Vera - 01.12.1988, Page 8

Vera - 01.12.1988, Page 8
SKOÐUM EFNAHAGSMÁLIN í KASTLJÓSI KVENNA Hvernig ætliö þiö aö leysa vanda atvinnulífsins? Hvernig ætliö þiö aö eiga viö veröbólguna? Viljið þiö millifærslu, uppfærslu eöa niöurfærslu? Þessum og fleiri ámóta spurningum hefur undanfariö veriö beint til kvenfrelsiskvenna og svör heimtuð. Þaö er út af fyrir sig ekkert út á það aö setja aö konur séu kraföar sagna um markmið og stefnu í efnahagsmálum. Hitt er öllu verra aö ætlast er til aö konur svari og skilgreini markmið sín og stefnu í þessum málum út frá heföbundnum hugsun- arhætti í íslensku efnahagslífi, hugsunarhætti sem mótaö- ur er af körlum og sýn þeirra á hvaö skiptir máli og hvaö ekki í efnahags- og atvinnumálunum. Á þessu sviöi sem öörum rekum viö konur okkur á vegg því hugsunarháttur okkar og verömætamat rímar ekki allskostar viö forsendur þess efnahagskerfis sem við búum viö. Til þess aö breyta bæöi efnahagskerfinu og umræöunni um þaö í kvenfrelsisátt er okkur því nauðsynlegt aö skoöa og skilgreina íslenskt efnahags- og atvinnulíf út frá okkar eigin forsendum, skoöa ,,vandann“ eins og hann lítur út í okkar kvennaaugum og leita lausna samkvæmt því. Viö getum t.d. byrjaö á því aö velta fyrir okkur hvers vegna þessi ,,vandi“ kemur stöðugt upp í íslensku efna- hagslífi og hvers vegna hagsmunaaöilar í atvinnulífinu virö- ast alltaf veröa jafn hissa þegar illa árar, tekjur dragast sam- an og ,,vandi“ skellur yfir. Vita menn ekki að viö lifum aö stærstum hluta til á fiski, aö fiskurinn er ekki ótæmandi gullnáma, stundum er lítiö af honum og stundum mikiö, og aö stundum gengur vel aö selja hann og stundum illa — sem hvorutveggja leiöir af sér sveiflur i hagkerfinu, ýmist góöæri eöa mögur ár? Hvers vegna leggja menn ekki fyrir til mögru áranna fyrst þetta er vitað, í staö þess aö leggja í stórfelldar fjárfestingar þegar vel árar og standa svo uppi meö fjármagnskostnað sem þeir kikna undir þegar næsta niðursveifla kemur, fara á hausinn og koma síðan skælandi til ríkisins og heimta framlög af almannafé til aö geta haldiö rekstri áfram — og fá féð vegna þess aö annars verður at- vinnuleysi í byggöarlaginu og á því vilja stjórnvöld ekki bera ábyrgð? Getur veriö aö í þessu mynstri kenni fiilfli voiðimnnnfiB veiöimannasamfélagsins sem ekki VIIQI veioimanna- skjpuieggyr afkomu sína langt fram í tím- samfélagsins ann því þaö er aldrei aö vita hvernig veiðist i Inrílinni á mor9un? Aö rninnsta kosti virðist ekki rœOUr reromni vera |angt fram j tímann hvorki í ís- lensku efnahagslífi né í íslenskum stjórn- málum. Afli dagsins í dag er það sem skiptir máli, og neyta skal á meðan á nefinu stendur. Hetjur hafsins og fjallanna þar sem árlega er elst viö hálf- villtar sauökindur eru ekki kvenkyns og þvi vaknar sú spurning hvort í veiðimannagildum sé að finna grundvallar karlagildi islensks efnahagslífs. Ljóst er allavega aö veiöi- mennska er ekki hluti af reynsluheimi kvenna. Hins vegar er heimilisrekstur þaö, þar sem gildir aö hafa góöa yfirsýn yfir fjárhag heimilisins fram í timann því ef heimilið verður gjaldþrota verður frumþörfum heimilismanna, þ.á.m. barna, ekki sinnt og þaö veit hver húsmóöir aö gengur ekki. Hún er heldur ekki vön aö leita á náöir ríkisins ef hún eyðir um efni fram því heimilið er hluti af einkaheiminum sam- kvæmt heföbundnum hugsunarhætti, afkoma þess er einkamál þeirra sem þar búa og ekki dugir aö blanda hinu opinbera i þaö. Og ábyrgö á uppeldi barna er einnig hluti af reynsluheimi kvenna og konur vita aö hvert barn er margra ára fyrirtæki, í þeim efnum verður aö hugsa fram í tímann, þaö eru langtímasjónarmið sem gilda. Það er því langur vegur á milli gilda húsmóöurinnar og gilda veiöimannsins. Og ef húsmóðirin á aö taka á ,,vand- anum“ sem gildi veiöimannsins skapa þá er Ijóst aö hún verður aö hafa glögga mynd af á hvaöa grunni og þar með á hvaðagildum ,,vandinn“ hvílir, skoöa þau í Ijósi sinnaeig- in gilda og þróa síöan svör og lausnir samkvæmt því. 8

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.