Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 39
Rætt um
bráðabirgða-
lögin
Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar eru nú kom-
in til nefndar í efri deild eftir 1. umræðu.
Kvennalistakonur hafa sitthvað við þau að at-
huga og þá auðvitað fyrst og fremst launafryst-
inguna og afnám samningsréttarins. Einnig
hafa þær gagnrýnt harðlega þær vinnuaðferðir
sem ríkisstjórnir virðast hafa tileinkað sér, að
setja æ ofaní æ bráðabirgðalög. í umræðum á
þingi um efnahagsaðgerðir og bráðabirgðalög-
in sagði Danfríður:
„Síðustu ríkisstjórn lá mikið á að senda okkur þing-
menn heim sl. vor og um leið og við vorum horfin úr
þingsölum voru sett tvenn bráðabirgðalög og enn ein í
lok ágúst, rétt áður en ríkisstjórnin leið undir lok. Þetta
þótti okkur þingmönnum að vonum alls óviðunandi,
hefðum að sjálfsögðu átt að fá tækifæri til að sitja lengur
fram á sumarið og taka afstöðu til þeirra mála sem svo
mjög lá á að leysa. Til þess erum við kjörnir fulltrúar inn
á Alþingi. Nú, með nýrri ríkisstjóm jafnréttis og félags-
hyggju, megum við enn búa við þau ólýðræðislegu
vinnubrögð sem birtast í því að setja bráðabirgðalög svo
skömmu fyrir þingsetningu sem raun ber vitni. Það
hefði verið hæstv. ríkisstjórn í lófa lagið að boða til þings
heldur fyrr en hefðin segir til um til þess að fjalla um þær
alvarlegu horfur sem uppi eru í efnahags- og atvinnulífi
þjóðarinnar. Það eru bæði ólýðræðisleg og óþingræðis-
leg vinnubrögð sem menn hafa hér gripið til."
Fyrr í sömu umræöu hafði Guðrún Agnarsdóttir sagt:
„Efnahagsvandi er nokkurn veginn örugg stærð sem
reikna má með í þjóðfélaginu á hverjum tíma, misþung-
ur að vísu en ævinlega vandi sem hver stjórn verður að
glíma við. Hann verður aldrei leystur í eitt skipti fyrir öll.
Samt megum við í sífellu horfa upp á skyndilausnir í
formi bráðabirgðalaga þar sem verið er að bjarga þjóö-
inni undan mismunandi stórri holskeflu yfirvofandi
neyðarástands. Oft er einmitt um að ræða ástand sem
er afleiðing af óstjórn eða stjórnleysi ríkisstjórna og þá
grípa menn til þess ráðs að bæta gráu ofan á svart með
því að nota lögin til að ganga á rétt einstaklinganna, dýr-
mætan, óvefengjanlegan rétt launþega sem barist hef-
ur verið fyrir, samningsréttinn. Sumir, jafnvel verkalýðs-
foringjar, gefa lítið fyrir þennan rétt nú orðið, telja sig
raunsæja þegar þeir benda á aðra þætti, efnahags- og
félagslega, sem reynast munu drýgri til að bæta hag
launþega en óskertur samningsréttur. Vissulega hefur
tilhneigingin einmitt verið sú aö þegar velferðin er inn-
leidd, þá er það einmitt með ýmsum bótum og félags-
legum aðgerðum til aö bæta fólki upp á ýmsan hátt þau
vandræði að geta ekki séð sér farborða með eðlilegri og
jafnvel mikilli vinnu.
Það fer orðið lítið fyrir umræðum um grundvallaratriöi
í pólitík á þessum síðustu tímum, segir einmitt sá verka-
lýðsforingi sem af svonefndu raunsæi sínu telur samn-
ingsrétt ekki ráða úrslitum um hag launþega. Það kann
að vera rétt að of lítil umræða fari fram um grundvallar-
atriði í stjórnmálum. Kvennalistakonur, sem eiga ung
samtök, líta einmitt á setningu bráðabirgðalaga og af-
nám samningsréttar launafólks sem grundvallaratriði,
grundvallaratriði sem ber að virða og fara vel með. Fyrir
bragðið hafa bæöi sumir stjórnmálamenn og fjölmiðla-
menn talið Kvennalistakonur óraunsæjar, jafnvel
ábyrgðarlausar."
Síðar segir Guðrún:
,,Mig langar til þess að vitna hér í það sem danskur
fræðimaður að nafni Hal Kock hefur skýrt frá í bók sem
heitir ,,Hvað er lýðræði?" og kom reyndar út árið 1946.
Þar fannst mér ég lesa það sem ég oft hef fundið sjálf
þegar ég sit hér á þingi. Ég þarf einmitt að svara því í
stuttu viðtali hvað mér hafi þótt neikvætt við það að
vinna í pólitíkinni og vinna þingstörfin og hvað hafi kom-
ið mér á óvart. Eitt af því sem hefur komið mér á óvart
og eitt af því sem mér hefur líkað illa er nákvæmlega það
sem þessi fræðimaður lýsir. Ég ætla að lesa fyrir ykkur
þá lýsingu, hv. þm., meö leyfi forseta:
,,í byggðarlagi nokkru er sóknarnefnd sem skiptist í
meirihluta þar sem eru sjö nefndarmenn og minnihlut-
ann sem er skipaður fjórum nefndarmönnum. Meiri
hlutinn er þannig öruggur og engin ástæða til að ætla
að á því verði breyting á næstu árum.
Á sóknarnefndarfundum gerist það mjög oft að meiri-
hlutinn fylgir úr hlaði með örfáum orðum tillögu sem þeir
hafa áður komið sér saman um að flytja. Þvi næst fær
minnihlutinn orðið. Sóknarnefndin er lýðræðisleg sam-
koma. Þau í minnihlutanum tala langt mál og stundum
vel rökstutt sem sýnir fram á erfiðleikana sem fylgja mál-
efninu. Á meðan minnihlutinn flytur mál sitt getur eng-
inn áttað sig á því hvort meirihlutinn hlustar eða sefur,
en við verðum að gera ráð fyrir því fyrrnefnda.
Þegar minnihlutinn hefur gert grein fyrir athuga-
semdum sínum getur verið að formaðurinn segi nokkur
orð. Hann er gjarnan hvassyrtur. Það hefur ekki liðið
langur tími þangað til meirihlutinn leggur til aö nú skuli
gengið til atkvæða. Frekari umræður eru vanalega ekki
taldar nauðsynlegar. Þær eru það heldur ekki. Meiri-
hlutinn hefur gert út um málið áður en kom til fundarins
og lætur sig andstæðingana engu varða og heldur ekki
sjónarmið þeirra.
En sóknarnefndarfundinum lýkur alltaf með góðri,
lýðræðislegri atkvæðagreiðslu þar sem atkvæðin falla
sjö á móti fjórum svo merkilegt sem það nú er. Eftir þetta
snýr sér hver að sínu fullviss um að unnið hafi verið lýð-
ræðislega.
Höfðu ekki allir málfrelsi? Var málið ekki leitt til lykta
með atkvæðagreiðslu og réði meirihlutinn ekki? Hvað
vilja menn meira? Allir verða yfir sig hlessa. Sennilega
kemur það minnihlutanum skemmtilega á óvart að
heyra fullyrt að þetta háttalag sé í hæsta máta ólýðræð-
islegt."
Ég vil nefna það líka að á siðustu tíu árum hafa þrisvar
sinnum verið sett almenn lög og sex sinnum bráða-
birgðalög um kjaraskerðingu með því að ógilda samn-
inga og þá eru ekki talin með lög sem er stefnt gegn að-
gerðum ákveðinna verkalýðsfélaga."
Og Guðrún endar á að spyrja:
,,bæði hæstv. forsrh. og hæstv. menntmrh. sem hér
situr: Hvernig geta þingmenn og launþegar treyst því að
í febrúar eða mars verði ekki sett önnur lög, jafnvel
bráðabirgðalög, sem framlengja afnám samningsréttar
og afnema lögbundna launahækkun, umsamda launa-
hækkun? Hvernig getum við treyst því þó að því hafi ver-
ið lofað að svo verði ekki?"
39