Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 24

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 24
ar þegir hún skrifar: „Elsku mamma mín. Ég bið fyrir þér á hverjum degi.‘‘ Ég veit um fjóra kunningja mína sem hafa tekið að sér fósturbörn á sama hátt. Fyrst ég get gert þetta, sem er oft svona blönk, ættu allir að geta það. Þetta er ekki stór upphæð á mán- uði en getur breytt miklu. Mig langar að leggja málunum lið með því að skrifa. íslensku drauma- ráðningabókina fannst mér nauðsyn- legt að skrifa því þýddar drauma- ráðningabækur passa oft ekki við okkar menningu. Ég hef borið saman tákn úr Heimskringlu og fleiri ís- lenskum sögum og vann einnig upp úr gömlum draumkvæðum. Einnig eru í bókinni frásagnir um drauma sem hafa ræst. Ég hef mikla þjóðern- iskennd og finnst óþolandi hve mikið flæðir yfir okkur af erlendum menn- ingaráhrifum. Það er nesjamennska að taka allt upp eftir öðrum og skammast sín fyrir eigin uppruna. Við þurfum ekki að ganga með betli- staf og sníkja menningu annars stað- ar. Við eigum nóg af henni. Nú er ég að gefa út bók fyrir yngri börn sem ég tileinka friðarömmum um allan heim. í henni eru vísur eftir mig og teikningar eftir yngstu dóttur mína og vinkonu hennar. Bókin heit- ir ,,Silfurskottur“ og kannski fer ég að selja hana í Kolaportinu. í ellinni langar mig að rækta gróð- ur. En kannski gerist ég umferða- Ragna á gömlum slóðum í Bœjarút- gerðinni prédikari og segi gömlu fólki að lifa lífinu. Ég hef kynnst því með vinnu á ellideildum að sumt gamalt fólk bíð- ur bara eftir þvf að deyja og hengir haus. Mér finnst mikil þörf á að breyta því. Að síðustu vil ég taka fram að ég hef verið heppin með það að maðurinn minn og krakkarnir hafa alltaf verið jákvæð gagnvart því að ég sé í ritstörf- um og félagsmálum. Eins og allar konur vita er það ómetanlegt, nógir eru erfiðleikarnir samt. Á síðustu ár- um hefur elsti sonur minn t.d. gefið mér mikla hvatningu. EÞ r 50 ára í febrúar 1989 Starfsemin greinist í 3 höfuðþætti: 1) Frjálst frístundanám, bóklegt og verklegt. 2) Prófanám (öldungadeild) á fornáms- og framhaldsskólast- 'gi- V__________________________________ 3) Starfsnám fyrir ófaglært fólk í at- vinnulífinu. Auk þess kennum við: 1) Dönsku, norsku, sænsku og börnum sem hafa nokkra undir- stöðu í málunum. b) Fólki sem á við lestrarörðug- leika að etja. Hópar fólks sem æskja fræðslu um eitt- hvað tiltekið efni sem ekki er á námsskrá getur snúið sér til okkar og við reynum að koma til móts við óskir þess. ________________ J 24 Námsflokkar Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 1, s. 12992

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.