Vera


Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 35

Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 35
inga veröi nýtt til aö þróa og efla atvinnulíf í Reykjavík." Konur varnarlausar Hugmynd um sérstakan sjóö á vegum hins opinbera til að þróa og efla atvinnulíf er ekki ný af nálinni, er reyndar til bæöi hér á landi og í öðrum löndum. Má þar nefna Iðnlánasjóð, Byggöastofnun o.fl. Auk þess eru til dæmi um svæðisbundna iðnþróunarsjóði. Þrátt fyrir þetta hafa konur um allt land verið sérlega varnarlausar gagnvart sveiflum á vinnumarkaðinum. Iðntæknistofn- un hefur að sönnu sýnt visst frumkvæði i þessum efnum og haldið nokkur námskeið sérstaklega fyrir konur, sem hefðu hug á atvinnurekstri. Námskeiðin hafa þó að sumra áliti veriö full dýr fyrir margar konur og þvl e.t.v. ekki gagnast sem skyldi. Þá ber að geta frumkvæðis I þessum efnum á vegum samnorræna verkefnisins „Brjótum múrana“, en á þess vegum hefur verið haldið fyrirtækjanámskeið fyrir konur á Norðurlandi. Konur á Norðurlandi Eystra stofnuðu í framhaldi af því samskiptanet sem tengist Reykjavíkur- konum. (Brjótum múrana, fréttabréf nr. 5 1988.) Þrátt fyrir þetta hefur í raun sáralítið verið gert hér á landi af hálfu opinberra aðila til að hvetja og efla konur til frumkvæðis í atvinnulífinu. Aðgerðir af hálfu opin- berra aðila eru nauðsynlegar til að styðja og styrkja kon- ur til sjálfstæðrar atvinnusköpunar. Konur verða aö fá aukin tækifæri til að standa að eigin atvinnurekstri og vinna þannig að meiri fjölbreytni í atvinnulífinu öllu en bæta jafnframt eigin atvinnumöguleika. I öðrum löndum Evrópu er þessu öðruvísi farið. Þar hafa opinberir aðilar gengið fram fyrir skjöldu og átt frumkvæði að stuðningsaðgerðum til að efla eigin at- vinnusköpun kvenna. Bæði hefur það verið vegna at- vinnuleysis í viðkomandi löndum en einnig og ekki síður til að skapa ný og fjölbreyttari störf fyrir konur og þá um leið að glæða og auðga atvinnulífið allt. Enn virðist atvinnuleysi ekki vera mjög mikið vanda- mál í Reykjavík miðað við aðra staði. Hins vegar er ekki allt sem sýnist i þeim efnum. Vitað er að konur í Reykja- vík eins og annars staðar eru afar varnarlausar gegn sveiflum í atvinnurekstri, og hafa alltaf verið. Það má skýra á ýmsa vegu. Skapast þetta að hluta vegna tiltölulega fábreytts starfsvals kvenna almennt en ekki síður vegna þess hve veika stöðu konur hafa í at- vinnulífinu og innan fyrirtækja. Þarft framtak í úttekt, sem nú stendur yfir á vegum verkefnisins „Brjótum múrana“, ástöðu kvenna í 4stærstu fyrirtækj- um Akureyrar (byggist á upplýsingum sem safnað var á árinu 1987) kemur ýmislegt fróðlegt í Ijós. Það sýnir sig, sem reyndar mátti segja fyrir um, að konur hafa nánast engin áhrif á stjórnun fyrirtækjanna eða stefnu. Þar af leiðandi hafa þær Ijóslega litla möguleika til að hafa áhrif eða stjórn á eigin atvinnuöryggi. í framhaldi af þessari úttekt er gert ráð fyrir að athugaðir verði mögu- leikar kvenna til að fá stjórnunarstöður innan fyrirtækj- anna og hvernig þeim likar sem hafa tekið slík störf að sér. Á grundvelli þessara kannana verða svo lagðar fram tillögur um aðgerðir og stefnumörkun sem geti stuðlað að breytingum í rétta átt, konum til hagsbóta. Þetta er dæmi um þarft framtak hér á landi til að athuga og skýra stöðu kvenna á vinnumarkaðinum. Það er þvi deginum Ijósara að eins og sakir standa er atvinnuöryggi kvenna hér afar fallvalt. Ekki þarf að loka mörgum Gröndum, prjónastofum, saumastofum eða öðrum stórum vinnustöðum í iðnaði og framleiðslu til að atvinnuleysi blasi við, sér í lagi konum. Enda er það mála sannast að mjög margar konur verða síendurtekið fyrir slíkum skakkaföllum, eru jafnvel allt sitt líf að byrja á 0 punkti í nýju starfi. Svona þarf þetta ekki að vera. Ef konur koma öflugri inn í atvinnulífið sem frumkvöðlar í smáiðnaði og fram- leiðslu er hægt að draga úr þessum stóru atvinnusveifl- um á vinnumarkaðinum. Sveigjanleikinn verður meiri, fjölbreytnin eykst og áföllin við kollsteypur fyrirtækja verða ekki eins víðtæk, hafa ekki eins mikil áhrif á efna- hagslífið og mannlífið I heild. 35

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.