Vera


Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 24

Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 24
Nýlega hafði Vera spurnir af hjúkrunarfræðingi sem héltfyrirlesturum hjúkrunarstarfið og kvenfrels- isbaráttuna (feminisma), sem þykir nokkuð frétt- næmt því þó hjúkrun sé starf sem er mótað af kon- um og stundað af konum heyrist það ótrúlega sjaldan nefnt í tengslum við kvenfrelsisbaráttuna. Veru lék því forvitni ó að finna þessa konu og heyra um tengsl kvenfrelsisbaráttu við hjúkrunarfræði og læra um viðhorf hennar og rannsóknir. Eftir nokkra leit fannst Kristín Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur uppi í Háskóla Islands þar sem hún kennir í náms- braut í hjúkrunarfræði. Kristín Björnsdóttir lauk BSc prófi í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands árið 1981 og eftir tveggja ára starfsreynslu fór hún í framhaldsnám í hjúkrunarfræði til Bandaríkjanna. Hún er nú að vinna að doktorsritgerð sem fjallar um hvað mótar samskipti hjúkrunarfræðinga og sjúkl- inga. I rannsóknum sínum gengur Kristín út frá því að hjúkrun er starf sem stundað er af konum fyrst og fremst og hún tekur mið af sjónarhorni kvenna. Er þá mikið um að hjúkrunarfræðingar erlendis taki á rannsóknum í hjúkrun út frá ,,feminisku" sjónar- horni? „Þeim ,,Nei það er mjög þröngur hópur sem gerir það. Raunar var mér ráðlagt frá því að taka þennan pól í hæðina af sumum félögum mín- um í skólanum. Þeim fannst ég allt of róttæk. Mér hins vegar fannst þetta allaf mjög eðlilegt viðfangsefni. Ef til er eitthvað sem heitir hjúkrunarfræði þá hlýt ég að leita að þeim fyrirbærum sem þessi fræði takast á við. I leit minni að því hvað mótar hjúkrunarfræðina stóð það upp úr, sem mikilvægt atriði, sú staðreynd að hjúkrunin er kvennastarf. Eg ákvað að byrja á þeim grunni og svo sögu hjúkrun- arstarfsins því fræðigreinin er jú ekki til án starfsins. Við vitum nú að konur hafa sinnt mikilvægum störfum sem hafa ver- ið ósýnileg, en eru samt mikilvæg. Þetta eru störf sem felast í því að styðja einstaklinga til þroska, vernda og hjálpa, það sem við nefn- um umönnunarstörf, störf sem snúa að einstaklingum en ekki hlutum. Konur hafa sinnt þessum störfum og þau eru ósýnileg þ.e.a.s. þang- að til þær hætta, þangað til enginn sinnir þeim lengur. Þetta á við um hjúkrunarstarfið líka. Margir skilgreina hjúkrunarstarfið sem tæknilega framkvæmd á verkum læknanna, kvennahlutann sem er ósýnilegur. Nú hata margar rannsóknir á heilbrigðisþjónustunni lýst henni sem mjög ópersónulegri. Manngildi virðast ekki lögð til grundvallar. Hins vegar eru svo einkenni hjúkrunarstéttarinnar sem kvennastéttar þar sem mannlegu hliðinni er sinnt. Þetta er mótsögn sem ég geng út frá í rannsóknum mínum og ég hef áhuga á að skoða samspil þessara þátta." 24 Hvernig hafa feministar haft áhrif á hjúkrunarfræðina? ,,l Bandaríkjunum hafa feministar utan stéttarinnar kallað hjúkrun- arfræðinga „token torturers". Þarna er litið á lækninn sem kvalara og hjúkrunarfræðinginn sem þann sem framkvæmir verkin sem hann skipar, einhverskonar böðul. Læknirinn segir til dæmis að sjúklingur- inn eigi að fá lyf og hjúkrunarfræðingurinn sér um framkvæmdir. Með þessu er verið að segja að hjúkrunarfræðingurinn sé viljalaust verkfæri í höndum læknisins og samskiptum læknis og hjúkrunar- fræðings líkt við samskipti karls og konu á heimilunum. Þar er mikil- vægi ákvarðana skilgreint út frá gildismati karlanna t.d. eru fjármál álitin mikilvæg, en umönnun og matseld, sem konan tekur oftar ákvarðanir um, er ekki álitin eins mikilvæg. Þegar hjúkrunarfræðing- urinn er skilgreindur út frá starfi læknis er verið að taka gildismat karl- „Kvennahreyfingin hefuraldrei stutt baráttu hjúkrunarfræðinga fyrir aukinni menntun því hún taldi ekki þurfa menntun til hjúkrunar- starfa heldur bara stórt hjarta." fannst ég i

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.