Vera


Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 9

Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 9
Þessar vangaveltur um veiöimenn og húsmæður eru ekki settar fram sem endanlegur sannleikur heldur sem til- raun til aö skoöa grunngildi íslensks efnahagslífs út frá öðru sjónarhorni en því sem hagfræðin hefur upp á aö bjóöa. Á sama hátt getum viö svipast um I heiminum og leit- aö sjónarhorna meö því aö skoöa stööu kvenna I efnahags- lífinu I ólíkum samfélögum og þá ekki síst í þróunarlöndum, þar sem víötækar efnahagsbreytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum sem sýna glöggt mismunandi stööu kvenna og karla í efnahags- og atvinnulífi. Þessar breyting- ar eru venjulega gerðar í nafni ,,þróunar“ og ,,þróun“ er einmitt eitt af grundvallarviðfangsefnunum í íslensku efna- hags- og atvinnulífi. Á Indlandi, nánar tiltekið í Andhra Pradish, var sú stefna tekin í atvinnumálum aö fá konum þau störf aö búa til skó- reimar og virkja þær þannig meö beinum hætti I atvinnulíf- inu. Skóreimaframleiðsluna stunda þær heima fyrir, 6—8 tíma á dag, fá I laun um þriðjung þess sem býöst á vinnu- markaöi utan heimilis og sjá aö auki um öll heimilisstörf. Hér er á ferðinni atvinnuþróun sem nýtir sér ábyrgö kvenna á börnum og heimili — konur stunda störfin heima — og misnotar þessa ábyrgö kvenna í leiðinni ,,heimavinna“ er afar illa launuö. Á Grænhöfðaeyjum var hins vegar sú stefna tekin þegar þróa átti þar fiskveiðar aö ríkiö tók að sér að sinna þeim störfum sem konur höfðu hefðbundið stundaö, þ.e. aö selja fiskinn á innanlandsmarkaði. Þetta leiddi af sér aö konurnar stóöu eftir atvinnulausar sem aftur leiddi af sér nei- kvæöar breytingar á félagslegri stöðu þeirra. ,,Þróunin“ sá þær ekki og brunaði einfaldlega fram hjá þeim. Af þessum tveimur stuttu dæmum má ráða aö í atvinnu- þróun er, I fyrsta lagi, nauösynlegt aö taka tillit til ábyrgðar kvenna á börnum og heimili, en ekki meö þeim hætti aö misnota hana eins og í dæminu hér að ofan. í ööru lagi er nauösynlegt að taka tillit til þess aö konur eru fyrirvinnur engu síður en karlar og störf þeirra úti á vinnumarkaði eru mikilvæg bæöi fyrir þjóöarbúiö og afkomu heimilanna, en ekki eitthvart aukadútl sem leggja má af eöa taka upp eins og hendi sé veifað. Lítum síöan á þróunina í íslensku atvinnu- og efnahags- Iffi. Stefnan þar hefur öðrum þræöi miðast viö að finna leiðir til sveiflujöfnunar I efnahagslífinu, koma I veg fyrir vandann sem stafar af sveiflukenndum aflabrögðum — en án þess aö taka miö af þeim grunngildum sem vandinn hvílir á — og án þess aö hlutur kvenna í atvinnulífinu komi til sér- stakra álita. Lausnaroröið hefur verið stóriöja og dæmiö sett upp eins og gert er í hnotskurn í leiöara tíunda tölu- blaös Þjóölífs. Þar segir: „Það er óneitanlega margt sem ýtir undir nýtt álver um þessar mundir. Fiskifræöingar telja aö draga þurfi saman þorskveiðar á næstu árum....Ofan á þetta kemur aö fryst- ing í fiskvinnsluhúsum er aö veröa úrelt atvinnugrein og fiskvinnslan líkleg til aö krefjast minni mannafla á næstu ár- um. Þannig veröur þörf á viöbót inn í íslenska atvinnulífiö." Meö öörum orðum þau störf sem konur hafa heföbundiö unnið í sjávarútvegi eru skv. þessu aö veröa ,,úrelt“ og til aö leysa vandann skal byggja nýtt álver sem hvorki þarf á viðlíka mannafla aö halda né mun ráöa í vinnu þær konur sem væntanlega veröur þá sagt upp í fiskvinnslunni eöa konur yfirleitt. Hér er á ferðinni lýsandi dæmi um atvinnu- þróun sem hjólar fram hjá konum, sú staöreynd aö þær missa atvinnuna i kjölfar þessarar þróunar heldur ekki vöku fyrir leiöarahöfundi, fyrirvinnu- og heimilisábyrgö þeirra er ekki á blaöi. Þetta er myndin sem við okkur blasir, grunngildi efna- hagsþróunarinnar, hinn peningalegi arður eöa ,,aflinn“ leika þar aðalhlutverk og á meöan svo er, á meðan ekki er reynt aö rýna gagnrýnið í þessi grunngildi og islensk at- vinnuþróun ekki hönnuö meö tilliti til hverjir vinna störfin og hverjarerufélagslegar aöstæöur þeirra mun ,,vandi“ af því tagi sem viö eigum aö venjast endalaust veröa viðfangsefni okkar. Hér höfum viö konur verk að vinna og vill Vera ekki láta sitt eftir liggja og fjallar því nú um ýmsar hliðar þessara mála. Rætt er um hiö ósýnilega hagkerfi heimilanna og hvernig þar er m.a. aö finna rætur karlveldisins sem stöö- ugt hagnast á þeim störfum sem konur vinna launalaust I þessum hulduheimi efnahagslífsins. Til aö draga úr leynd- ardómum efnahagslegrar umræöu sem alla jafna fer fram á illa skiljanlegu sérmáli hagfræöinga og stjórnmálamanna eru nokkur helstu hugtök og stæröir þessarar umræöu skýrö. Aö lokum eru nýstárlegar hugmyndir Margrit Kennedy um nýjar leiöir i efnahagsmálum kynntar. Aö sjálf- sögöu er hér ekki á ferðinni tæmandi umfjöllun um allar hliöar efnahagsmála heldur innlegg Veru I þá kvennapóli- tísku umræöu um þessi mál sem nauðsynleg er ef konur vilja rífa íslenskt efnahagslíf úr þeim viðjum sem þaö er nú í og skapa nýjan heim á þessu sviöi sem öðrum. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir þar sem þessi „Þróunin" brunaði fram hjá konum 9

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.