Vera


Vera - 01.12.1988, Qupperneq 46

Vera - 01.12.1988, Qupperneq 46
HVÍTI TRÚÐURINN Nína Björk Árnadóttir Forlagið 1988 Sjöunda Ijóöabók Nínu Bjarkar Árnadóttur er komin út og ber hún titilinn Hvíti trúðurinn. Nafniö vekur strax upp tvíræðar tilfinningar því trúösgerviö vísar bæði til hlát- urs og gráturs. Hvíti trúðurinn er falleg bók, kápumynd Ragnheiðar Kristjánsdóttur undirstrikar vel þá stemningu sem titillinn vekur og frágang- ur Ijóðanna er með ágætum. Aftan á bókarkápu er eitt Ijóð- anna í bókinni, Ijóðið Hvíti trúðurinn, og verða kaupend- ur þannig nokkurs vísari um Ijóð bókarinnar. Trúðurinn vekur hlátur, með alls kyns skrípalátum í leik sínum, en um leið hryggð. Stutt er í tárin á bak við kátínu trúðsins. í Ijóði Nínu Bjarkar um trúðinn eru við- brögð áhorfenda „hálfopnir hlátrar" og ,,kæfð óp" (24): hér nær gamanið aldrei yfir- höndinni. Og við lok þess rík- ir dapurleikinn einn. Svið trúðsins er án nokkurs skjóls og er það undirstrikað í Ijóð- inu með endurtekningum. Nóttin veitir þó öryggi og þeg- ar henni er lýst dregur úr endurtekningunum en þær hefjast að nýju í lok Ijóðsins. Þá er komin nýr dagur og aft- ur verður trúðurinn að takast á við hlutverk sitt. Bæöi form og efni Ijóðsins um hvíta trúð- inn hæfa einkar vel sem sýn- ishorn um innihald bókarinn- ar. Nína Björk Árnadóttir skipt- ir bókinni í þrjá hluta. Hver hluti hefst með tilvitnun í verk Max Frisch, Andorra, og eiga þær það sammerkt að vera ákaflega vel gerðar, svo mað- ur verður snortinn af textan- um, en vekja um leið and- stæðar tilfinningar rétt eins og titill bókarinnar. Fyrsta til- vitnunin er mest sláandi enda 46 auðskildust. Hún veitir stund- arhugmynd um gleði, birtu og frelsi en þurrkar hana nær samstundis burt á ógnvekj- andi hátt. Ljóðabók Nínu Bjarkar veldur áþekkum kenndum en þó án þess að maður hrökkvi eins illilega við. Þessi fyrsta tilvitnun þjón- ar á vissan hátt eins og við- vörun til lesenda: Þetta er það sem þið megið búast við. í fyrsta hluta Hvíta trúðsins eru 11 Ijóð, þar á meðal Ijóðið Hvíti trúdurinn. Ljóðmælandi flestra Ijóðanna er lengstum einn, hræddur og vanmegn- ugur. Ljóðin neyða lesandann til að horfast í augu við að líf- ið er fullt af sorg og kvíða. Um leið gefa þau í skyn af hverju svo sé og í framhaldi af því mætti finna leiðir til að eyða sorgunum og kvíðanum. Við berum grímur og vörumst að snertast, bæði bókstaflega og með orðum, en undir grímunum býr kvíði sem grætur: kviðinn er á hverju götuhorni er í öllum skotum hugans hann grætur — hann hvíslar seg þú eitt orð . . . (Snertingu ber að varast, 21) Og Ijóðið Daggestir tekur á áþreifanlegum vanda þessa lífs. Við hlöðum í kringum okkur tækjum og tólum og Ijóðmælanda dreymir ,,að við séum lítil hjól í suðandi vél/ og getum ekki gert vart" (14). Einmanaleiki og ótti búa um sig í brjóstum okkar vegna þess að við lokum niðri svo margt I sálarlífinu og veruleikanum sem er óþægi- legt að vita af. Og fuglinn í Ijóðinu Birtan er of skær fyrir dimmufuglinn þolir ekki birt- una enda fjalla söngvar hans t.d. um „hrædda konu/ á sjö- undu hæð húss" eða ,,bara ást sem/ hlær og syngur og syngur og grætur" (11). Dimmufuglinn syngur sem sagt um það sem við, með grímum okkar, reynum að hindra að komi fram í dags- Ijósið. Annar hluti bókarinnar er að flestu leyti ólíkur þeim fyrsta. Ljóðin átta eru öll end- urminningar eða minningar um látna vini. Minningarnar eru flestar Ijúfar en jafnframt tregablandnar eins og gjarn- an vill verða um minningar. Ljóðið 7. júní í Finnlandi segir frá samveru þriggja stúlkna sem leiddust og glöddust saman. í fyrstu virðist allt vera gott en svo kemur í Ijós að jafnvel hér gerir hryggðin vart við sig. Ljóðið Snertingabann — Fjarvistasönnun ber undirtitil- inn Heimsljóðskáld á Ind- landi. Það er endurminning en hefur jafnframt víða skír- skotun. Ljóðið segir frá því er Ijóöskáld frá ýmsum heims- hlutum hittast á Indlandi og njóta saman Ijóða. En undir yfirborðinu sést óréttlátt þjóð- félag og ranglætið hnitast í óttanum við snertingu, óttan- um við að taka á vandamál- unum. Ljóðskáldin verða eins konar andstæða við alþýðu Indlands; eru borin í gullstól, hátt fyrir ofan alþýðuna, burð- armennina og betlarana. Ljóðmælandi kemst þó ekki hjá því að sjá misréttið. Hér kemur fram áþekk hugmynd og i Ijóðinu Snertingu ber að varast þar sem óttinn við snertingu, bæði innan stétta og ekki siður á milli stétta, er undirrót vandans: Þetta eru hin ósnertaniegu sögðu hinir fögru í glitklæðunum og mér fannst þeir iíða vegna eins konar snertinga- banns Dance monkey dance . . . hálsinn þungsár af byrgðum gráti vegna hinna ósnertaniegu handleggi vantaði á suma fót eða hálfa kinn halló fallega — fallega — hvíta madam gefðu . . . (Snertingabann — Fjarvista- sönnun, 48) Fyrsta Ijóðið í þriðja hluta bókarinnar heitir einfaldlega Ljóð og vísar til þess aö þrátt fyrir ótta, vanmátt og kvíða verði að takast á við lífiö. Ljóð Hrædd við lífiö býð ég hættunni heim svo dansa ég við þig vinurinn besti (57) Fleiri Ijóð eru í þessum sama anda I þriðja hlutanum; lífiö er ekki einungis óttalegt, stundum næst jafnvægi og samfara því öryggi. Þetta á við um Ijóöin Og söng og Ég bíð þin og þó kannski best við Kvöld við gluggann en upphaf þess er svona: Aiit var eitt með sínu dalalæða — sólsprotar teygð- ust þó til himins ég stóð við gluggann hár þitt fór hjá í því speglaðist regnboginn Síðasta Ijóð bókarinnar, sem heitir Þessi dagur er svo gegnsær, er ákall Ijóðmæl- anda til vinar um að fara ekki; hér kemur fram mikilvægi þess að standa saman. Ljóð- ið má lesa sem samband karls og konu, þar sem konan biður karlmanninn að yfirgefa sig ekki. Ljóðið getur einnig, vegna stöðu sinnar í bókinni, verið beiðni til lesandans að taka höndum saman við höf- undinn og vinna gegn ein- angrun og snertingabanni samfélagsins. Þessi dagur er svo gegnsær Farðu ekki núna þessi dagur er svo gegnsær ég sé hann megnar ekki svona bjartur — svona gegn- sær sé hann megnar ekki svona blíður — svona gegn- sær farðu ekki — ég gæti brotið þennan dag haltu um hann með mér farðu ekki núna (69) í bókinni birtast rökkrið, dimman og haustið sem eftir- sóknarverð á meðan birtan og dagurinn flytja með sér ógn og eyðileggingarmátt. í rökkrinu og I dimmu nætur- innar felst öryggi enda er þá

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.