Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 20

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 20
ÞETTA ER Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir œtlar aö þessu sinni aö gefa lesendum Veru innsýn í líf sitt. Líf hennar hefur ekki alltaf veriö dans ó rósum, en hún er full œöruleysis. „Þaö sem skipfir mesfu í þessu lífi er þaö sem er undir yfirboröinu. Ég hef alltaf haft áhuga á dulrœnum hlutum, spádómum og ööru sem erfitt er aö festa hendur á. Þaö gerir mig bjartsýna aö frétta aö viö séum aö fœrast inn í öid Vatnsberans. Þá mun kvenleg orka ná stjóm á heiminum/' segir hún og glottir. Hún er skáld, hefur gefiö út tvœr Ijóöabœkur, smá- sagnasafn og þrjár barnabœkur. Fyrir síöustu jói kom svo út draumaráðningabók eftir hana, en það er fyrsta draumaráöningabókin sem er öli skrifuö á ís- lensku og byggir ekki á þýðingum. Hún byrjaöi að skálda þegar hún var lítil og sagöi sjálfri sér sögur í sveitinni. En tíminn til skrifta hefur því miöur ekki verið mikill. Ragna Steinunn á átta börn og hefur oftast þurft aö vinna úti, viö fiskvinnslu eöa á sjúkrahúsum. Auk þess hefur hún veriö bóndakona á þrem stöðum á landinu, en þá finnst henni tilheyra aö eiga börn í takt við náttúruna. Hún hefur búiö víöa um land, en segir landshorna- flakkiö ekki œskilegt. „Maðurinn minn er fœddur flakkari og ég hef auðvitað kynnst mörgu fólki og vinnustööum, en ég vona aö f lakktímabiliö sé á enda. Viö búum núna á Akranesi. Þaö er nokkurs konar inn- flytjendabœr og ágœtt aö vera þar, nema hvaö at- vinnuástandiö er hrœöilegt fyrir konur um þessar mundir. Þaö hlýtur aö fara aö lagast. Kapitalíska kerf- iö býöur upp á sveiflur, þaö er ekki við öðru aö búast,“ segir hún hin rólegasta. ,,Ég átti góð bernskuár. Það gerir mann sterkan að hafa aiist upp í kyrrð og öryggi. Það má ganga fjandi mikið á hjá manni, ef maður býr að slíku úr bernskunni. Ég fæddist 1936 og ólst upp á Gilla- stöðum í Reykhólasveit í Austur- Barðastrandarsýslu. Við erum fimm systkin, en það er langt á milli okkar svo maður var næstum eins og einka- barn. Ég er næstyngst. Mamma var svo sniðug að eiga alltaf barnapíur fyrir yngsta barnið því á milli okkar eru fimm til átta ár. Foreldrar mínir hétu Hermfna Ingvarsdóttir úr Húnavatnssýslu og Eyjólfur Sveinsson frá Gillastöðum. Ég kynntist snemma togstreitu milli ólíkra sjónarmiða hjá foreldrum mín- um og hefur alltaf fundist sjálfsagt að fólk sé ekki sammála, en þyki samt vænt hvoru um annað. Þau rifust oft og voru virkilega reið. Mér finnst skrýtið þegar fólk slítur hjónabönd- um þó því verði sundurorða. Ég tók yfirleitt afstöðu með mömmu. Við vorum tengdari og Iíkari, og ég skildi hana betur. Pabbi var lokuð persóna en okkur kom ekki illa saman og ég met hann stöðugt meira eftir því sem árin líða. Bærinn sem við bjuggum í þar til ég fermdist var gamall baðstofubær með torfi við gafla. Ég man eftir hlóðaeld- húsi þar sem slátrið var soðið og ullin var þvegin í stórum potti úti við á. Síðan byggði pabbi steinhús um 1950. Eftir stríðið var mikill upp- gangur í sveitum og bjartsýni. Menn flæmdu tún út um alla móa, afurðir hækkuðu í verði og bændur vélvædd- ust. Gamalt fólk varð andagtugt yfir þessu bílífi. Móðuramma mín bjó hjá okkur og ég var hænd að henni í bernsku en gerðist óþekkari við hana þegar ég eltist, því miður. Hún var mikil friðar- amma, brá aldrei skapi og sagði að börn ættu ekki að lesa íslendingasög- ur því þær væru um eintóm illmenni. Ég var ekki sammála henni þá. Ég var mjög hrifin af Egilssögu og svaf með hana undir koddanum fyrst eftir að ég varð læs. Egill var hetjan mín. Hann lét ekki foreldrana segja sér fyr- ir verkum, lúffaði ekki fyrir neinum, hvorki konungum né öðrum, var bar- dagamaður og ekki minnkaði álit mitt á honum við það að hann var skáld. Seinna hef ég metið það mest við Egil að hann lét dóttur sína sjálf- ráða um giftingu sína, sagði á einskis manns færi að fá hennar án hennar vilja. Ég var hrifin af Borgarfólkinu og tárfelldi á unglingsárunum yfir ör- lögum Helgu fögru. Annars eru þess- ar sögur aðallega um karla. Skólaganga mín fór fram í farskóla, einn til tvo mánuði á vetri, fram að fermingu. Skólinn fluttist á milli bæj- anna í sveitinni og við sváfum á þeim bæ sem hýsti skólann í það skipti og fórum heim um helgar ef vegalengdin var ekki of mikil. Árið áður en ég fermdist var kom- inn skóli á Reykhólum en ég var þar ekki því pabbi sendi mig til systur minnar í Hafnarfirði. Þar var ég einn vetur x skóla hjá nunnunum. Honum fannst skólinn á Reykhólum alltof ný- tískulegur því kennarinn sem réðst þangað var kommi. Það var frændi okkar Jens Guðmundsson, sem kenndi þar í áratugi og kenndi mér reyndar einn vetur í farskólanum. Aumingja pabbi vildi mér vel, en ekki tókst betur til en svo að ég er eina barnið hans sem varð kommi. Nú er ég hins vegar húsnæðislaus í pólitík. Enginn stjórnmálaflokkanna höfðar til mín eins og þeir eru í dag. Það var ágætt að vera hjá nunnun- um. Þær voru ólíkar því sem ég hafði vanist. Ég held enn sambandi við systur Líóbu sem nú býr á elliheimili kaþólskra í Garðabæ og hef vissa sam- úð með kaþólskunni eftir kynni mín af þeim. 17 ára gömul fór ég til Reykjavíkur og gerðist vinnukona. Ég var hús- hjálp hálfan daginn hjá ungri konu, Björgu Einarsdóttur, sem seinna varð bókaútgefandi. Við höfum verið vin- konur síðan. Þó við séum ósammála 20

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.