Vera


Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 23

Vera - 01.09.1989, Blaðsíða 23
I Kaupmannahöfn 19 ára Á Klrkjubóli, ófrítk elns og vanalega I Þessi bók er til ykkar sem ennþá þyrlist um vegina á glampandi tækjum með vindinn þjótandi um hár og vanga augun leiftrandi af lífsgieði ungar sterkar hendur krepptar um stýri brosandi lífsþyrstar varir sveigðar af einbeitni. Hún er til ástvina ykkar þegar lokkarnir ykkar fögru eru moldu orpnir augun lokuð að eilífu. Hún er til mömmu ykkar kvöldin löngu þegar henni heyrist hlaupið upp þrepin útihurðin skellur upp og svo er það bara norðanvindurinn og rökkrið og öll hin kvöldin löngu, löngu sem aldrei taka enda án ykkar. Án? Ykkar? Og þó verðið þið hér alltaf. Hvert og eitt ykkar. IJr ljóðabókinni )fU(an vegaru. Ijóð. Maður getur sest niður þegar Ragna Sfelnunn meö börnin eru sofnuð og skrifað eitt ljóð, fyrsta barnlö Guöjón og það gerði ég einmitt þennan tíma ^ía mónaöa í Eyjum. Mér finnst Eyjarnar mjög fallegar og varð fyrir vissum áhrifum. Eftir þetta gaf ég út ljóðabókina „Villirím". Ég skrifaði líka „Barna- heimilið“ meðan ég bjó í Eyjum. Það er barnabók sem Dagný las í barna- tíma útvarpsins og kom svo út nokkr- um árum seinna. Úr Eyjum fluttum við í sveit, fyrst að Stóra-Langadal á Skógarströnd, j^ar sem ég eingaðist yngstu stelpuna mína, Hermínu Huld. Síðan fórum við að Gillastöðum þar sem ég er fædd. Mér finnst gott að vera með börn í sveit en við áttum ekki jarðirn- ar og farið var að þrengja að atvinnu- veginum. Nú er bændastéttin orðin eins og syndahafurinn sem sagt er frá í biblíunni. Á hann eru settar syndirn- ar og hann sendur út í eyðimörkina. Næst fluttum við í Stykkishólm, en þar gekk allt á afturlöppunum hjá okkur. Krakkarnir voru komin á tán- ingaaldurinn og efnahagsstaðan var erfið. Ég vann í skelvinnslu og reynd- ist atvinnurekandinn, Rakel Olsen, mér mjög vel. Það dugði bara ekki til. Ég átti líka góðar vinkonur í Hólmin- um, eins og Ester Einarsdóttur grann- konu mína sem var stelpunum mín- um eins og hún ætti þær. Um þetta leyti gaf ég út gamla sögu sem ég hafði lengi átt. Það er barnasagan „Kisulíf" sem var prentuð hjá nunn- unum í Stykkishólmi. Þegar við bjuggum í Hólminum fórst Dagur, næst elsti sonur minn, á vélhjóli vestur í Dýrafirði. Það er erf- itt að sjá á eftir uppkomnu barni sínu sem er að byrja lífið. Mér finnst það hálfgert brot á náttúrulögmálinu. Söknuður minn var mikill en ég reyndi að hugga mig við trú mína á að hverjum sé úthlutað æviskeið og ekki sé við neinn að sakast. Eftir jarðarför- ina byrjaði ég að skrifa ljóð. Ég skrif- aði eitt ljóð á kvöldi og fannst ég finna mikið samband við Dagga á meðan. Það varð mér ákveðin hugg- un og úr þessu varð ljóðabókin „Utan vegar". Ég vildi gefa sorgina áfram til hinna sem hafa lent í því sama og vona að ljóðin geti hjálpað einhverj- um. Bókrún gaf þessa bók út og nú hefur hún verið þýdd á ensku. Ég er að fara á listamannamót í Bandaríkj- unum og ætla að hafa bókina með mér og kynna hana þar. En Dagur minn lét eftir sig litla ömmustelpu sem býr á Þingeyri. Sigga Stína er mér mikils virði og kemur til mín á hverju sumri. Mér finnst ömmuhlutverkið mikilvægt og tók þátt í að stofna Friðarömmu- hreyfinguna á íslandi. Við Ragnhildur Eggertsdóttir fengum hugmyndina um svipað leyti og ákváðum að kynna okkur starfið á Nordisk For- um. Það varð mér andleg vítamín- sprauta að fara þangað og gamli kven- réttindaáhuginn blómstraði. Mér fannst líka gaman að Sigurða, hin amma Siggu Stínu, kom með mér og varð líka friðaramma. Mér finnst mikilvægt að vinna að kvenréttinda- og friðarmálum þó ég hafi lítið getað lagt af mörkum sjálf. Þegar ég var í sveitinni fékk ég svo slæma samvisku af því hvernig heim- urinn er og fannst ég ekkert gera ann- að en hlusta á fréttir af hörmungum. Þá sá ég auglýsingu frá dönsku barna- hjálpinni og skrifaði þeim. Þeir út- veguðu mér fósturbarn í Kóreu, hana Kyung Sook, sem ég sá um að mennta með því að senda 80 kr. danskar á mánuði. Mér leið strax betur. Nú er Kyung farin að vinna í verksmiðju og sendi mér fallegt þakkarbréf fyrir hjálpina. Hins vegar á ég enn fóstur- dóttur frá Bangla Desh sem heitir Joya. Hún var 10 ára þegar ég tók hana að mér og er nú 18 ára. Hún er grallarastelpa og er nú í framhalds- námi. Hún skrifar mér oft og ég skrifa henni afmælis- og jólabréf. Stundum fæ ég samviskubit yfir einlægni henn- 23

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.