Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 2

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 2
TÍIX/IARIT UIVI KONUR OO KVENFRELSI 4/1989 - 8. árg. VERA Laugavegi 17 101 Reykjavík Úgefendur: Samtök um Kvennalista og Kvennaframboö í Reykjavík. Sími: 22188 JL*M úháttabreytingar undanfarinna ára hafa haft veruleg áhrif á stöðu kvenna til sveita. Mörg bú hafa fullviröisrétt sem ekki gefur af sér J)ær tekjur sem þarf til að framfleyta fjölskyldu. Iiina leiðin er því að leita vinnu og tekna utan búsins eða í aukabúgreinum. Hvort tveggja er af skornum skammti og af- leiðingin hefur verið mikið en dulið atvinnuleysi í sveitum landsins — sérstaklega meðal kvenna. At- vinnu- og tekjuleysi sveitakvenna er ekkert séríslenskt fyrirbæri — það er vel Jiekkt bæði í Svíþjóð og Noregi — en hins vegar hefur það fengið litla umfjöllun hér á landi og enn sem komið er hafa stjórnvöld fátt gert til að sporna gegn því. Konur hafa ótal hugmyndir um nýjar aukabúgreinar og atvinnu til sveita og þær skortir ekki viljann til að takast á við þær, en þær skortir fræðslu, ráðgjöf og fjármagn. Hugmyndir þeirra þykja oft á tíðum of smáar til að það taki því að gefa þeim gaum enda virðist falla betur að geðslagi þeirra karla, sem mikið hafa umleikis, að ausa fjármunum í stórar og botnlausar hítir. Sveitakonur eiga sér heldur engin heildar- samtök sem gæta þess að þær verði ekki settar hjá í þeim þjóðfélagsbreytingum sem nú eiga sér stað í sveitunum. Búnaðarfélögin og Stéttarsamband bænda ættu auðvitað að gera það en konur eru alltof fámennar í þessum félögum til að raddir þeirra heyrist. Segja má að þessi félög hafi verið lokuð konum allt til ársins 1975 og konur hrista ekki af sér hálfrar annarrar aldar útilokun á hálfum öðrum áratug. Búnaðarfélögin eru því í raun karlafélög og þótt kvenfélögin hafi oft sinnt kvennabaráttu til sveita með miklum ágætum, þá hafa þau ekki reynst það mótvægi sem þeim í upphafi var ætlað. En sveitakonur hafa heilan heim að vinna og ef þær fá stuðning til að virkja hugmyndir sínar og orku þá vinna þær hann. -isg. NAWAL EL SAADAWI Nawal El Saadawi er egypskur feministi fædd árið 1930. Hún er fædd í Kaíró og las læknisfræði við háskólann þar og síðar við Columbia Háskólann í New Yorlc. Aö námi loknu vann hún á vegum Háskólasjúkrahússins í Kaíró sem læknir úti á landsbyggöinni og síðar sem geölæknir. Félagssálfræðileg rann- sókn hennar „Konur og kynlíf" (1972) olli miklum deilum þegar hún kom út, en þar fjallar hún opinskátt um skírlífi og þá bannhelgi sem umlykur stöðu kvenna í arabísku samfélagi. í rannsókninni leggur hún áherslu á mikilvægi þess að róttækar breytingar verði á stööu kvenna jafnt innan fjölskyldunnar sem á vinnumarkaði. Þegar bókin kom út var Nawal el Saadawi mjög hátt sett í egypska heilbrigðisráðuneytinu og ritstjóri tíma- rits um heilbrigðismál sem gefið er út af ríkisstjórninni. Báðar þessar stöður missti hún vegna skoðana sinna. Um tíma starfaði hún hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni en sagði upp starfi sínu þar og á alþjóöa kvennaráðstefnunni í Kaupmannahöfn áriö 1980 (Forum ’80) sagði hún m.a.: „Hjarta Sameinuðu þjóðanna slær ekki fyrir konur. Þar ríkir sama karlræðiö og annars staðar." Bætti hún því við að hvítir karlar væru efstir í valdapýramída SÞ en litaðar konur neðstar. Þrátt fyrir þetta lét hún ekki deigan síga og fann kvennapólitískum skoðunum sínum farveg sem rithöf- undur. Hún hefur gefið út sjö skáldsögur, fjögur smásagnasöfn og fimm bækur sem innihalda pólitísk skrif hennar. Öll hennar verk eiga það sammerkt að þau fjalla á einn eða annan hátt um baráttu arabískra kvenna fyrir jafnrétti. Árið 1981 var hún handtekin ásamt fleiri konum að fyrirskipan Sadats Egyptalandsforseta og sök þeirra var sú að hafa gefið út kvennatímaritið „Augliti til auglitis". Ein þekktasta bók hennar „Huliö andlit Evu: Konur í Arabaheiminum" kom út í enskri þýðingu árið 1979 og nokkru síöar á nokkrum Norður- landamálum. Nawal el Saadawi var ein af stofnendum sérstaks kvennaflokks í Egyptalandi en síðast þegar sú sem þetta skrifar vissi var hann bannaöur. -isg. Mynd á forsiðu: Rut Hallgrímsdóttir Ritnefnd: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Guðrún Ögmundsdóttir Elísabet Þorgeirsdóttir Brynhildur Flóvenz Anna Ólafsdóttir Bjömsson Sigrún Hjartardóttir Sigríður Lillý Baidursdóttir Útllt: Kicki Borhammar Laura Valentino Starfskonur Veru: Brynhildur Flóvenz Ingibjörg Sólrún Gr'sladóttir Kicki Borhammar Ábyrgð: Brynhildur Flóvenz Auglýsingar: Björk Gísladóttir Sefning og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Prentberg. Plastpökkun: Vinnuheimilið Bjarkarás. Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda. 2

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.