Vera


Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 42

Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 42
I leit að sjálfsmynd blökku- mannsins Nýlega kom út í íslenskri þýðingu skáld- sagan Astkær eftir bandarísku blökkukon- una Toni Morrison. Á frummálinu heitir hún Beloved og hlaut höfundurinn Pulitzer bókmenntaverðlaunin fyrir hana sem bestu skáldsöguna í Bandaríkjunum árið 1987. Ástkær er fyrsta verk Toni Morrison sem þýtt er á íslensku, en auk þess hafa komið út eftir hana skáldsögurnar The Bluest Eye, árið 1969; Sula, sem kom út árið 1974 og Song of Salomon, 1977. Tony Morrison er af mörgum talin vera einn athyglisverðasti skáldsagnahöfundur sem komið hefur fram í Bandaríkjunum á síðustu tveimur áratugum, en hér á landi er hún tiltölulega lítið þekkt. Til að fræðast örlítið um hana og hina nýútkomnu bók leitaði Vera til Soffíu Auðar Birgisdóttur, bókmenntafræðings, en hún hélt fyrir skömmu útvarpserindi um Toni Morrisson. Þar sagði hún m.a. að oft væri talað um upphaf áttunda áratugarins sem byrjun blómaskeiðs í bókmenntum svartra kvenna í Bandaríkjunum og fram á sjónarsviðið hefðu komið margir svartir kvenrithöfundar sem síðan hefðu staðið í fremstu röð bandarískra samtímahöfunda. Auk Toni Morrison má nefna Alice Walker, Mayu Angelou og Gloriu Naylor sem allar eiga verk þýdd á íslensku. En um hvað skrifar Toni Morrison? Hver er söguþráðurinn 1 þessari nýju bók sem hlotið hefur svo mikið lof? Við gefum Soffíu orðið: „Segja má að leit blökkumannsins að sjálfsmynd sé undirtónninn í öllum verkum Toni Morrison. Sögur hennar eiga allar rætur í átakanlegri sögu og sérstæðri menningu bandarískra blökkumanna, sprottnar upp úr þeirri sársaukafullu reynslu sem þeir allir eru hluti af. Þetta á ekki síst við um nýjustu skáldsögu hennar, Beloved eða Ástkær, sem er saga blökku- konunnar Sethe og segir frá lífi hennar allt frá því að hún fæðist og fram á fullorðins- ár. Móðir hennar var ánauðugur þræll og bar brennimerki undir brjóstinu því til sönn- unar. Sethe elst upp í ánauð, giftist sam- þræli sínum og eignast með honum þrjú börn og þegar það fjórða er á leiðinni ákveða þau að flýja. Sethe tekst að flýja með börn sín en verður viðskila við eigin- mann sinn og veit ekkert um afdrif hans fyrr en tæpum tveimur áratugum síðar. Hún fæðir dótturina Denver á flóttanum. Sethe og börnin komast í hús hjá tengda- móður hennar, sem einnig er fyrrverandi þræll, en sonur hennar, maður Sethe, hafði keypt henni frelsi þegar hún var orð- in gömul og útkeyrð. Frelsi móður sinnar borgaði hann með þrotlausri aukavinnu allar helgar í fimm ár á meðan aðrir hvíld- ust. Þegar Sethe hefur notið frelsisins í 28 daga hafa eigendur hennar upp á henni og koma til að færa hana og börnin til baka. Þegar hún sér þá nálgast grípur hana örvæntingaræði, hún safnar saman öllum börnum sínum, hleypur með þau inn í skemmu og ætlar þar að taka líf þeirra allra fremur en að láta þau falla ( hendur hvítu mannanna aftur. Þeir snúa til baka þegar þeir hafa litið hana augum blæð- andi upp fyrir haus með blæðandi börnin í kringum sig. Tveir elstu synir hennar lifa af, og einnig kornabarnið sem hún hafði ekki náð að skera þegar það var tekið af henni, en næstyngsta dóttirin á fyrsta ári, dó, skorin á háls af móður sinni. Þessi harmleikur verður til þess að Sethe, þegar hún hefur afplánað fangelsisvist, er útilok- uð frá mannlegu samfélagi. Blökkufólkið forðast hana og hún fer ekki út úr húsi nema til vinnu. Ástkær er það nafn sem Sethe lætur grafa á legstein litlu dóttur sinnar. Áður en langt um líður verður það Ijóst að andi hennar býr í húsinu hjá móð- ur sinni og systkinum. Draugur barnsins býr í húsinu þangað til fyrrverandi sam- þræll Sethe og manns hennar sest þar að 18 árum eftir atburðinn. Fyrir honum verð- ur draugurinn að hopa. En stuttu síðar kemur ung stúlka til hússins og sest þar að og segist heita Ástkær. Þegar Sethe gerir sér grein fyrir að stúlkan er dóttir hennar komin aftur, telur hún að sér sé fyrirgefið, allt sé orðið gott aftur. Nú geti hún gefið henni alla þá ást sem hún á. Sethe verður svo heltekin af endurkomu Ástkærrar að hún hundsar allt annað, hættir að hugsa um annað fólk, vanrækir Denver dóttur sína, vanrækir vinnuna, allt líf hennar snýst um Ástkæru. Síðasti hluti bókarinnar snýst um þetta samband Sethe og Ást- kærrar sem er á mörkum þess að svifta Sethe vitinu. Ástkær þrífst vel, blómstrar og fitnar, nærð á sektarkennd og örvænt- ingu Sethe sem aftur á móti hrörnar stöð- ugt. í sögulok hverfur Ástkær aftur og les- andinn er skilinn eftir í óvissu um tilvist hennar. Kom stúlkan aftur í holdi eða var hún aðeins hugarburður íbúa hússins, framkölluð af einmanaleika þeirra og sekt- arkennd? Þessi söguþráður sem ég hef rakið er aðeins hluti af þessari sögu Toni Morri- son. Margir aðrir þræðir eru í verkinu.. Sagan er kannski fyrst og fremst örlaga- saga Sethe, en hún er einnig saga gömlu konunnar, tengdamömmu hennar, saga hinnar einmana dóttur hennar Denverar, saga af samþrælum hennar. Frásögnin spinnst kringum fjölda per- sóna og stærsti hluti hennar er í formi endurminninga, sársaukafullra endurminn- inga sem persónurnar veigra sér við að rifja upp. Þetta er saga blökkukonu sem fortíðin ásækir. Hún verður að rifja upp og horfast í augu við liðinn tíma til þess að útskýra fyrir sjálfri sér, dóttur sinni og les- andanum hver hún er." Það er Forlagið sem gefur bókina út í þýðingu Úlfs Hjörvar. — kaá 42

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.