Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 7

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 7
þeirra málum. Af slíkri félagsstofnun hefur þó aldrei orðið hér á landi þar sem ekki hefur verið nægilegur áhugi fyrir hendi meðal íslenskra bænda- kvenna. Þessi umræða hefur þó gert það að verkum að augu margra hafa opnast fyrir því að nauðsynlegt sé að huga sérstaklega að okkar stöðu. Eftir fund landbúnaðarráðherra á Norður- löndununt árið 1987 fékkjón Helga- son áhuga á að kanna þessi mál og í framhaldi af því skipaði hann mig, Lísu Thompsen á Búrfelli í Grímsnesi og Elínu Líndal sem býr að Lækjar- móti í Vestur-Húnavatnssýslu, íþessa nefnd. Ég frétti að þið hefðuð þegar gert könnun meðal bœnda- kvenna. í hverju er hún fólgin? Já við sendum bréf til 2000 bænda- kvenna þar sem við biðjum þær að svara 24 spurningum sem gefa til kynna viðhorf þeirra, stöðu og óskir. Við höfum þegar fengið upp í hend- urnar um 700 svör og ég vil gjarnan nota tækifærið hér og þakka þessum konum fyrir að bregðast svo vel við spurningum okkar. Svörin eru öll nafnlaus en aftur á móti kemur fram úr hvaða sýslu jtau koma. Við spyrj- um þær hefðbundinna spurninga um aldur, hjúskaparstöðu, börn og bú- skaparhætti en auk þess um hluti s.s. hver taki ákvarðanir um fjárfestingar og daglegan rekstur búsins, um fé- lagslega virkni þeirra, óskir um starfs- fræðslu, atvinnu utan heimilis o.fl. Við gefum konunum jafnframt kost á Ljósmynd: Þjóðviljinn „Ákvaröanir um byggingar og kostn- aðarsöm vélakaup eru í mörgum tilvik- um teknar sameigin- lega at hjónum en þó er þaö oft ein- hliöa ókvörðun karlsins. Þaö er hann sem passar peninginn" því að koma með athugasemdir frá eigin brjósti og margar virðast nýta sér það og sumar skrifa okkur heil- löng bréf. Hvaö segja konurnar í þessum bréfum? Er einhver sameiginleg- ur þráöur í þeim? Halla Aöalstelnsdóttir Viðhorfin eru auðvitað rnjög breyti- leg. Suniar skrifa til að hvetja okkur og óska okkur góðs gengis en aðrar til að láta í ljós óánægju sína og gremju, sérstaklega ígarð stjórnvalda. Þetta er t.d. mjög áberandi meðal kvenna sem fóru út í loðdýrarækt á sínum tfma. Þær segjast hafa lagt út í þessa búgrein fyrir áeggjan stjórnvalda en hafi búin staðið illa áður þá standi þau enn verr í dag. Þær tala um að búin séu skuld- um hlaðin og vaxtaokrið gengdar- laust. Þau rambi á barmi gjaldþrots en fjölskyldan geti hvorki verið né farið. Það er greinilegt að konurnar vantar ekki viljann til að bjarga sér og standa sig en möguleikarnir eru svo fáir. Það sem ég les fyrst og fremst út úr svör- unum, er að ,,elulið“ atvinnuleysi meðal kvenna er mun meira en ég hafði gert mér grein fyrir. Þar á ég við að fjöldi kvenna út um allt land þarf og vill atvinnu umfram það sem þær hafa í dag. Þegar búið minnkar og börnin stækka fækkar vinnustundum heima en þessar konur fara hvergi inn á atvinnuleysisskrár þ.e. þeirra at- vinnuleysi kemur hvergi fram nerna í þeirra eigin vasa og sálarlífi. Finnst þér svörin gefa almennt til kynna aö sveitakonur séu ósátt- ar viö stööu sína? Það má kannski segja að þær konur svari okkur fremur sem standa frammi fyrir vandanum. Það er þó erfitt að segja nokkuð um þetta að svo stöddu því við erum aðeins búnar að fara lauslega yfir svörin en ekki farnar að vinna neitt kerfisbundið úr þeim. Ég er þó búin að skoða sýslurn- ar þrjár á Vestfjörðunum aðeins betur en aðrar og eftir þeirn að dæma standa búin heldur illa. Af þeim 44 búum sem okkur bárust svör frá eru aðeins 6 af þeirri stærð sem verðlags-, grundvöllurinn gerir ráð fyrir. Hin ■ eru öll minni. Þetta þýðir með öðrum orðum að það er ekki hægt að fram- fleyta vísitölufjölskyldunni á þessum búrekstri. Flestar kvennanna vilja fremur jtann kostinn að stækka búin en sækja vinnu utan heimilis sem er eðlilegt með tilliti til landshátta á Vestfjörðum. Mér sýnist fljótt á litið að víða annars staðar á landinu vilji konur gjarnan auka tekjur sínar með því að sækja vinnu utan heimilis. í heildina tekið má líklega segja að nær helmingur kvennanna óski eftir vinnu utan bús til að afla tekna. Hinn helmingurinn svarar svo nær undan- tekningalaust að þær telji aukna at- vinnu í byggðalaginu nauðsynlega eigi byggðin að halda sér. Það er líka áberandi að þær konur sem eru yngst- ar og með ung börn vilja vera heima. Ein slfk svaraði spurningu okkar á eft- irfarandi veg: ,,Mitt frelsi er ekki meira en það að ég lcet mig ekki dreyma um að fara út að vinna." En þœr konur sem óska eftir vinnu utan bús; heldur þú aö ósk þeirra sé fyrst og fremst komin til af þörf fyrir auknar tekjur en ekki af þörf fyrir aukna fjölbreytnl? Já mér sýnist það af svörunum. Fólk í sveitum vill auðvitað búa við svipuð skilyrði og aðrir í þjóðfélaginu og það vill geta veitt sfnum börnurn það

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.