversu mikið hver hópur greiddi í vexti og fékk sem vaxtatekjur. 80% fjölskyldna borga mun meira í vexti en þær fá, 10% fjölskyldna fá örlítið meira í vaxtagreiöslur en þær borga en síðasti tíundi hluti fjölskyldnanna sópar til sín sem gróöa nær öllu því sem 80% þjóðarinnar hefur tap- að á vöxtum. í peningakerfi okkar er dulið dreifikerfi sem stööugt sópar peningunum frá þeim sem hafa lítið til hinna sem hafa mik- iö og sífellt meiri peningar lenda á sífellt færri höndum. Stjórnarskrár flestra ríkja eiga að standa vörð um jafnan rétt allra þegna til þeirrar þjónustu sem ríkiö veitir, vextir og vaxtavextir ættu því að vera lögbrot í þessum löndum, því þeir leiða til þess að 10% fjölskyldna fá stööugt meiri þjón- ustu en þær borga fyrir á kostnað um 80% sem fá minna en þær borga fyrir. Þetta ríka fólk á mikið af lausu fé sem flæðir um heiminn þangað sem gróða er von t.d. við hlutabréfaviðskipti. Talið er að laust fé hafi tvöfaldast í heiminum síðan 1980 og sam- kvæmt áætlun Alþjóðabankans eru peningaviðskipti í heiminum 15—20 sinnum meiri en nauðsynlegt er vegna vöruskipta. Peningar eru því komnir langt út fyrir upphaf- legt hlutverk sitt. 4. Verðbólga er óaöskiljanlegur hluti frjáls markaðshag- kerfis. Þessa skoðun hafa margir vegna þess að verðbólga ríkir í öllum löndum þar sem frelsi ríkir á fjármagnsmarkaði. Á 4. mynd sést kostnaðarþróun ýmissa þátta sem valda verð- bólgu í V-þýska hagkerfinu. Tekjur ríkisins, þjóðarfram- leiðsla og meðaltekjur jukust um 300% á árunum 1968— 82 en á sama tíma jukust greiddir vextir ríkisins um 1160%. Vextina var þó hægt að greiða því enn voru þeir miklu lægri, eða 29 miljarðar, heldur en þjóðarframleiðslan sem var 1600 miljarðar marka. Þróunin er augljós, fyrr eða síðar munu skuldir ríkisins verða meiri en tekjurnar vegna þess að þær vaxa hraðar. Margrit Kennedy vitnar i John L. King sem mun vera hag- fræði-sagnfræðingur. Hann telur vexti einu orsök hækk- andi verðlags, þar sem þeir séu faldir í öllu sem við kaup- 4. mynd. Þróun ýmissa hagstærða % 1968 1982 um. Innanlandsskuldir í Bandaríkjunum segir hann vera 9 þúsund miljarða dala, 10% vextir á þær þýðir að verðlag hækkar um 900 miljarða dala sem samsvarar 4% hækkun á verðlagi og þá hækkun kalla sérfræðingar verðbólgu. John King líkir vöxtum og vaxtavöxtum við ósýnilega eyði- leggingarvél sem sé á fullu nú á tímum, vegna heimsku- legrar vaxtaþráhyggju sem við verðum að losna við. Skuldir í Bandaríkjunum hafa ellefufaldast á síðustu 33 árum. Stjórnvöld ýta undir skuldasöfnun með lánafyrir- greiðslum, skattaívilnunum o.fl. Ástæða þess er sú, að eina leiðin til þess að meiri hluti fólks fái afborið vaxtakerfið er að auka stöðugt hagvöxt þannig að hann fylgi líka veldis- vaxtarkúrfu. Niðurstaða 1. kafla er sú, að hvort sem við tökum mið af verðbólgu, félagslegu jafnrétti eða umhverfinu þá væri skynsamlegt fyrir margra hluta sakir að skipta á hinni heimskulegu þráhyggju og einhverju betra kerfi sem héldi peningum í hringrás. II. Kafli: Myndun peningakerfis sem er án vaxta og verðbólgu. í lok 19. aldar var uppi kaupmaður að nafni Silvio Gesell. Honum varð það að umhugsunarefni að stundum var auð- velt að selja varning háu verði en í annan tíma var sala erfið þrátt fyrir lágt verð. hann taldi að þessar sveiflur væru ekki háðar vörugæðum eða þörf fólks fyrir hlutina heldur verð- gildi peninga á peningamarkaðnum. Væru vextir lágir þá keypti fólk og fjárfesti en ef vextir voru háir þá fjárfesti fólk ekki, fyrirtæki fóru á hausinn og atvinnuleysi jókst. Gesell benti á, að peningar væru ólíkir öllum öðrum eignum, það kostaði ekkert að eiga þá. Maður sem á birgðir af eplum er neyddur til að selja eplin eigi hann ekki að tapa á eign sinni, þau rýrna við geymslu og það kostar eitthvað að geyma þau. Eigandi peninga getur geymt þá eins og hann vill, það kostar ekkert að eiga þá. Gesell vildi þess vegna láta fólk borga fyrir að eiga peninga eins og allt annað verðmæti. í stað þess aö borga vexti til þeirra sem eiga meiri peninga en þeir þurfa, þá ætti fólk að borga fyrir að halda peningum frá hringrás viðskiptanna. Vextir eru nú einkaeign og gróði, en gjaldið fyrir peninganotkunina ætti að verða almenn- ingseign, yrðu tekjur fyrir stjórnvöld, sem gætu leitt til lækk- unar skatta og færu aftur inn í hringrás viðskipta. Það eru stjórnvöld sem framleiða peninga til þess að auðvelda skipti á vörum og þjónustu. Kjósi einhver að safna peningum og halda þeim utan hlutverks síns þá verða hinir sömu að borga gjald fyrir það. Bent er á að 90% af því sem viö köllum peninga eru tölur í tölvu. Stungið er upp á, að allir hafi tvo reikninga með nýj- um peningum: Eyðslureikningur verði með reiðufé og af þeim reikningi borgi eigandinn t.d. 1/2% á mánuði. Afgangs peningar þessa reiknings gæti eigandinn flutt yfir á spari- reikning. Ekki þyrfti að borga fyrir að eiga peninga á spari- reikningi en af honum mætti bankinn lána fé í ákveðinn tíma. Eigendur reikninganna fengju auðvitað ekki neina vexti en hins vegar héldu peningarnir verðgildi sínu, sá sem fengi lán borgaði auðvitað ekki heldur vexti. Ef bank- inn lánar ekki féð, þá verður hann að borga fyrir það fé sem hann situr á. Þessi endurskipulagning þýddi að aðeins yrði framleitt og sett í umferð það magn peninga sem þyrfti til viðskipta. Þegar það magn væri framleitt yrði ekki framleitt meira, þannig að framleiðslukúrfa peninga fylgdi náttúrulegri kúrfu. Tvær hættur eru samfara þessum breytingum á peninga- kerfinu. í fyrsta lagi sú að fólk noti afgangspeninga i lóða- eða jarðabrask og í öðru lagi óhófleg þensla. Með breyttu peningakerfi þarf því að breyta eignarhaldi á landi og breyta skattakerfi.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.