Vera


Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 20

Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 20
Þær létta okkur lund Eina kvöldstund í nóvember áttum við Veru- konur ánægjulegt stefnumót í gömlu góðu koníaksstofunni í veitingahúsinu ,,Við Tjörn- ina". Stefnumótið var við tvær mektar konur sem margar góðar sögur hafa farið af, en þær eru Ingibjörg Hjartardóttir og Sigrún Oskarsdóttir. Þessar konur eiga það sam- eiginlegt að létta okkur borgarbúum lund með skemmtilegum skrifum, gáska og húm- or. Þær eru meðal aðal hvatamanna að stofnun félagsins Hugleiks og blómlegu starfi þess. En hvað er Hugleikur — myndi kannski einhver spyrja? Þær voru fúsar til að láta gamminn geysa: Spjallað við Ingibjörgu Hjartardóttur og Sigrúnu Óskarsdóttur um Hugleik 20 — Hugleikur er áhugamannaleikfélag í Reykjavík, fyrsta sinnar tegundar í höfuðborginni þegar þaö byrjaöi. Öll þekkjum viö slík fyrirbæri úti á landi, — engin sveit er almennileg sveit nema aö áhugamannaleikhús sé starfandi. En semsagt, félagiö var stofn- aö í febrúar 1984, það voru eitthvað um 20 manns á stofnfundin- um, flestir vinir og kunningjar, aö ógleymdum Jóni fööurbróöur. Félagið hlaut nafniö Hugleikur. Fyrsta verkið sem viö æföum var ,,Bónorðsförin“ eftir Magnús Grímsson sem hann skrifaði árið 1852. Þetta er háalvarlegt leikrit um bindindismál og siðgæði. í fyrstu æföum viö hér og þar í borginni en aö lokum fengum viö aö laumupokast í skemmtisal Austurbæjarskólans. Viö sýndum aö- eins einu sinni í Félagsstofnun stúdenta, og var sýningin aöeins fyrir vini og velunnara. Eiginlega var þetta kvöldvaka meö göml- um og góöum ungmennafélagsbrag, því þarna var einnig söngur og upplestur, og aö ólgeymdu kaffi og meöðí. — En þið hafið ekki látið þessa sýningu nægja? — Nei nú voru fyrstu sporin á fjalirnar stigin og ekki hægt aö hætta aö svo komnu máli. Hópurinn hélt áfram aö hittast og hug- myndin að Skugga-Björgu varð til — harmsögu ógæfukvenna —. GamligóöiSkuggasveinn varfyrirmyndin, stytturog stílfæröur, og útilegumennirnir uröu aö útilegukonum. Bjarni Ingvarsson kom til liðs við okkur og leikstýrði hópnum. Þetta verk var einnig hugsaö til sýningar aöeins einu sinni, og fengum viö inni í Hjáleigunni í Kópavoginum. En aösókn og undirtektir voru þaö góðar að viö sýndum þrjár sýningar þetta vor (1985) og ákveðið var að taka aft- ur upp sýningar um haustið. Viö fengum inni í Hlaðvarpanum og ætluöum einungis aö sýna í örfá skipti. En raunin varð önnur, þær uröu alls 10 og fyrir fullu húsi. Og enn hafið þið haldið ótrauð áfram? — Já nú var boltinn kominn af staö og viö farin aö líta á okkur sem alvöru leikhús, því öllu gamni fylgir einhver alvara. Okkur

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.