Vera


Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 12

Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 12
kvæntra. Dæmið lítur aftur á móti allt öðru vísi út hjá konum því nánast enginn munur er á launum giftra og ógiftra kvenna. Þannig hafa ógiftar konur 98% af meðallaunum giftra fyrir hvert ársverk. Sá munur sem er á meðallaunum kvæntra og ókvæntra karla er í skýrslunni skýrður með því ,,að meðallaun á árs- verk hækka verulega hjá körlum eftir tvítugt og flestir karlar kvænast á þrítugsaldri"! Þettaskýrirauðvitaðekki nokkurn skapaðan hlut og gerir ekki annað en að opinbera vana- bundna hugsun þar sem ein rökleysa er látin styðja aðra. Af hverju hækka laun karla um tvítugt en ekki kvenna? Af hverju hækka laun karla þegar þeir komast á giftingaraldur en ekki kvenna? Svarið er einfalt. Þá gerast þeir framfær- endur en þær fara á framfæri og taka að leggja fram ólaun- aða vinnu á móti. Þaö er nefnilega blekking að laun séu greidd eftir vinnuframlagi. Þau eru greidd eftir því hvort það er karl eða kona sem vinnur verkið. Þetta eru engin ný sannindi enda gömul saga og ný að laun starfsstétta lækka i réttu hlutfalli við fjölgun kvenna í stéttinni sbr. læknastétt- ina í Sovétríkjunum og kennarastéttina hér á landi. Um allan heim er fátækt kvenna mun meiri en karla. Ef litið er á allar þær fjölskyldur sem búa við fátækt í Banda- ríkjunum kemur í Ijós að í rúmlega helmingi þeirra eru kon- ur framfærendurnir. Fjölskyldur kvenna eru sex sinnum lík- legri til að veröa fátæktinni að bráð heldur en fjölskyldur karla. Ef að líkum lætur er ástandið mjög svipað á íslandi enda einstæðar mæður einn verst setti hópur samfélags- ins. Hér að ofan hefur verið gerð tilraun til að greina rætur karlveldisins — tilraun til að Gerum hið sýna fram á að karlveldið er ekki aðeins ~ + »m hugmyndafræðilegt fyrirbæri heldur ekki osynilega Síður efnahagslegt. Karlveldið er til staðar „ # í flestum þekktum hagkerfum og hefur synilegt tíðkast á öllum tímum. Sú undirmálsstaða sem konum er úthlutuð í samfélaginu er bundin í víðtækt kerfi sem ekki verður kollvarpað með því að konur mennti sig meira, vinni meira, taki aukinn þátt í fé- lagsstörfum, taki að sér mannaforráð og ábyrgðarstöður o.s.frv. samanber endalausar hvatningar ýmissa kvenna- samtaka og verkalýðsfélaga. Því verður ekki kollvarpað nema árþúsunda vinnuframlag kvenna verði metið að verð- leikum og hin ósýnilega meginstoð verði gerð sýnileg. Því verður ekki kollvarpaö nema karlar og samfélagið í heild sinni taki sinn skerf af ábyrgðinni á viðhaldi samfélagsins frá degi til dags og uppeldi og umönnun nýrra þjóðfélags- þegna. Þetta kostar umtalsverða fjármuni og krefst aukins vinnuframlags af körlum og þar stendur hnífurinn í kúnni. Hagkerfið þarf á róttækri uppstokkun að halda og það eru konur sem verða að framkvæma hana. Karlar hafa ekki þann skilning á hinu ósýnilega hagkerfi sem til þarf. —isg HUGTÖK í //1 guðanna bænum ekki tala um dagvistarmál, talaðu frekar um eitt- hvað sem máli skiptir eins og efnahags- mál/' Bað gamall og gróinn stjórn- málamaður mig þegar hann frétti að til stæði að ég færi inn á þing stutta stund. Vissulega velti ég þessari bón gamals manns fyrir mér og eins og kvenna er siður langaði mig að verða við henni. Hins vegar var ég á þeirri stundu búin að ákveða að kveða mér hljóðs vegna dagvistarmála eins og Kvennalista- kvenna er siður og varð því að láta hitt eiga sig, eða hvað? Nei, raunar komst ég að því við skoðun að ég var að fara að tala um efnahagsmál. Ekki skamm- tímalausnir og yfirklór í efnahagsmál- um heldur efnahagsmál framtíðarinnar fólgið í uppeldi og umönnun barna í dag. Einnig vitum við mæður að það hvernig dagvistun barna er komið í samfélaginu hverju sinni skiptir miklu um hagsæld fjölskyldunnar í víðri sem þröngri merkingu og þar með efna- ha^sástand alls samfélagsins. Eg ætlaði að tala um dagvistarmál og þar með um efnahagsmál. Spurning mannsins var röng, það verðurekki skil- ið þarna á milli. Efnahagslífið er ekki upphafið æðra eða utan við okkar líf það er samtvinnað því og mannanna verk. Til þess að meta líf og líðan efnahagsmála hverju sinni hafa menn tæki og tól hagfræðinnar. Hagfræðingar vita flestir að til þess að kanna ástandið þarf að skoða marga hluti og þeim er mörg- um vel kunnugt um takmörkfræðanna. Hins vegar eru aug- Ijóslega margir stjórnmálamenn sem ekki gera sér þetta 12

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.