Vera


Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 22

Vera - 01.12.1988, Blaðsíða 22
Hugleiðingar um leikrit Þorvarðar Helgasonar, Ef ég væri þú. 22 Kvöldið áður en ég sá Ef ég væri þú á litla sviði Þjóð- leikhússins var viðtal við enska rithöfundinn Fay Weldon í sjónvarpinu. Þar lýsti Weldon muninum sem henni finnst vera á því að skrifa um konur og karla. Weldon orðaði þennan mun á þá leið að hún gæti skapað kvenpersónur en einungis lýst körlum. Á sama hátt taldi hún að karlskáld gætu skap- að karlpersónur en einungis lýst konum. Mótbárum fyrir- spyrjandans (karlkyns) um að oft hefði hann lesið trúverð- ugar lýsingar karlskálda á konum sneri Weldon við og sagði eitthvað á þá leið: Jú, auðvitað finnst þér kvenlýs- ingar karlskálda trúverðugar. Því þú veist ekki hvað felst í því að vera kona. Kvenlýsing- ar karlskálda eru helsta heim- ild þín fyrir lífi og hugsunum kvenna, svo hvernig getur þú dæmt hvort þær eru sannar eða ekki? Mér finnst munurinn sem Fay Weldon gerir á því að skapa persónur og lýsa þeim athyglisverður og liggja raun- ar í augum uppi — eftir að hún benti á hann! Og það er ekki að ástæðulausu sem ég dreg þessar hugmyndir Weldon inn í hugleiðingar um leikrit Þorvarðar Helgasonar, því meðan ég horfði á sýning- una komu mér orð hennar oft i hug og fannst ég geta heim- fært þau upp á persónur leik- ritsins, sem allar eru konur (þ.e.a.s. þær persónur sem koma fram). Leikritið er þann- ig lýsing höfundar á nokkrum konum — og pistill minn lýs- ing á þeirri lýsingu! Þótt leikstjórinn, Andrés Sigurvinsson, hafi í viðtali neitað því aö hér sé kvenna- leikrit (í óskilgreindum skiln- ingi) á ferðinni er óþarfi að taka hann á orðinu þar um. Raunar finnst mér ástæða til að velta fyrir sér hvað er svona neikvætt við kvenna- hitt og þetta eða hvers vegna listamenn virðast svo oft af- neita kvenlegum skírskotun- um. Vissulega er þetta ekki kvennaleikrit í þeirri merkingu að kona hafi skrifað það. Hins vegar eru allar sýnilegar per- sónur konur og reynt er að skyggnast inn í veröld þeirra og lýsa líðan þeirra. Hér eru því á ferðinni hug- myndir karlmanns um tilfinn- ingar, störf og hugsanir kvenna, með öðrum orðum: hugmyndir karlmanns um reynsluheim kvenna (sem virðist, eins og kvenna- hitt og þetta, vera tabú eða bann- orð). Ósýnilegar persónur, en engu síður nálægar, eru karl- arnir, sem mjög koma við sögu í samtölum kvennanna. Ef ég væri þú er skipt í fjórar myndir. Sú fyrsta, Morg- unleikfimi, er endurtekin sem millikafli milli hinna mynd- anna svo og í lok sýningar- innar. Morgunleikfimi eru til- brigði við nokkur endurtekin stef, það sem ég man best er þetta: ,,Að lifa er að gera það sem er nauðsynlegt án þess að vera of háður því sem maður er að gera." Hinar myndirnar heita Mors et vita, Tvítal eftir náttmál og Geirmundur Hrafn Karlsson. Þrjár seinni myndirnar með- höndla allar samband móður og dóttur — og í öllum þrem- ur leika föt veigamikið hlut- verk. í Mors et vita sjáum við tvær systur við banabeð móð- ur sinnar, önnur systirin á von á barni og breytist í þeim skilningi úr dóttur í móður þegar móðir hennar deyr. Milli systranna ríkir togstreita sem einna helst virðist stafa af ólikum viðhorfum þeirra til karlmanna. Sú barnshafandi á sér elskhuga og er glöð með það — hinni virðist vera í nöp við karlkynið eins og það leggur sig, ekki síst elsk- huga systur sinnar, og er afar pipruð í háttum. Sú pipraða dáist að nýjum spariskóm systurinnar en get- ur ekki sillt sig um að minna á að ekki séu mikil not fyrir svona fínheit. Og þegar syst- irin sýnir nýjan þallkjól verður piparjónkan hin fúlasta og gefur sér að kjóllinn sé borg- un elskhugans — fyrir blíðu systurinnar. Og svo virðist sem hún hafi rétt fyrir sér og það fannst mér ótrúlegt. Satt að segja finnst mér hálfpartinn á skjön að nútíma- legur karlmaður kaupi ballkjól handa ástkonu sinni sem um- bun fyrir velheppnuð hvílu- brögð, hvað þá að nútíma- stúlka þiggi kjólinn! En mis- munandi lífsviðhorf systranna komu vel fram í afstöðu til sparifatanna, sú pipraða mál- ar skrattann á vegginn sjái hún eitthvað sem víkur frá

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.