Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 19
sem um er að ræða fátæka einstaklinga í iðnríkjum eða hin-
ar fátæku þjóðir heims, að peningakerfinu verði breytt.
Umhverfisverndarfólki hefur löngum verið sókn manna í
aukinn hagvöxt þyrnir í augum. Hagvöxtur er reiknaður
sem hundraðstala af þjóðarframleiðslu Þar sem þjóðar-
framleiðsla eykst þá er 2,5% hagvöxtur nú margfalt meiri
en 2,5% hagvöxtur fyrir nokkrum árum siðan. Ákefð í hag-
vöxt stafar af því, að ef hann minnkaði þá yrði misskipting
auðs á milli þeirra sem vinna og þeirra sem eiga peninga
enri meiri en nú, sem aftur leiddi til félagslegra vandamála.
Aukning hagvaxtar þýðir aftur á móti, að stöðugt er gengið
á auðlindir jarðar og nú er svo komið að við verðum að velja
á milli hagkreppu og vistkreppu.
Þeir sem peninga hafa, hvort sem um er að ræða ein-
staklinga eða fjölþjóðafyrirtæki, eru stöðugt að leita sér að
miklum fjárfestingum, t.d. í kjarnorkuverum, stórum vatns-
orkuverum og vopnaverksmiðjum. Hagfræðilega séð er
skynsamleg sú hegðun Bandaríkjamanna og V-Evrópubúa
að framleiða stöðugt öflugri vopn gegn Sovétmönnum ann-
ars vegar og senda þeim hins vegar smjör, hveiti og tækni-
þekkingu. Vopn er þaðeinasem hægt er aðframleiða í það
óendanlega, mettun markaðar verður ekki svo lengi sem
óvinurinn er fær um að þróa hraðvirkari og fullkomnari
vopn. Gróðinn í vopnaframleiðslunni er miklu meiri heldur
en gróðinn í öðrum geirum hagkerfisins.
Svo lengi sem fjárfestingar þurfa að keppa við „peninga-
framleiðsluna" á fjárfestingamörkuðum ganga þær fjár-
festingar ekki sem eru skynsamlegar vistfræöilega séð,
þ.e. eru þannig að framleiðslan/gróðinn vex upp að ein-
hverju ákveðnu marki (mettun) en helst stöðug eftir það.
Fjárfesting í sólarrafhlöðu sem þýddi að við gætum breytt
sólarorku í raforku er vistfræðilega mjög hagkvæm en gæti
verið hagfræðilega mjög óhagkvæm ef fjárfestingin gæfi
e.t.v. aðeins 2% arð en sama upphæð í banka gæfi af sér
7% arð.
Hvað um konur? Mjög fáar konur vinna á þeim stöðum
þar sem höndlað er með peninga. Konur virðast skynja að
eitthvað er rangt i peningakerfinu þótt þær viti ekki gjörla,
ekki frekar en karlar, hvað er öðruvísi en það á að vera.
Flestar konur þekkja það af eigin raun, að græði einhver án
vinnu þá hefur einhver annar stritað fyrir því, oftast kona.
Sá helmingur þjóðarinnar sem á aðeins 4% af heildarauði
hennar er að langstærstum hluta konur og ranglæti núgild-
andi peningakerfis bitnar fyrst og fremst á þeim. Nýtt pen-
ingakerfi sem væri í raun endurbætt vöruskiptakerfi hentar
konum mun betur en núgildandi kerfi og félli miklu betur að
þeirra hugmyndum um vald.
í fjórða kafla kvers síns rekur Margrit Kennedy nokkur
lærdómsrík sögubrot máli sínu til stuðnings og í fimmta
kaflanum spyr hún sig og svarar því, hvað sé hægt að gera
til að koma á betra peningakerfi en nú er. Fyrsta skrefið í þá
átt er að fræða fólk um áhrif vaxta og vaxtavaxta og næsta
skref að koma af stað umræðu um lausn vandans og hvað
fylgdi slíkum lausnum. í þeim tilgangi aö stíga þessi tvö
skref hefur hér verið endursagt megininntak þessa litla
kvers en ef einhverjir vilja lesa það í heild þá heitir það:
INTEREST AND INFLATION FREE MONEY, How to create
an exchange medium that works for everybody, útgefandi
er; Permakultur Institut e.V., Ginsterweg 4—5, D-3074
Steyerberg, West Germany og kostar 12 þýsk mörk.
Sigrún Helgadóttir
Mjólk er matur
fóstra og félagi,
orkulind og heilsugjafi
MJÓLKURBÚ FLÓAMANNA
Stofnaö 10. febrúar 1939
Á 50 ára afmælinu
bjóöum viö uppá eftirtaldar verklegar
greinar á vorönn ’89.
Fatasaumur, myndbandagerö, postulíns-
málun, skrautskrift og leöursmíöi, bók-
band og aö gera upp húsgögn.
Innritun í Miðbæjarskóla eöa í símum
14106 og 12992.
19