Vera


Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 31

Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 31
Elsku mamma. Þú ert farin og hér sit ég með minningabrotin sem þú skildir eftir. Ég vissi ekki þegar ég var að hvetja þig til að skrifa bókina og senda þig til hinna ýmsu útgefenda til að fá einhvern til að skrifa bókina með þér að ég vaeri þá að leita langt yftr skammt. Ég vélrit- aði nú stundum fyrir þig einhverjar síður og hnikaði orði og staf að þinni ósk en mér fannst þá einhvern veginn að ég væri ekki rétta manneskjan til að vinna bókina með þér. Það var reynt að fá hinn og þennan til starfans en enginn fékkst. Svo kom á daginn að leitin var óþörf, þessi aðili var ég sjálf. Þú varst að skrifa ævisögu þína, sögu konu sem komst aftur út í lífið eftir að hafa verið iokuð inni á stofnun í mörg ár. Sögu um hvernig líf það var að vera lokuð inni á geðdeild vegna geðrænna erftðleika árum saman. Hvernig það var svo að brjótast til baka, ná tökum á þunglyndinu, sinnuleysinu og uppgjöftnni. Ná Ioks því langþráða frelsi að komast út og lifa lífinu aftur á meðal okkar hinna, þessara „heilbrigðu". Þú vildir gefa okkur söguna af lífsreynslu þinni. Það var táknrænt fyrir þig að vilja gefa, líka þín leyndustu hjartans mál og tilfmningar. Þú hafðir tapað öllu, ekkert átt eftir en einmitt þess vegna öðlast það ríkidæmi að geta gefið öllum allt. Með sögu þinni vildir þú gefa öðrum von og kjark til að sigrast á eigin erfiðleikum. Þér tókst þetta, því þá ekki öðrum? Þú vildir líka auka skilning okkar, hinna ,,heil- brigðu", á því hvernig lífið getur verið hjá andlega sjúku fólki og hvaða fordómum það mætir. Þú hafðir líka ýmislegt að segja um þá meðferð sem fólk með geðræna erftðleika sætir. Þú vildir miðla reynslu þinni til annarra. Gefa öðrum von og styrk. Reyna að vinna gegn þeimfordómum sem þú mættirí viðmóti fólks, kerfinu ogöllu því semgerði fólki eins og þér sporin til baka svo erfið. Þú hafðir margt til málanna að leggja og ekki bara um þessi mál. Við vorum ekki allt- af sammála og stundum gátum við báðar orðið ágætlega háværar þegar við vorum á öndverðum meiði enda báðar með ágætan raddstyrk. Þetta gátu því orðið tilþrifamikl- ar orðasennur þegar við tókum afturtil við ,,mömmuleikinn", við mæðgurnar, eflir 12 ára hlé. Þó held ég að okkur hafi tekist mjög vel upp miðað við hvað æflngar höfðu legið lengi niðri. Það skipti heldur ekki öllu máli fyrir okkur því við áttum hvor aðra. Það var miklu mikilvægara. Ég gleymi aldrei þegar þú komst til mín eitt sinn og ég hafði í fórum mínum undirskriftalista þar sem konur skráðu nöfn sín til að biðja um frið í heiminum. Þú varst nú stundum að stríða mér út af þessum kvennamálum sem ég eyddi gjarnan tíma mínum í. Ég rétti þér skjalið og bauð þér að skrifa undir. Þá fleygðir þú í mig blaðinu ogsagðir að þetta væri nú nreiri hræsnin og leikaraskapurinn, þú skrif- aðir sko ekki undir svona vitleysu. Ég fór eitthvað að tala fyrir málstaðnum og sagði að ég stæði nú ekki að þessu heldur einhver nefnd sem ég tilgreindi. Þá sagðir þú þessa lýsandi setningu: ,,Ég vil engan andskotans frið, ég vil stríð!" Við gátum síðan hlegið dátt og lengi að þessu svari þínu. Auðvitað valdir þú stríð, þú varst í stríði allt þitt líf. Eilífri baráttu. Að berjast fyrir tilveru þinni, berjast við andlega heilsu þína, berjast út í lífið aftur ogberjast síðan fyrir það fólk sem þú hafðir kynnst, fólk með geðræn vanda- mál. Þessu fólki vildir þú gefa af þinni reynslu og þú gast gefið. Fáa þekki ég reyndar sem geta glaðst jafnmikið við að gefa og þig. Enda gafstu alltaf allt. Fólk hafði gjarnan á orði: ,,Það þýðir ekkert að gefa henni Minnu neitt, hún gefur alltaf allt aftur". Og það var alveg satt. Einhverju sinni var ég að rukka þig um gamla ryksugu sem ég hafði lánað þér. Þú fullyrtir að ég hefði gefið þér hana enda varst þú búin að gefa hana einhverjum. Þá ætl- aði eggið að fara að kenna hænunni og ég lét þig heyra að svona gerði maður nú ekki. Að fá eitthvað að láni og gefa það svo bara! Þessi ryksuga hafi ekki einu sinni verið mín eign heldur hluti af heimanmundi eiginmannsins. Þetta þótti þér mikill smásálarháttur af mér, að vera að rukka þig um þessa gömlu ryksugu! Hún hafi verið ónýt, algjört drasl, og þar að auki ætti ég aðra! Gott ef þú ætlaöir að fá nokkuö lánað hjá mér framar. En það var þá. Nú get ég ekki rukkað þig um neitt lengur, elsku mamma mín. Þú ert farin og kemur ekki aftur hvorki með gamla ryksugu né annað. Og nú er komið að mér að þerra tárin og reyna að fylla í eyðurnar. Ég veit að þú mynd- irsegja við mig: ,,Þú getur þetta alveg, litla örverpið mitt." Þér fannst við systurnarsvo duglegar og hafa spjarað okkur svo vel þrátt fyrir fjarveru þína í öllum veikindunum þótt þú værir aldrei laus við sektarkenndina og fyndist þú hafa brugðist okkur. En nú má ég ekki bregðasl þér, ég verð að vanda mitt verk. Þessi bók er líka vanda- samt verk og erfitt, hvernig gæti það líka verið öðru vísi ntiðað við erfiðleikana í lífi þínu. f fyrstu fylltist ég hræðslu við þetta verkefni. Hvaða leið átli ég að fara til að lýsa þér og fylla upp í það sem á vantaði í minningabrotunum þínum? Frá hverju átti ég að segja og hverju átti ég að sleppa? Hvað hefðir þú viljað hafa með og hvað ekki? En með því að skilja mig eftir með þetta verkefni ert þú kannski líka að bæta mér upp tímann sem við vorum án hvor annarrar og ég fæ að kynnast þér betur fyrir vikið. Það gæti verið líkt þér. Ég valdi þá leið að tala til þin í gegnum bókina. Kannski þarf ég Iíka að spyrja þigeinhvers. Þannig hefég þig hjá mér á meðan égskrifa. Það er bæði Ijúft og sárt, eins og lífið sjálft. Úr bókinni um Minnu Gudfinna Breidfjörd, aldrei kölluö annað en Minna. 31

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.